Eyðibýlið er viðtals og tónlistarþáttur þar sem viðmælandi er settur í þá stöðu að verða að dvelja í eina viku í einangrun á eyðibýli. Þar hefur hann allt til alls nema fjölmiðla og fjarskiptatæki. Til að stytta honum stundir fær hann að velja nokkur lög til að hlusta á, eina bók til að lesa og svo eitt þarfaþing sem hann má hafa með sér. Í þættinum gerir viðmælandinn grein fyrir vali sínu og svo því helsta sem hann myndi taka sér fyrir hendur í þessar einnar viku einveru.
Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari. Umsjón: Héðinn Halldórsson.
Söguþræðir í óperum þykja stundum reyfaralegir, en samt eru margar óperur byggðar á raunverulegum atburðum eða á lífi fólks sem var til í raun og veru. Hvað er langt á milli óperunnar og raunveruleikans? Í þáttaröðinni „Óperan í daglega lífinu“ verða skoðaðar nokkrar óperur sem tengjast raunverulegum atburðum eða mönnum. Flutt verða atriði úr óperunum og söguþráður hennar borinn saman við raunveruleikann sem þær byggjast á. Umsjón með þáttunum hefur Una Margrét Jónsdóttir.
Í þessari þáttaröð verða skoðaðar nokkrar óperur sem tengjast raunverulegum atburðum eða mönnum. Flutt verða atriði úr óperunum og söguþráður þeirra borinn saman við raunveruleikann sem þær byggjast á. Óperan „La traviata“ var byggð á skáldsögunni „Kamelíufrúin“ eftir Alexandre Dumas yngri, en skáldsagan var að nokkru leyti byggð á ævi Marie Duplessis, sem hafði verið ástkona Dumas og dó ung úr berklum. Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.
Í október 2024 leggja fjórar vinkonur í ferðalag til Egyptalands. Ein þeirra, Heba Shahin, á egypskan föður og íslenska móður. Árið 2001 átti sér stað atvik sem átti eftir að hafa djúpstæð áhrif á Hebu og hennar líf. En komið var að tímamótum, nú var hún staðráðin í að fara aftur til Egyptalands og koma á nýrri tengingu við hitt heimaland sitt.
Af hverju hefur Heba ekki heimsótt Egyptaland í 23 ár? Hvað gerðist og hvernig tekur föðurfjölskyldan á móti henni? Hvernig gerir hún upp fortíðina og tekst á við framtíðina?
Umsjón og dagskrárgerð: Marta Goðadóttir
Framleiðsla og samsetning: Þorgerður E. Sigurðardóttir
Hvernig kemur það til að fjórar vinkonur fara saman til Egyptalands og hvers vegna hefur ein þeirra, ekki komið til, hins heimalands síns, Egyptalands í 23 ár?
Viðmælendur: Heba Antar Shahin, Dagbjört Ylfa Geirsdóttir og Guðrún Harðardóttir.
Tónlist: Pascal Pinon, Umm Kulthum og Dustin O´Halloran
Guðsþjónusta.
Sumarmessa
Séra Matthildur Bjarnadóttir þjónar fyrir altari og predikar.
Organisti er Jóhann Baldvinsson sem jafnframt stjórnar Kór Vídalínskirkju.
Guðrún Þórarinsdóttir leikur á víólu.
TÓNLIST:
Forspil: Largo úr Sónötu nr. 6 í G-dúr eftir B. Marcello (1686-1739).
Fyrir predikun:
229 Opnið kirkjur allar. T: Gylfi Gröndal – L: Trond H. F. Kverno.
265 Þig lofar, faðir, líf og önd. T: Sigurbjörn Einarsson – Lag frá 10. öld.
695 Gæskan er öflugri en illskan. T: Desmond Tutu/Arinbjörn Vilhjálmsson – L: John L. Bell.
Sælir eru þeir sem heyra Guðs orð. T: Úr Lúkasarguðspjalli – L: Björgvin Guðmundsson.
Eftir predikun:
467a Smávinir fagrir. T: Jónas Hallgrímsson – L. Atli Heimir Sveinsson..
Vér lyftum hug í hæðir. T: Böðvar Guðmundsson – L: J.S. Bach.
Eftirspil: Sálmur nr. 770: Ó, blessuð vertu sumarsól. T: Páll Ólafsson – L: Ingi T. Lárusson.
Útvarpsfréttir.
Yfir fimmtíu hafa fundist látin eftir mikil skyndiflóð í Texas í Bandaríkjunum. Enn er leitað að hátt í þrjátíu stúlkum sem voru í sumarbúðum á flóðasvæðinu.
Dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa undirritað viljayfirlýsingu um fjárframlag til uppbyggingar nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði. Nágrannar Fossvogskirkjugarðs hafa kvartað sáran undan mengun frá líkbrennslunni þar.
Íbúar við framkvæmdasvæði Hvammsvirkjunar á Suðurlandi kvarta undan hávaða og sprengingum. Hús hristast og hestar fælast þegar höggbylgjur ganga yfir bæi og tún.
Sólarorka á að sjá Flatey á Breiðafirði fyrir rafmagni yfir sumarið þegar mest er af fólki í eynni. Orkubú Vestfjarða hyggst reisa þar nýja orkustöð sem tvinnar saman olíubrennslu og sólarorku.
Þriggja er enn leitað í tengslum við stunguárás í miðbæ Reykjavíkur í gær. Sá sem varð fyrir árásinni er á batavegi.
Ísland mætir heimakonum í Sviss í kvöld í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í fótbolta. Uppselt er á 30 þúsund manna völlinn í Bern. Enn sem komið er er búist við þátttöku fyrirliðans Glódísar Perlu Viggósdóttur.
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Hver eru umhverfisáhrif gervigreindar og hvers vegna breyta sum lönd um nafn? Við rifjum upp tvær áhugaverðar fréttir vetrarins í þættinum í dag.

Þátturinn Í boði náttúrunnar hefur nú göngu sína annað sumarið í röð, en í fyrra byrjuðu þau hjónakorn, Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason að rækta sitt eigið lífræna grænmeti. Þau höfðu þá enga reynslu, né hugmynd um hvernig þau ættu að koma slíku verki í framkvæmd. En til að afla sér þekkingar fóru þau á stúfana og hittu sérfræðinga og vana leikmenn á því sviði og fengu ráðleggingar og hugmyndir sem skiluðu þeim ágætis uppskeru í lok sumars. Nú þegar þau hafa tekið sín fyrstu skref í matjurtaræktinni halda þau ótrauð áfram, full metnaðar og ætla að afla sér enn frekari reynslu og þekkingar á matjurtaræktinni og frekari sjálfbærni.
Í Boði náttúrunnar fjallar um ferðalag þeirra hjóna og verður hlustendum vonandi hvatning til að rækta sitt eigið grænmeti eða innblástur til enn frekari afreka í garðinum. (Áður á dagskrá 2010)
Í þessum þætti munu Jón og Guðbjörg taka fyrir villijurtir og kanna ýmsar áhugaverðar leiðir til að nýta þær, en sífellt fleiri íslendingar eru farnir að gefa þessum fjölbreyttu, kraftmiklu og næringaríku jurtum þá athygli sem þær eiga skilið. Þáttastjórnendur munu heimsækja foreldra og börn í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum sem nýta villijurtir til fjáröflunar fyrir skólann. Þau týna villijurtir og vinna síðan úr þeim áhugaverðar vörur sem eru seldar á jólamarkaði skólans ár hvert. Rætt verður við Gitte Lassen og Ragnheiði Ólafsdóttur en þær eiga bæði börn í skólanum. Eins verður rætt við Önnu Viktorsdóttur nemanda skólans. Síðan fer Guðbjörg í heimsókn upp í sumarbústaðinn hennar Sóleyjar Elíasdóttur, leikkonu og snyrtivöru framleiðanda en villijurtir eru uppistaðan í vörunum hennar: Soley Organics. Þar verður skemmtilegt spjalla um villijuritr tekið í heita pottinum og farið í jurtatýnsluferð.

Örnólfur Árnason gerði þessa þætti árið 2002

Tónlist úr ýmsum áttum. Nýjar hljóðritanir Rásar 1 í bland við nýjar plötur íslenskrar og erlendrar tónlistar.
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Þáttur um íslensku og önnur mál. Umsjón: Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Kristján Friðbjörn Sigurðsson.
Orð af orði, þáttur um íslensku og önnur mál.
Fjallað er um elfdælsku, sem um 2500 manns tala í Dölunum í Svíþjóð, og hið útdauða tungumál norn, sem talað var á Hjaltlandseyjum, Orkneyjum og Katanesi í skosku Hálöndunum. Skoðuð er beyging, merking og þróun orðsins elfur og annarra íslenskra orða.
Umsjón: Bjarni Benedikt Björnsson og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.

Þátturinn Í boði náttúrunnar hefur nú göngu sína annað sumarið í röð, en í fyrra byrjuðu þau hjónakorn, Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason að rækta sitt eigið lífræna grænmeti. Þau höfðu þá enga reynslu, né hugmynd um hvernig þau ættu að koma slíku verki í framkvæmd. En til að afla sér þekkingar fóru þau á stúfana og hittu sérfræðinga og vana leikmenn á því sviði og fengu ráðleggingar og hugmyndir sem skiluðu þeim ágætis uppskeru í lok sumars. Nú þegar þau hafa tekið sín fyrstu skref í matjurtaræktinni halda þau ótrauð áfram, full metnaðar og ætla að afla sér enn frekari reynslu og þekkingar á matjurtaræktinni og frekari sjálfbærni.
Í Boði náttúrunnar fjallar um ferðalag þeirra hjóna og verður hlustendum vonandi hvatning til að rækta sitt eigið grænmeti eða innblástur til enn frekari afreka í garðinum. (Áður á dagskrá 2010)
Í þessum þætti munu Jón og Guðbjörg taka fyrir villijurtir og kanna ýmsar áhugaverðar leiðir til að nýta þær, en sífellt fleiri íslendingar eru farnir að gefa þessum fjölbreyttu, kraftmiklu og næringaríku jurtum þá athygli sem þær eiga skilið. Þáttastjórnendur munu heimsækja foreldra og börn í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum sem nýta villijurtir til fjáröflunar fyrir skólann. Þau týna villijurtir og vinna síðan úr þeim áhugaverðar vörur sem eru seldar á jólamarkaði skólans ár hvert. Rætt verður við Gitte Lassen og Ragnheiði Ólafsdóttur en þær eiga bæði börn í skólanum. Eins verður rætt við Önnu Viktorsdóttur nemanda skólans. Síðan fer Guðbjörg í heimsókn upp í sumarbústaðinn hennar Sóleyjar Elíasdóttur, leikkonu og snyrtivöru framleiðanda en villijurtir eru uppistaðan í vörunum hennar: Soley Organics. Þar verður skemmtilegt spjalla um villijuritr tekið í heita pottinum og farið í jurtatýnsluferð.
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Ritverk höfundarins J.R.R. Tolkien eru ein merkustu ritverk síðustu aldar. Skáldsögur hans, Hringadróttinssaga og Hobbitinn, lögðu grunninn að því sem við í dag köllum fantasíuskáldskap, hvort sem litið er til bókmennta, kvikmynda, eða tölvuleikja. Tolkien hefur því gjarnan verið kallaður faðir fantasíunnar. Það sem er hins vegar merkilegt fyrir okkur Íslendinga að hugsa til þess að þessi heimsþekkti rithöfundur hafi getað lesið og talað íslensku. Tolkien var nefnilega mikill fræðimaður, og lagði mikla áherslu á menningararf okkar Íslendinga í störfum sínum. Í þessum þætti verður litið á undraheim Tolkien, og þau áhrif sem Ísland hafði á sköpun hans.
Viðmælandi: Ármann Jakobsson
Umsjón: Stefán Eðvarð Eyjólfsson

Veðurfregnir kl. 22:05.
Sígild og samtímatónlist frá ýmsum tímum. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlistin í þættinum:
London Symphony Orchestra leikur Flying theme eftir John Williams úr kvikmyndinni E.T. the Extra-Terrestrial undir stjórn tónskáldsins.
Bamberger Symphoniker undir stjórn Jakobs Hrůša leika „Blumine“, sinfónískan þátt eftir Gustav Mahler.
Tríó Reykjavíkur (Guðný Guðmundsdóttir á fiðlu, Gunnar Kvaran á selló og Peter Máté á píanó), leika fyrsta þátt, Lento maestoso — Allegro quasi doppio movimento úr Píanótríói nr. 4 op. 90, „Dumky“ eftir Antonín Dvořák.
Magdalena Kožená syngur þrjú lög úr lagaflokknum Þjóðlög frá Mæri eftir Leoš Janáček, Malcolm Martineau leikur með á píanó. Lögin eru Lavecka, litli bekkurinn, Jabúcko, litla epplið, og Muzikanti, tónlistarmennirnir.
Skólakór Kársness syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur Íslenska söngdansa í raddsetningu Jóns Ásgeirssonar. Jónas Ingimundarson leikur með á píanó. Söngdansarnir eru sex: Þjóðlögin Hér er kominn Hoffinn og Einum unni ég manninum, Ég sá hjörtinn renna eftir Jón Ásgeirsson, þjóðlagið Kristín talar við móður sín, og lögin Ungar vilja eikur spjalda og Margt er sér til gamans gert eftir Jón Ásgeirsson.
Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari leikur ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands Kólumbínu, divertimento fyrir flautu og strengjasveit eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Petri Sakari stjórnar.
Sean Shibe leikur Prelúdíu úr La catedral eftir Agustín Barrios Mangore.

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Hendrik Ottósson var blaðamaður og fréttamaður við útvarpið, hann skrifaði frægar barnabækur um líf barna og unglinga í Reykjavík um og laust upp úr aldamótunum 1900 og hann var líka skeleggur pólitískur baráttumaður á vinstri vængnum. Hann skrifaði bráðskemmtilegar æviminningar sem hann nefndi frá Hlíðarhúsum og hér segir af bernskunni í Reykjavík.

Útvarpsfréttir.
Umsjón: Atli Már Steinarsson.
Í þessum þætti opnast stríðið enn frekar. Eyðimerkurstríðið markar þáttaskil, ekki bara fyrir Evrópu heldur líka fyrir þátttöku Bandaríkjamanna, sem nú fara að láta til sín taka í auknum mæli. Við kíkjum á herforingja eins og Marshall og Andrews, sá síðarnefndi lést reyndar í flugslysi á Íslandi, þegar flugvélin Hot Stuff fórst við Fagradalsfjall eins og kemur fram í þættinum.
Áður en við förum til ársins 1944 stoppum við aðeins í Asíu og ræðum heimsmynd Japana. Hvernig þeir sáu sjálfa sig, völd sín og réttinn til útþenslu. Það er oft talað lítið um Japan og Kína í samhengi við seinni heimsstyrjöldina, en þar voru átök og grimmd sem eru engu síðri en það sem gerðist í Evrópu.
Að lokum undirbúum við okkur fyrir tvær stærstu hernaðaraðgerðir stríðsins: D-dag á vesturvígstöðvunum og Bagration-aðgerð Sovétmanna í austri. Við ræðum líka hvernig kafbátar ógnuðu siglingum á Atlantshafi og gerðu verslun og birgðaflutninga að hættuspili.
Umsjón: Atli Már Steinarsson
Viðmælandi: Gísli Jökull Gíslason

Útvarpsfréttir.
Freyr Eyjólfsson mætir með kaffibollann sinn og grúskar í allskonar tónlist frá ýmsum tímum.
Maggi Kjartans á afmæli og það er bongóblíða og ást í loftinu. Við heyrum lög eftir Magga og svo er dustað rykið af gömlum vínylplötum. Við líðum niður Laugaveginn eins og kafbátar og byrjum að syngja: Þetta er algjör bongóblíða, og básúnur og trommur hljóma þrumuvel í dag!
Jón Ólafsson - Afstæðiskenning Ástarinnar.
STRAX - Niður Laugaveg.
Supergrass - Coffee in the pot.
OASIS - Let There Be Love.
Trúbrot - My friend and I.
Trúbrot - In the country.
Hljómsveit Magnúsar Kjartanssonar - Sólarsamba.
JÚDAS - Breakdown (vínilripp).
Brunaliðið - Kæra vina.
Brunaliðið, Sigrún Hjálmtýsdóttir - Einskonar ást.
GRAM PARSONS & EMMYLOU HARRIS - Love Hurts
NINA SIMONE - To Love Somebody.
Una Torfadóttir, CeaseTone - Þurfum ekki neitt.
NICK CAVE AND THE BAD SEEDS - Jubilee Street.
BECK & ÞÓRUNN ANTÓNÍA - Sunday Morning
Útvarpsfréttir.
Yfir fimmtíu hafa fundist látin eftir mikil skyndiflóð í Texas í Bandaríkjunum. Enn er leitað að hátt í þrjátíu stúlkum sem voru í sumarbúðum á flóðasvæðinu.
Dómsmálaráðherra og Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa undirritað viljayfirlýsingu um fjárframlag til uppbyggingar nýrrar líkbrennslu í Gufuneskirkjugarði. Nágrannar Fossvogskirkjugarðs hafa kvartað sáran undan mengun frá líkbrennslunni þar.
Íbúar við framkvæmdasvæði Hvammsvirkjunar á Suðurlandi kvarta undan hávaða og sprengingum. Hús hristast og hestar fælast þegar höggbylgjur ganga yfir bæi og tún.
Sólarorka á að sjá Flatey á Breiðafirði fyrir rafmagni yfir sumarið þegar mest er af fólki í eynni. Orkubú Vestfjarða hyggst reisa þar nýja orkustöð sem tvinnar saman olíubrennslu og sólarorku.
Þriggja er enn leitað í tengslum við stunguárás í miðbæ Reykjavíkur í gær. Sá sem varð fyrir árásinni er á batavegi.
Ísland mætir heimakonum í Sviss í kvöld í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í fótbolta. Uppselt er á 30 þúsund manna völlinn í Bern. Enn sem komið er er búist við þátttöku fyrirliðans Glódísar Perlu Viggósdóttur.

Friðrik Ómar Hjörleifsson er húsvörður í Félagsheimilinu á Rás 2 alla sunnudaga í sumar að loknum hádegisfréttum.
"Við loftum út úr Félagsheimilinu í sumar, hellum upp á kaffi, tökum spjallið og spilum dúndur tónlist. Landsmenn eru vanalega duglegir að láta í sér heyra hvort sem það eru bændur úti á túni eða eða fólk á ferðinni vítt og breitt um landið. Félagsheimilið er öllum opið frá kl. 12:40 til fjegur" eins og Friðrik Ómar segir.
Fastir liðir verða á sínum stað: Gestur þáttarins, lagaþrennan, tímaflakkið og skemmtilegasta tónlistin í bænum!
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Í Eldhúsverkunum leiðir Rósa Birgitta okkur um heim þar sem suðupottar mæta saxófónum og uppskriftir dansa við diskó. Tónlist og matur – bæði krydduð og ómótstæðileg.
Ómar Guðjónsson - Tvíbent
Hermanos Gutiérrez - Blood milk moon
Laid Back - Sunshine Reggae
Digable Planets - 9th wonder ( Blackitolism)
Genera Elektriks - Raid the radio ( Lazy Uprise Mix)
Yvette Michele - I´m not feeling you
Subterranean - Mortal Kombat
Crooklyn Dodgers - Return of the crooklyn dodgers
Lucy Pearl - Dance tonight
Saya Gray - Shell (of a man)
Lcd Soundsystem - Oh Baby
Metronomy - The Bay
Tónlistinn er vinsældalisti Íslands. Listinn er samantekt á mest spiluðu lögunum á útvarpsstöðvunum Bylgjunni, FM957, X-inu 977, Rás 2 og K100, sem og á streymisveitum. Listinn er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og er á dagskrá Rásar 2 alla sunnudaga.
Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Plata hverrar viku fyrir sig er kynnt í heild sinni.
Á floti er önnur plata Gosa - sem er stundum bara Andri Pétur Þrastarson, en oftar hljómsveitin Gosi. Platan er fjölbreyttur bræðingur tónlistarstefna og spilaði hljómsveitin á Aldrei fór ég suður í ár. Andri Pétur settist niður með Margréti Erlu Maack og hlustuðu þau á plötuna saman.