10:25
Útúrdúr
Hljóðfæri guðs?
Útúrdúr

Þættir frá 2011 þar sem fjallað er um klassíska- og samtímatónlist í víðum skilningi og leitast við að kynna hana á skemmtilegan, aðgengilegan og fjölbreyttan hátt. Tónlistarfólk kemur saman í stúdíói, spjallar um tónverk og leikur þau líka. Þá er rætt við sérfræðinga og áhugamenn úr ýmsum áttum. Umsjónarmenn eru Víkingur Heiðar Ólafsson og Halla Oddný Magnúsdóttir. Dagskrárgerð: Helgi Jóhannesson og Viðar Víkingsson.

Í fjórða þætti Útúrdúrs fjöllum við um ljóðasöng og söngröddina í víðara samhengi. Þrír frábærir söngvarar ræða um ljóðasöng frá ýmsum hliðum og syngja lög eftir Hugo Wolf, Claude Debussy og Robert Schumann: Kristinn Sigmundsson bassi, Herdís Anna Jónasdóttir sópran og Gunnar Guðbjörnsson tenór.

Er aðgengilegt til 14. nóvember 2025.
Lengd: 43 mín.
e
Endursýnt.
Dagskrárliðurinn er textaður.
,