Bein útsending frá spurningakeppni sveitarfélaga. Umsjónarmenn eru Sigmar Guðmundsson og Þóra Arnórsdóttir. Spurningahöfundur og dómair: Stefán Pálsson. Stjórn útsendingar: Helgi Jóhannesson.
Í þessum þætti mætast lið Grindavíkur og Hafnarfjarðar. Umsjónarmaður er Sigmar Guðmundsson sem er einnig spyrill og gestaspyrill í þessum þætti er Brynja Þorgeirsdóttir.
Lið Grindavíkur skipa Siggeir F. Ævarsson sagnfræðingur og upplýsinga- og skjalafulltrúi hjá Grindavíkurbæ, Ragnheiður Eyjólfsdóttir verkefnastjóri hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Sigurður Jónsson verkstjóri hjá Vísi í Grindavík.
Lið Hafnarfjarðar skipa Kristbjörn Gunnarsson tölvunarfræðingur og ráðgjafi hjá MS lausnum, karl Guðmundsson ráðgjafi í vöruþróun og Guðlaug Kristjánsdóttir sjúkraþjálfari, formaður BHM og bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Þáttaröð um leikið efni í Sjónvarpinu. Sýnd eru brot úr leikritum og listamenn sem tengjast verkunum segja frá. Dagskrárgerð: Hallmar Sigurðsson og Rúnar Gunnarsson.
Í þessum þætti er sýnt úr verkunum Bleikar slaufur, Flugþrá, Matreiðslunámskeiðið og Í Skálholti. Sögumenn eru Friðrik Þór Friðriksson, Guðrún Ásmundsdóttir, Sigurður Pálsson, Sunna Borg og Sveinn Einarsson.

Heimildarþáttaröð um samtímamyndlist á Íslandi. Tólf listamenn veita innsýn í sköpunarferli sitt, allt frá innblæstri til útfærslu. Hver eru viðfangsefnin, aðferðirnar og tilgangurinn? Dagskrárgerð: Gaukur Úlfarsson, Margrét Weisshappel og Ragnhildur Weisshappel.
Heimildarþáttaröð um samtímamyndlist á Íslandi. Hekla Dögg Jónsdóttir myndar sólarupprásina og svo er farið á vinnustofuna hennar. Páll Haukur Björnsson setur saman verk fyrir sýninguna „Millenials“ í Gerðarsafni. Dagskrárgerð: Gaukur Úlfarsson, Margrét Weisshappel og Ragnhildur Weisshappel.


Teiknimyndaþættir fyrir börn byggðir á samnefndri breskri barnabók frá árinu 1994 eftir Sam McBratney, með myndskreytingum eftir Anitu Jeram. Bókin hefur verið gefin út á yfir 53 tungumálum og selst í yfir 28 milljónum eintaka.
Litla Ló býr með Kisu, bróður sínum Húgó, foreldrum sínum - og líka álfinum Búa sem býr í holu í veggnum. Búi er algjör töframaður og á hverjum degi býður hann Litlu Ló og Kisu í nýtt ævintýri úti í náttúrunni.

Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.

Helstu fréttir settar fram á einfaldan og aðgengilegan hátt. Umsjón: Ari Páll Karlsson, Embla Bachmann, Gunnar Hrafn Kristjánsson og Kolbrún María Másdóttir. Handrit og ritstjórn: Ari Páll Karlsson.
Þáttur um mannlífið í landinu. Landinn leitar uppi skemmtilegt fólk í bæjum og sveitum og skoðar áhugaverða staði landshorna á milli. Ritstjóri er Gísli Einarsson. Aðrir umsjónarmenn: Edda Sif Pálsdóttir, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Amanda Guðrún Bjarnadóttir og Andri Freyr Viðarsson. Dagskrárgerð: Jóhannes Jónsson, Elvar Örn Egilsson, Hjalti Stefánsson, Benedikt Nikulás Anes Ketilsson og Björgvin Kolbeinsson.
Í Landanum í kvöld fáum við að vera fluga á vegg þegar kona lætur húðflúra á sig geirvörtur eftir brjóstnám, við förum í RB rúm í Hafnarfirði þar sem nýir eigendur voru að taka við, í hnallþóruveislu í Ögri og pönkum yfir okkur á Akranesi með hljómsveitinni Gaddavír.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.

Íþróttafréttir.

Veðurfréttir.

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Guðrún Sóley Gestsdóttir, Óðinn Svan Óðinsson, Urður Örlygsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Valgeir Örn Ragnarsson og Bergsteinn Sigurðsson fá til sín gesti til að kryfja með sér atburði liðinnar viku og pólitískt landslag hverju sinni.
Við ræðum við Vladirmir Kara-Murza, sem er rússneskur stjórnarandstæðingur. Hann hefur lifað af tvær eitranir og fékk 25 ára fangelsisdóm í öryggisfangelsi í Síberíu fyrir að gagnrýna innrás Rússa í Úkraínu. Hann fékk frelsi í fangaskiptum í fyrra.
Þá eru margar spurningar um framhaldið þegar vopnahlé er komið á, á Gaza. Til að ræða það mál koma Hallgrímur Indriðason fréttamaður, Margrét Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur og Birna Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Unicef.
Þýsk leikin þáttaröð um líf og starf ljósmæðranna Nalan, Önnu og Gretu sem takast á við óvæntar aðstæður á hverjum degi. Aðalhlutverk: Mariam Hage, Anna Schudt og Lydia Lehmann. Þættirnir eru ekki við hæfi barna yngri en 12 ára.

Norsk heimildarmynd frá 2023 þar sem norska leikstjóranum og leikaranum Stein Winge og dóttur hans, Victoriu, er fylgt eftir í kjölfar fráfalls eiginkonu Steins og móður Victoriu, Kari Onstad. Feðginin reyna að styðja hvort annað í gegnum sorgina og fóta sig í nýjum veruleika. Leikstjóri: Terje Lind Bjørsvik.

Bresk heimildarmynd frá 2023. Árið 2002 skipulagði ofurstjarnan DJ Fatboy Slim strandpartí í heimabæ sínum, Brighton, og bauð fólki að mæta endurgjaldslaust. Gert var ráð fyrir 40.000 gestum en á endanum mættu 250.000 manns. Fólkið sem var á staðnum rifjar upp þetta síðasta ravepartí sinnar tegundar sem átti eftir að breyta danstónlist að eilífu. Leikstjóri: Jak Hutchcraft.

Helstu fréttir dagsins af innlendum og erlendum vettvangi. Alla daga, árið um kring.