Landinn

10. mars 2019

Landinn fer í sprengidagsveislu í félagsheimilinu Héðinsminni í Akrahreppi. Við hittum Veigu Grétarsdóttur sem rær á móti straumnum og við ræktum sveppi með Magnúsi Magnússyni. Við hittum Hjálmar Jóelsson, hreystimenni á Egilsstöðum og fræðumst um það hvers vegna Siglufjörður er eiginlega eini bærinn á Íslandi þar sem dúfur setja svip sinn á mannlífið.

Frumsýnt

10. mars 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Landinn

Landinn

Þáttur um lífið í landinu. Landinn ferðast um og hittir fólk sem fæst við margt áhugavert og skemmtilegt. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Þórgunnur Oddsdóttir, Edda Sif Pálsdóttir og Halla Ólafsdóttir. Dagskrárgerð: Karl Sigtryggsson, Magnús Atli Magnússon, Gunnlaugur Starri Gylfason og Jóhannes Jónsson.

Þættir

,