10:15
Aftur til Egyptalands
1. þáttur
Aftur til Egyptalands

Í október 2024 leggja fjórar vinkonur í ferðalag til Egyptalands. Ein þeirra, Heba Shahin, á egypskan föður og íslenska móður. Árið 2001 átti sér stað atvik sem átti eftir að hafa djúpstæð áhrif á Hebu og hennar líf. En komið var að tímamótum, nú var hún staðráðin í að fara aftur til Egyptalands og koma á nýrri tengingu við hitt heimaland sitt.

Af hverju hefur Heba ekki heimsótt Egyptaland í 23 ár? Hvað gerðist og hvernig tekur föðurfjölskyldan á móti henni? Hvernig gerir hún upp fortíðina og tekst á við framtíðina?

Umsjón og dagskrárgerð: Marta Goðadóttir

Framleiðsla og samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir

Hvernig kemur það til að fjórar vinkonur fara saman til Egyptalands og hvers vegna hefur ein þeirra, ekki komið til, hins heimalands síns, Egyptalands í 23 ár?

Viðmælendur: Heba Antar Shahin, Dagbjört Ylfa Geirsdóttir og Guðrún Harðardóttir.

Tónlist: Pascal Pinon, Umm Kulthum og Dustin O´Halloran

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 41 mín.
,