12:40
Heimskviður
Sumarheimskviður - Bjargvættir
Heimskviður

Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.

Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.

Við fjöllum um bjargvætti í Sumarheimskviðum í dag en þetta er síðasti þáttur sumarsins. Í næstu viku hefjast Heimskviður að nýju. Og í síðasta þættinum ætlum við að fjalla um þá sem gera sitt besta til að gagnast góðum málefnum, það er annars vegar að bjarga flækingshundum í Taílandi og hins vegar írska tungumálinu.

Hip-hop tríóið Kneekap frá Norður-Írlandi rappar bara á írsku og helsta markmiðið er að gera írskuna aðgengilegri fyrir ungt fólk. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir fjallaði um Kneekap í lok mars, og hvað gerir sveitina og írska tungumálið svona sérstakt.

Svo fjallar Ólöf Ragnarsdóttir um írskan athafnamann sem ákvað að helga líf sitt því að bjarga flækingshundum í Taílandi? Og af hverju hefur starf hans vakið athygli víða um heim?

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 40 mín.
,