12:20
Hádegisfréttir
Hádegisfréttir 6. júlí 2025
Hádegisfréttir

Útvarpsfréttir.

Yfir fimmtíu hafa fundist látin eftir mikil skyndiflóð í Texas í Bandaríkjunum. Enn er leitað að hátt í þrjátíu stúlkum sem voru í sumarbúðum á flóðasvæðinu.

Dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa undirritað viljayfirlýsingu um fjárframlag til uppbyggingar nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði. Nágrannar Fossvogskirkjugarðs hafa kvartað sáran undan mengun frá líkbrennslunni þar.

Íbúar við framkvæmdasvæði Hvammsvirkjunar á Suðurlandi kvarta undan hávaða og sprengingum. Hús hristast og hestar fælast þegar höggbylgjur ganga yfir bæi og tún.

Sólarorka á að sjá Flatey á Breiðafirði fyrir rafmagni yfir sumarið þegar mest er af fólki í eynni. Orkubú Vestfjarða hyggst reisa þar nýja orkustöð sem tvinnar saman olíubrennslu og sólarorku.

Þriggja er enn leitað í tengslum við stunguárás í miðbæ Reykjavíkur í gær. Sá sem varð fyrir árásinni er á batavegi.

Ísland mætir heimakonum í Sviss í kvöld í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í fótbolta. Uppselt er á 30 þúsund manna völlinn í Bern. Enn sem komið er er búist við þátttöku fyrirliðans Glódísar Perlu Viggósdóttur.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,