Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Steiney setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi hverju sinni og velur taktvissa tónlist við hæfi.
Erfiðasta vika ársins er yfirstaðin, þ.e. skólarnir eru byrjaðir og við neyðumst til að koma okkur í rútínu. Frosti Örn Gnarr frá íslenska skipulagsappinu Heima mætti í stúdíóið og sagði frá því hvernig appið hjálpar til við skipulag heimilisins og platar í raun börn til að vilja gera heimilisverk.
Frásagnartónleikar um Amy Winehouse eru á dagskrá Bæjarbíós á miðvikudaginn. Það er leik og söngkonan Gunella Hólmarsdóttir sem stendur að baki tónleikunum þar sem einnig er farið yfir stormasamt lífshlaup Amy Winehouse.
Jazzhátíð í Reykjavík er í fullum gangi en þau Rebekka Blöndal og Andrés Þór Gunnlaugsson kíktu í stúdíóið. Þau sögðu okkur frá hátíðinni og fluttu lag eftir Billie Holiday.
Akureyrarvaka er um helgina og var Þorvaldur Bjarni á línunni. Hann var í þann mund að stíga á svið í jakkafötunum til að kynna menningarárið sem framundan er. Hann mun svo rífa sig úr jakkafötunum og klæða sig í rokkgallann til að stíga á svið með Todmobile í kvöld í Gilinu.
Daði Freyr var gestastjórnandi síðasta klukkutíma þáttarins. Þau Steiney ræddu meðal annars Fruity loops, Eurovision, körfubolta og rútur.
Tónlist
ELVAR - Miklu Betri Einn
ROLE MODEL - Sally, When The Wine Runs Out
PRINS PÓLÓ - Hakk Og Spaghettí
JONAS BROTHERS - Sucker
Á MÓTI SÓL - Okkur Liður Samt Vel
MARK RONSON, AMY WINEHOUSE - Valerie
AMY WINEHOUSE - You Know I'm No Good
JOHNNY NASH - I Can See Clearly Now
ANNA RICHTER - Allt Varð Svo Hljótt
THE LOVIN' SPOONFUL - Summer In The City
ALICIA KEYS - Try Sleeping With A Broken Heart
THE HOUSEMARTINS - Happy Hour
LAUFEY - Silver Lining
OF MONSTERS AND MEN - Wild Roses
GILDRAN - Staðfastur Stúdent
UNA TORFADÓTTIR - Fyrrverandi
ZACH BRYAN - Streets Of London
STUÐLABANDIÐ - Við Eldana
REBEKKA BLÖNDAL - Lítið Ljóð
THE BLACK KEYS - No Rain, No Flowers
DOECHII - Anxiety
PAUL MCCARTNEY - Hope Of Deliverance
TODMOBILE - Brúðkaupslagið
TODMOBILE - Ég Heyri Raddir
DAÐI FREYR PÉTURSSON - Me And You
DAÐI FREYR PÉTURSSON - Hvað Með Það?
FRIÐRIK DÓR JÓNSSON, MOSES HIGHTOWER - Bekkjarmót og Jarðarfarir
HUNTRX - Golden
DAÐI FREYR PÉTURSSON - Whole Again
MONTAIGNE - Don't Break Me
BLUSHER - Racer
ELÍN HALL - Wolf Boy
EVERYTHING EVERYTHING - Teletype
DAÐI FREYR PÉTURSSON - I Don't Wanna Talk