14:30
Svepparíkið
Fjölbreytileikinn
Svepparíkið

Heimildarþáttaröð þar sem sveppir á Íslandi eru skoðaðir frá sjónarhorni vísinda, menningar, fagurfræði og sjálfbærni. Dagskrárgerð: Anna Þóra Steinþórsdóttir. Umsjón: Erna Kanema Mashinkila.

Fjallað er um lífríki sveppa og þann ótrúlega fjölbreytileika sem þar býr. Rætt er m.a. við Guðríði Gyðu Eyjólfsdóttur doktor í sveppafræðum, Heimi Janusarson garðstjóra í Hólavallagarði og Sindra Má Sigfússon tónlistarmann sem nýtir sér sveppi við tónsmíðar.

Er aðgengilegt til 16. ágúst 2026.
Lengd: 25 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,