10:15
Stakkaskipti (2 af 6)
2. þáttur Er skólakerfið á villigötum?
Stakkaskipti

Líf ungmenna tekur stakkaskiptum þegar þau fara úr vernduðu umhverfi grunnskólans og byrja í framhaldsskóla. Kennarar standa líka á tímamótum því örar tækninýjungar hafa áhrif á starf þeirra. Auk þess vantar fagfólk til starfa og námsefni fyrir nemendur með ólíkan bakgrunn, til að standa við fyrirheit í menntastefnu stjórnvalda.

Í Stakkaskiptum er fjallað um allt sem viðkemur framhaldsskólanum, skólastigi sem hefur tekið miklum stakkaskiptum á stuttum tíma og er stundum kallað týnda skólastigið.

Dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir

Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir

Vegna þess hversu opin aðalnámskrá framhaldsskóla er þá er framhaldsskólum nánast í sjálfsvald sett hvaða hvaða námsefni er kennt og hvaða hæfni nemendur þurfa að sýna til þess að ljúka námi. Engu að síður kemur fram í námskránni að í kjarnagreinum skuli námsmat í lokaáföngum til stúdentsprófs taka mið af viðmiðunarprófum sem ráðherra lætur í té eða viðurkennir. Þessu ákvæði er ekki framfylgt. Viðmælendur í öðrum þætti eru: Anna Helga Jónsdóttir, Atli Harðarson, Árni Ólason, Eyrún Arnardóttir, Guðbjörg Rut Þórisdóttir og Magnús Þorkelsson.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 42 mín.
,