20:45
Í boði náttúrunnar
Villijurtir
Í boði náttúrunnar

Þátturinn Í boði náttúrunnar hefur nú göngu sína annað sumarið í röð, en í fyrra byrjuðu þau hjónakorn, Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason að rækta sitt eigið lífræna grænmeti. Þau höfðu þá enga reynslu, né hugmynd um hvernig þau ættu að koma slíku verki í framkvæmd. En til að afla sér þekkingar fóru þau á stúfana og hittu sérfræðinga og vana leikmenn á því sviði og fengu ráðleggingar og hugmyndir sem skiluðu þeim ágætis uppskeru í lok sumars. Nú þegar þau hafa tekið sín fyrstu skref í matjurtaræktinni halda þau ótrauð áfram, full metnaðar og ætla að afla sér enn frekari reynslu og þekkingar á matjurtaræktinni og frekari sjálfbærni.

Í Boði náttúrunnar fjallar um ferðalag þeirra hjóna og verður hlustendum vonandi hvatning til að rækta sitt eigið grænmeti eða innblástur til enn frekari afreka í garðinum. (Áður á dagskrá 2010)

Í þessum þætti munu Jón og Guðbjörg taka fyrir villijurtir og kanna ýmsar áhugaverðar leiðir til að nýta þær, en sífellt fleiri íslendingar eru farnir að gefa þessum fjölbreyttu, kraftmiklu og næringaríku jurtum þá athygli sem þær eiga skilið. Þáttastjórnendur munu heimsækja foreldra og börn í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum sem nýta villijurtir til fjáröflunar fyrir skólann. Þau týna villijurtir og vinna síðan úr þeim áhugaverðar vörur sem eru seldar á jólamarkaði skólans ár hvert. Rætt verður við Gitte Lassen og Ragnheiði Ólafsdóttur en þær eiga bæði börn í skólanum. Eins verður rætt við Önnu Viktorsdóttur nemanda skólans. Síðan fer Guðbjörg í heimsókn upp í sumarbústaðinn hennar Sóleyjar Elíasdóttur, leikkonu og snyrtivöru framleiðanda en villijurtir eru uppistaðan í vörunum hennar: Soley Organics. Þar verður skemmtilegt spjalla um villijuritr tekið í heita pottinum og farið í jurtatýnsluferð.

Ekki leyfi fyrir netáhorf eftir útsendingu.
Lengd: 51 mín.
e
Endurflutt.
,