
Loksins eftirhermur með Sóla Hólm
Upptaka frá uppistandi Sóla Hólm í Bæjarbíói í nóvember 2022. Sóli er með vinsælustu grínurum og eftirhermum landsins. Hér gerir hann stólpagrín og bregður sér í ýmissa einstaklinga líki við ósvikna kátínu viðstaddra.