22:03
Plata vikunnar
Of Monsters and Men - All is Love and Pain in the Mouse Parade
Plata vikunnar

Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.

Plata vikunnar að þessu sinni er nýja breiðskífan frá Of Monsters and Men, sem ber titilinn All Is Love and Pain in the Mouse Parade.

Platan kemur út í október 2025 og er fyrsta breiðskífa sveitarinnar síðan Fever Dream (2019). Við setjumst niður og ræðum aðeins ferilinn, en auðvitað plötuna sjálfa og veltum fyrir okkur af hverju það séu sífellt færri hljómsveitir sem við sjáum og heyrum í. Ásamt því að hlusta á kynningar fyrir lögin á plötunni eins og alltaf.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 48 mín.
e
Endurflutt.
,