Tónlistin í þættinum:
London Symphony Orchestra leikur Flying theme eftir John Williams úr kvikmyndinni E.T. the Extra-Terrestrial undir stjórn tónskáldsins.
Bamberger Symphoniker undir stjórn Jakobs Hrůša leika „Blumine“, sinfónískan þátt eftir Gustav Mahler.
Tríó Reykjavíkur (Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu, Gunnar Kvaran á selló og Peter Máté á píanó), leika fyrsta þátt, Lento maestoso — Allegro quasi doppio movimento úr Píanótríói nr. 4 op. 90, „Dumky“ eftir Antonín Dvořák.
Magdalena Kožená syngur þrjú lög úr lagaflokknum Þjóðlög frá Mæri eftir Leoš Janáček, Malcolm Martineau leikur með á píanó. Lögin eru Lavecka, litli bekkurinn, Jabúcko, litla epplið, og Muzikanti, tónlistarmennirnir.
Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur Íslenska söngdansa í raddsetningu Jóns Ásgeirssonar. Jónas Ingimundarson leikur með á píanó. Söngdansarnir eru sex: Þjóðlögin Hér er kominn Hoffinn og Einum unni ég manninum, Ég sá hjörtinn renna eftir Jón Ásgeirsson, þjóðlagið Kristín talar við móður sín, og lögin Ungar vilja eikur spjalda og Margt er sér til gamans gert eftir Jón Ásgeirsson.
Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari leikur ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands Kólumbínu, divertimento fyrir flautu og strengjasveit eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Petri Sakari stjórnar.
Sean Shibe leikur Prelúdíu úr La catedral eftir Agustín Barrios Mangore.