Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Vikan sem er að líða hefur verið tíðindarík í alþjóðapólitík, og á um það bil viku hefur orðið algjör viðsnúningur í stefnu Bandaríkjanna gagnvart Úkraínu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, var fyrsti gestur þáttarins í dag. Hún er nýkomin af fundum þingmanna innan Atlantshafsbandalagsins og í dag sinnir hún fyrstu verkum sínum sem sérstakur erindreki barna í Úkraínu.
Við slógum á léttari strengi á níunda tímanum, og þó. Klæðnaður alþingismanna er auðvitað ekkert gamanmál en gallabuxur Jóns Gnarr rötuðu í fréttir í vikunni. Við notuðum tilefnið og fjöllum um gallabuxur; flíkina sem er örugglega til á flestum heimilum en fólk greinir á um hvort sé viðeigandi að klæðast við tiltekin tilefni. Gunni Hilmarsson, fatahönnuður og -kaupmaður, var hjá okkur.
Eiginlegir strengir voru svo stroknir þegar Magnús Lyngdal fjallaði um sígilda tónlist. Að þessu sinni voru strengirnir reyndar í aukahlutverki; blásturshljóðfæri áttu sviðið í dag.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona og handritshöfundur var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn. Hún hefur auðvitað leikið fjölmörg hlutverk á sviði og í sjónvarpi undanfarin ár, jafnhendis í gríni og dramatík. Hún skrifaði sex þáttaraðir af grínþáttunum Venjulegt fólk ásamt Júlíönnu Söru Gunnarsdóttur og nú er hún annar handritshöfunda, ásamt Ólafi Agli Ólafssyni, af nýrri leiksýningu, Þetta er Laddi, um líf og grín Ladda, Þórhalls Sigurðssonar. Við fórum auðvitað aftur í tímann með Völu Kristínu á æskulóðirnar í Garðabænum og svo á handahlaupum til dagins í dag.
Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti, í dag var það snúðadagurinn mikli. Við smökkuðum snúða, þessa gömlu góðu með súkkulaðiglassúr úr fjórum bakaríum, það var þó ekki kókómjólk með í för eins og gjarnan í gamla daga. Sannkallað snúðaferðalag í þættinum í dag.
Tónlist í þættinum í dag
Sóley / Björgvin Halldórsson og Katla María (Gunnar Þórðarson, texti Ólafur Haukur Símonarson)
Freknótta fótstutta mær / Laddi og Brunaliðið (Þórhallur Sigurðsson)
Mamma og ég / Halli og Laddi (Þórhallur Sigurðsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Verkfall hófst í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla í morgun. Samband sveitarfélaga hafnaði innanhússtillögu ríkissáttamsejara að sátt. Við ræðum við hann í fréttatímanum.
Fimm flokka meirihluti tekur við í Reykjavík í dag. Skipting embætta er enn óráðin.
Veðurstofan hefur hækkað hættumat við Sundhúgsgígaröðina. Við heyrum í jarðeðlisfræðingi í fréttatímanum.
Andleg líðan úkraínskra barna hefur versnað frá innrás Rússa. Framkvæmdastjóri UNICEF segir stríðið valda ótta og þjáningu og raska daglegu lífi þeirra á alla vegu.
Öryrki hefur stefnt ríkinu, Reykjanesbæ og útgerðarfélagi vegna nauðungarsölu á húsi sem hann átti. Húsið var selt á þrjár milljónir á uppboði en svo auglýst til sölu á áttatíu og þrjár milljónir.
Afstaða Atlantshafsbandalagsins til Úkraínustríðsins hefur ekki breyst segir þingmaður Samfylkingarinnar, sem sótti þing NATO.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sem mætir Sviss í Zurich í kvöld.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Traust til stjórnmála hefur farið minnkandi í lýðræðisríkjum um allan heim. Þetta eru niðurstöður nýrrar vísindagreinar sem fræðimenn við Southhampton-háskólann birtu í vikunni. Aðalhöfundurinn er Viktor Orri Valgarðsson doktor í stjórnmálafræði. Á sama tíma birti Gallup árlega mælingu á trausti til stofnana hér á landi. Þar má sjá vísbendingar um hið sama. Svarendur bera lang minnst traust til borgarstjórnar Reykjavíkur og hefur traustið aldrei mælst minna. Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Samfélagið sendir út frá félagsráðgjafaþingi á Hilton hótel Nordica í Reykjavík. Þar voru hátt í 400 félagsráðgjafar saman komnir og málefni rædd í mörgum málstofum.
Við ræðum við;
Steinunni Bergmann, formann Félagsráðgjafafélags Íslands
Maríu Björk Ingvadóttur, framkvæmdastjóra Félagsráðgjafafélags Íslands
Freydísí Jónu Freysteinsdóttur, prófessor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands
Helgu Sól Ólafsdóttur, doktor í lýðheilsuvísindum og leiðtoga félagsráðgjafa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Maríu Rós Skúladóttur, félagsráðgjafa og sérfræðing í velferðarmálum hjá KPMG.
Tónlist í útsendingu:
DUSTY SPRINGFIELD - Spooky.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
TONY BENNETT - How Do You Keep The Music Playing (Ft. Aretha Franklin)(plata dagsins 4. okt).
SLY & THE FAMILY STONE - I Want To Take You Higher.
Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.
Lagalisti:
Mahlathini and The Mahotella Queens - Gazette.
Hart, Su., Mercier, Paddy Le, Churchlow, Eleanor, Scot, Ayodele, Djenge, Sam, Niasse, Lakh, Tagoe, Nii, Cradick, Martin - Bilebo.
Los Amigos, Valdez, Merceditas - Quirino.
O-Shen - Siasi.
Labib, Wahbi, el-Arabi, Muhammad - Taqsim bayâti.
Alrafedine Group - Ala Jbeanak.
Songhoy Blues - Boroterey.
Hope, Daniel, Lúnasa - Ladies, Step Up to Tea (Arr. Lunasa for Ensemble).
Trio Djurdjevic de Jabukovac - Cintec cu lu saru.
Fanfara Tirana - Merre lehte = Take it easy.
Ástarsambönd rithöfunda hafa oft fengið á sig ævintýralegan blæ og sambönd para á borð við Mary og Percy Shelley, Sylviu Plath og Ted Hughes, Simone deBeauvoir og Jean Paul Sartre hafa ekki fengið minni athygli en bókmenntaverk þeirra. Samböndin hafa oft verið sviðsett af pörunum sjálfum þannig að svo virðist sem um óumflýjanleg örlög snillinga hafi verið að ræða og aðrir hafa tekið upp þráðinn og haldið áfram að bæta við mýtuna. Í tveimur þáttum halda Ásta Gísladóttir og Auður Aðalsteinsdóttir þeim spuna áfram og fjalla um samskipti slíkra rithöfundapara og hvort verk þeirra endurspegli mögulega samkeppnina á ritvellinum, baráttu kynjanna, togstreitu innan heimilisins og óhefðbundið hjónalíf sem einkennir stundum sambönd rithöfunda.
Auk fyrrgreindra para verður m.a. fjallað um áströlsku hjónin Vance og Netty Palmer, glæpasagnahöfundana Faye og Jonathan Kellerman, auk vísindaskáldsagnahöfundanna Judith Merril og Frederick Pohl, A.E. Jones og Homer Nearing, Kate Wilhelm og Damon Knight.
Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir og Ása Gísladóttir
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínyll vikunnar er I´m a dreamer, plata Josephine Foster frá árinu 2013.
Josephine Foster er ólík öllum öðrum, draumkennd og óræð kynjavera sem erfitt er að skilgreina en tyllir helst tám í bandaríska þjóðlagatónlist og vestræna sönglagahefð. Hún lærði óperusöng en hefur blásið töfraryki og nýju lífi í gömul form og skapað sinn eigin sérstæða stíl í tónlistarflutningi og upptökum sem raðast á yfir tvo áratugi. Josephine Foster er líka ljóðskáld og gerir bæði eigin ljóðum og annarra, þá ekki síst skálda eins og Emily Dickinson og Lorca, skil á allt að því handanheims máta, orðin og rödd hennar eins og úr annarri víddi.
Platan I´m a dreamer er að margra mati hennar besta plata, hljóðlátt meistarastykki og fyrirmynd fyrir lagasmiði. Á plötunni eru 10 lög, öll samin af Foster sjálfri, nema það síðasta. Með henni spilar frekar einföld hljómsveit, þar hljómar píanó, kontrabassi, trommur og stálgítar, ásamt sellótónum okkar eigin Gyðu Valtýsdóttur.
Umsjón: Melkorka Ólafsdóttir.
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Gestir Júlíu Margrétar Einarsdóttur og Júlíu Aradóttur voru þær Ragnheiðar Steindórsdóttir leikkona og Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur. Rætt var um grænlenskar bókmenntir, leikritið Kafteinn Frábær í Tjarnarbíói, kvikmyndina All eyes on me, vor og flutninga svo eitthvað sé nefnt.
Fréttir
Fréttir
Heiða Björg Hilmisdóttir er nýr borgarstjóri. Meirihlutinn ætlar að skipuleggja tíu þúsund íbúðir í Úlfarsárdal og hagræða í rekstri Reykjavíkur.
Kennarar víða um land gengu út af vinnustaðnum eftir að Samband íslenskra sveitarfélaga hafnaði málamiðlunartillögu ríkissáttasemjara. Kennarar eru sárir og reiðir og mótmæltu við ráðhúsið í dag.
Leiðtogar Arabríkja hafa lokið fundi um framtíð Gaza. Hamas-samtökin segjast hafa fyrir mistök afhent rangt lík í gær.
Landsvirkjun hyggst kaupa þrjár lóðir við Bústaðaveg í Reykjavíkur undir nýjar höfuðstöðvar höfuðstöðvar fyrirtækisins. Kaupverðið er 1,3 milljarður króna en fyrirtækið hyggst einnig greiða 25 milljarða króna í arð til ríkisins
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Nýr fimm flokka meirihluti í Reykjavík leit dagsins ljós í dag. Heiða Björg Hilmisdóttir fékk borgarstjórastólinn í afmælisgjöf en líka mótmæli frá kennurum.
Það er ekkert nýtt að banka sjái hagræði í því að sameinast. Það er hins vegar ólíklegt að yfirvöld líti á það sem hagræðingu fyrir neytendur.
Og rýnt verður í þýsku kosningarnar sem verða sunnudag. Útlit er fyrir að úrslitin verði söguleg og stjórnarmyndun getur orðið flókin ef þrjá flokka þarf til að mynda meirihluta.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Haldið er áfram að fjalla um tónlistarkonuna Bonnie Raitt og leika lög af plötum hennar. Hún sló óvænt í gegn árið 1989 þegar liðin voru sautján og hálft ár frá því að fyrsta platan hennar var gefin út. Lögin sem hljóma í þættinum heita: Now Way To Treat A Lady, True Love Is Hard To Find, Love Me Like A Man, Baby Mine, Nick Of Time, Thing Called Love, I'm In The Mood, Something To Talk About og I Can't Make You Love Me.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Ástarsambönd rithöfunda hafa oft fengið á sig ævintýralegan blæ og sambönd para á borð við Mary og Percy Shelley, Sylviu Plath og Ted Hughes, Simone deBeauvoir og Jean Paul Sartre hafa ekki fengið minni athygli en bókmenntaverk þeirra. Samböndin hafa oft verið sviðsett af pörunum sjálfum þannig að svo virðist sem um óumflýjanleg örlög snillinga hafi verið að ræða og aðrir hafa tekið upp þráðinn og haldið áfram að bæta við mýtuna. Í tveimur þáttum halda Ásta Gísladóttir og Auður Aðalsteinsdóttir þeim spuna áfram og fjalla um samskipti slíkra rithöfundapara og hvort verk þeirra endurspegli mögulega samkeppnina á ritvellinum, baráttu kynjanna, togstreitu innan heimilisins og óhefðbundið hjónalíf sem einkennir stundum sambönd rithöfunda.
Auk fyrrgreindra para verður m.a. fjallað um áströlsku hjónin Vance og Netty Palmer, glæpasagnahöfundana Faye og Jonathan Kellerman, auk vísindaskáldsagnahöfundanna Judith Merril og Frederick Pohl, A.E. Jones og Homer Nearing, Kate Wilhelm og Damon Knight.
Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir og Ása Gísladóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Samfélagið sendir út frá félagsráðgjafaþingi á Hilton hótel Nordica í Reykjavík. Þar voru hátt í 400 félagsráðgjafar saman komnir og málefni rædd í mörgum málstofum.
Við ræðum við;
Steinunni Bergmann, formann Félagsráðgjafafélags Íslands
Maríu Björk Ingvadóttur, framkvæmdastjóra Félagsráðgjafafélags Íslands
Freydísí Jónu Freysteinsdóttur, prófessor við félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands
Helgu Sól Ólafsdóttur, doktor í lýðheilsuvísindum og leiðtoga félagsráðgjafa hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins
Maríu Rós Skúladóttur, félagsráðgjafa og sérfræðing í velferðarmálum hjá KPMG.
Tónlist í útsendingu:
DUSTY SPRINGFIELD - Spooky.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
TONY BENNETT - How Do You Keep The Music Playing (Ft. Aretha Franklin)(plata dagsins 4. okt).
SLY & THE FAMILY STONE - I Want To Take You Higher.

Guðrún Borgfjörð var dóttir Jóns Borgfirðings og systir Klemensar Jónssonar landritara og Finns Jónssonar prófessors. Hún var ekki studd til mennta eins og þeir þó hún væri bókhneigð og fróðleiksfús. Klemens bróðir Guðrúnar hvatti hana til að rita endurminningar sínar. Hún bregður upp mynd af æskuheimili sínu, lýsir hversdagslífinu, samtímanum, atburðum sem hún tók þátt í og fólki sem hún kynntist.
Jón Aðils les.
(Áður á dagskrá 1973)


Veðurfregnir kl. 22:05.

Árið 1944 var tekinn upp sá siður hjá Ríkisútvarpinu að lesa alla Passíusálma Hallgríms Péturssonar á föstunni. Sigurður Skúlason les.
Nýtt hljóðrit.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Vala Kristín Eiríksdóttir leikkona og handritshöfundur var föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn. Hún hefur auðvitað leikið fjölmörg hlutverk á sviði og í sjónvarpi undanfarin ár, jafnhendis í gríni og dramatík. Hún skrifaði sex þáttaraðir af grínþáttunum Venjulegt fólk ásamt Júlíönnu Söru Gunnarsdóttur og nú er hún annar handritshöfunda, ásamt Ólafi Agli Ólafssyni, af nýrri leiksýningu, Þetta er Laddi, um líf og grín Ladda, Þórhalls Sigurðssonar. Við fórum auðvitað aftur í tímann með Völu Kristínu á æskulóðirnar í Garðabænum og svo á handahlaupum til dagins í dag.
Svo var það matarspjallið með Sigurlaugu Margréti, í dag var það snúðadagurinn mikli. Við smökkuðum snúða, þessa gömlu góðu með súkkulaðiglassúr úr fjórum bakaríum, það var þó ekki kókómjólk með í för eins og gjarnan í gamla daga. Sannkallað snúðaferðalag í þættinum í dag.
Tónlist í þættinum í dag
Sóley / Björgvin Halldórsson og Katla María (Gunnar Þórðarson, texti Ólafur Haukur Símonarson)
Freknótta fótstutta mær / Laddi og Brunaliðið (Þórhallur Sigurðsson)
Mamma og ég / Halli og Laddi (Þórhallur Sigurðsson)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Gestir Júlíu Margrétar Einarsdóttur og Júlíu Aradóttur voru þær Ragnheiðar Steindórsdóttir leikkona og Arndís Þórarinsdóttir rithöfundur. Rætt var um grænlenskar bókmenntir, leikritið Kafteinn Frábær í Tjarnarbíói, kvikmyndina All eyes on me, vor og flutninga svo eitthvað sé nefnt.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Bóndadagur og Valentínusardagur liðinn og konudagurinn á sunnudaginn. Allt eru þetta miklir blómadagar -annar íslensk blómarækt eftirspurninni? Við heyrum í Axel Sæland blómabónda á Espiflöt -sem vaknaði fyrir löngu síðan til sinna blómunum.
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, verður gestur okkar eftir fréttayfirlitið hálf átta.
Talsverður hiti er að myndast undir pottum sjálfstæðisflokksins þar sem vika er í landsfund. Júlíus Viggó Ólafsson formaður Heimdallar lítur við hjá okkur.
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, og Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka ungra bænda, ræða við okkur um miklar deilur um breytingar á tollflokkun á osti.
Við förum síðan yfir fréttir vikunnar í lok þáttar. Þórarinn Hjartarson, hlaðvarpsstjórnandi og hnefaleikaþjálfari, og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, verða gestir okkar.


Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 á föstudögum.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Rómantík í loftinu þennan föstudaginn, Regína Ósk fór yfir úrslit Söngvakeppninnar sem er á morgun. Sindri Sparkle sagði frá uppistandi og Hreimur, Magni og Gunni Óla þreyttu spurningakeppni og spiluðu ábreiðu af Fingrum Írafárs. Þrír hlustendur fengu blóm frá íslenskum blómabændum í staðinn fyrir ástarjátningar.
Tónlist frá útsendingarlogg 2025-02-21
Salka Sól Eyfeld - Tímaglas.
PRIMAL SCREAM - Movin' on up.
PAUL SIMON - Me And Julio Down By The Schoolyard.
GALA - Freed from desire.
Bubbi Morthens, Friðrik Dór Jónsson - Til hvers þá að segja satt?.
BOGOMIL FONT & MILLJÓNAMÆRINGARNIR - Marsbúa chacha.
VÆB - Róa.
Chappell Roan - Pink Pony Club.
KLÍKAN & ÞORGEIR ÁSTVALDSSON - Fjólublátt Ljós Við Barinn.
THE CURE - Friday I'm In Love.
Eurobandið - This Is My life.
Haffi Haff - The wiggle wiggle song.
Fontaines D.C. - Favourite.
Tinna Óðinsdóttir - Words.
Stuðmenn - Íslensk fyndni.
KYLIE MINOGUE - Slow.
ROGER SANCHES - Another Chance.
MUNGO JERRY - In the summertime.
Magni Ásgeirsson, Gunnar Ólason, Hreimur - Árið 2001.
Páll Óskar Hjálmtýsson, Benni Hemm Hemm - Allt í lagi.
Á MÓTI SÓL - E?g verð að komast aftur heim.
Júlí Heiðar Halldórsson, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir - Fire.
CHUMBAWAMBA - Tubthumping.
KÖTT GRÁ PJE og NOLEM - Aheybaró.
Útrás - Leikfangið.
HERBERT GUÐMUNDSSON - Með stjörnunum.
CHIC - Good times.
Nýdönsk - Fullkomið farartæki.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Verkfall hófst í fimm framhaldsskólum og einum tónlistarskóla í morgun. Samband sveitarfélaga hafnaði innanhússtillögu ríkissáttamsejara að sátt. Við ræðum við hann í fréttatímanum.
Fimm flokka meirihluti tekur við í Reykjavík í dag. Skipting embætta er enn óráðin.
Veðurstofan hefur hækkað hættumat við Sundhúgsgígaröðina. Við heyrum í jarðeðlisfræðingi í fréttatímanum.
Andleg líðan úkraínskra barna hefur versnað frá innrás Rússa. Framkvæmdastjóri UNICEF segir stríðið valda ótta og þjáningu og raska daglegu lífi þeirra á alla vegu.
Öryrki hefur stefnt ríkinu, Reykjanesbæ og útgerðarfélagi vegna nauðungarsölu á húsi sem hann átti. Húsið var selt á þrjár milljónir á uppboði en svo auglýst til sölu á áttatíu og þrjár milljónir.
Afstaða Atlantshafsbandalagsins til Úkraínustríðsins hefur ekki breyst segir þingmaður Samfylkingarinnar, sem sótti þing NATO.
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta sem mætir Sviss í Zurich í kvöld.
Matthías Már og Ólafur Páll spila alla helstu smeillina og öll hin lögin líka
Hárrétt blanda til að koma hlustendum inn í helgina.
Uppselt á Norah Jones og Bryan Adams
Friðrik Dór nýtt lag - póstkort (Til hvers þá að segja satt)
Kalli Örvars - lag 2 af 12 frumflutt (póstkort)
The Jam - trommarinn látinn 69 ára
Mugison - sagan af fyrstu jólunum með kærustunni
Valdimar - Yfir borgina.
Una Torfadóttir - Dropi í hafi
Mumford and Sons - Rushmere
ABBA - Mamma mia
R+unar Júlíusson - Hamingjulagið
Bjarni Arason - Aðeins lengur
Toto - Georgy Porgy
MUSE - Uprising
Jónas Sig - Þyrnigerðið
Chappell Roan - Pink Pony Club
Peter Bjorn & John - Young Folks
Ágúst Þór Brynjarsson - Like You
Bob Dylan - I Want You
Caldwell, Bobby - What You Won't Do For Love
Nýdönsk - Raunheimar
Elín Hall - Barnahóstasaft
Kristó - Svarti byrðingurinn
Kate Bush - Wuthering Heights
The Beatles - Drive My Car
++++
Sálin hans Jóns Míns - Sól ég hef sögu að segja þér
jamiroquai - Space cowboy
The Stranglers - Walk on by
Dionne Warwick - Do you know the way to San Jose
Norah Jones - Sunrise
Bryan Adams - Rolling with the punches
Stevie Wonder - Master blaster Jammin'
Latínudeildin og Rebekka Blöndal - Svo til
Rolling Stones - Waiting on a friend
MUGISON SEGIR SÖGU
Mugison - Kossaflóð (Hallgrímskirkja í Saurbæ)
++++
Baggalútur - Grenjað á gresjunni
Dr. Hook - Sharing the night together
The Jam - Start
The Jam - In the city
Elton John & Brandi Carlile - Who believes in angels
FRIÐRIK DÓR PÓSTKORT - Til hvers þá að segja satt
Friðrik Dór og Bubbi - Til hvers þá að segja satt
Iggy Pop - James Bond
Beth Hart - Wanna be big bad Johnny Cash
Bee Gees - Night fever
KALLI ÖRVARS PÓSTKORT
Kalli Örvars - Farinn burt (lag 2 af 12 frumflutt)
U2 - Invisible
Stebbi Jak - Set me free
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við veltum okkur upp úr söngvakeppninni í dag, opnuðum fyrir símann og leyfðum hlustendum að spreyta sig á spurningum tengdum keppninni. Svo kom til okkar Ragna Björg Ársælsdóttir og spáði í spilin fyrir úrslitakvöldið á morgun. Ein sterkasta amma Íslands leit til okkar í útsendingu en hún heitir Dagmar Agnarsdóttir og sagði okkur örlítið af þessu ævintýri að keppa í því að lyfta þungum lóðum.

Fréttir

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Hér erum við öll Með Söngvakeppnina á heilanum. Við kryfjum hana til mergjar með hjálp nú- og fyrrverandi keppenda, alvöru Eurovision nörda og umsjónarmanns þáttarins, Júlíu Margrétar Einarsdóttur.

Fréttastofa RÚV.

Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.


PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.
Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.
Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.
Mál málanna er fyrsti Party Zone listi ársins, Party Zone listinn Topp 30 fyrir febrúar 2025. Sem fyrr fáum við helstu plötusnúða landins með okkur í lið og útkoman er funheitasta danstónlistin í dag. Það mun heyrast í listamönnum eins og Sasha, Hardfloor, Caribou, Moby, Girls of the Internet og meira að segja Julio Iglesias. Múmía kvöldsins er af PZ listanum fyrir 20 árum síðan.