Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Við héldum áfram umfjöllun um ástand mála í heiminum. Umræður um hefðbundin öryggis- og varnarmál jukust eftir innrás Rússa í Úkraínu fyrir þremur árum og aftur - með öðrum hætti - eftir yfirlýsingar og aðgerðir Trump Bandaríkjaforseta í efnahagsmálum. Við fórum yfir ástand og horfur með Baldri Þórhallssyni, prófessor í stjórnmálafræði.
Við fjölluðum um tvo listamenn og verk þeirra. Fyrst Ósvald Knudsen og kvikmyndagerð hans; Gunnar Tómas Kristófersson hjá Kvikmyndasafninu sagði okkur frá honum, og svo Johann Sebastian Bach; Magnús Lyngdal fjallaði um Passíurnar hans sem hann kenndi við Matteus og Jóhannes.
Tónlist:
Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Vilhjálmur Vilhjálmsson - Ég fer í nótt.
Vilhjálmur Vilhjálmsson - Þú átt mig ein.
Vilhjálmur Vilhjálmsson - Jamaica.


Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Síðari þáttur um Afríkufílinn Jumbo, sem sló í gegn í dýragarðinum í Lundúnum á ofanverðri nítjándu öld, og var síðar fluttur til Bandaríkjanna í sirkus.

Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona. Síðan hún útskrifaðist sem leikkona hefur hún leikið fjölda hlutverka bæði á sviði og fyrir framan myndavélina og ávallt hefur hennar frammistaða vakið eftirtekt. En svo er það sýningin sem hún bjó til, Á rauðu ljósi, þar sem hún er ein á sviðinu í Þjóðleikhúskjallaranum og fjallar um eigin reynslu, af stressi, streitu og því að keyra sig í þrot. Þar fjallar hún á bráðfyndinn hátt um þessa erfiðu reynslu, en einnig af slíkri einlægni að það snertir virkilega við áhorfendum og nú er hún farin að flytja einnig erindi um þessa reynslu. Við fengum Kristínu auðvitað til að segja okkur aðeins frá því hvernig þessi sýning hefur sprungið út og svo fórum við auðvitað með henni aftur í tímann á æskuslóðirnar, í Skotlandi, Englandi og Hlíðunum og röktum okkur svo í gegnum lífið til dagsins í dag.
Sigurlaug Margrét var svo með okkur í matarspjallinu í beinni útsendingu frá suður Evrópu. Hún sagði okkur frá litlum sveitamörkuðum og frönskum kartöflum í þetta sinn.
Tónlist í þættinum í dag:
Vor í Vaglaskógi / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Jónas Jónasson, texti Kristján frá Djúpalæk)
Freedom / Wham (George Michael)
I Wanna Dance With Somebody / Whitney Houston (George Merrill & Shannon Rubicam)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Samkeppniseftirlitið hefur hafið rannsókn á starfsemi stéttarfélagsins Virðingar. Félagið hefur verið sakað um að grafa undan kjarasamningum veitingafólks.
Íslensk fyrirtæki geta ekki gengist undir eitthvað sem í trássi við íslensk lög, segir utanríkisráðherra. Bandaríska sendiráðið ætlar að endurskoða samninga við fyrirtæki sem vinna eftir stefnu um fjölbreytni, jafnræði og inngildingu.
Tollastríð Bandaríkjanna og Kína stigmagnast. Stjórnvöld í Kína hafa svarað síðustu tollahækkunum Bandaríkjaforseta með því að boða hundrað tuttugu og fimm prósenta toll á bandarískar vörur.
Bandalagsríki Úkraínu heita meira en tuttugu milljörðum evra í ný framlög til hernaðarlegs stuðnings. Þetta var niðurstaða fundar fulltrúa fimmtíu ríkja í Brussel í morgun.
Kennari í Kvikmyndaskóla Íslands vill svör frá stjórnvöldum um framtíð skólans. Skólinn varð gjaldþrota í mars. Kennarar segjast ekki geta unnið launalaust lengur. Þeir séu að missa íbúðir sínar.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er komið á HM næsta vetur eftir sigur á Ísrael í umdeildum leikjum. Landsliðsþjálfari segir gagnrýni á íslenska liðið óréttmæta.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Íslendingar hafa fengið innsýn í harðari og hættulegri veruleika en fólk á að venjast hér á landi í gegnum fjölda Venesúelabúa sem hafa flutt til Íslands á liðnum árum. Sumir þessara Venesúelabúa hafa sagt sögur sínar í fjölmiðlum þar sem þeir greina frá því að þeir hafi tekið þátt í pólitísku starfi í heimalandinu. Þeir hafa sagt frá því að í kjölfarið að hafi þeir lent í ofsóknum einræðisherrans Nicolas Maduro sem stýrt hefur landinu með harðri hendi í rúman áratug.
Einn Venesúelabúi sem hefur sótt um leyfi til að setjast að hér á landi á þessum forsendum er maður að nafni Orlando Peña Guevara sem er 56 ára gamall. Hann kom hingað til lands ásamt konu sinni, Reddys Jimenez, og tveimur dætrum í janúar í fyrra.
Saga þeirra er sögð í þættinum í dag.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í Samfélaginu í dag förum við á vakt á Flæðisdeild Landspítalans og köfum ofan í flæðið sem er forsenda þess að spítalinn virki - og hefur sjaldan verið þyngra en nú.
Hvað er að frétta af þessum títtnefnda fráflæðisvanda? Hvað gerir starfsfólkið þegar þetta mennska flæði er nánast stopp og hvað gerist þegar stíflurnar bresta?
Við fylgjumst sérstaklega með Kristinu Kötlu Swan og Þórdísi Friðsteinsdóttur, innlagnastjórum sem eru reyndir hjúkrunarfræðingar en líka eins konar lagerstjórar. Þær standa í ströngu allan daginn við að reyna að finna pláss fyrir veikt fólk - með misjöfnum árangri.
Frá þessum sjónarhóli fær spítalinn á sig svolítið verksmiðjukenndan blæ - en samt snýst þetta alltaf um fólk.
Veraldarvefur tónlistarinnar. Lagasyrpur héðan og þaðan úr víðri veröld.
Lagalisti:
King Sunny Adé - Ode le alaga
Taylor, Ebo - Love and death.
Hart, Su., Mercier, Paddy Le, Churchlow, Eleanor, Scot, Ayodele, Djenge, Sam, Tagoe, Nii, Cradick, Martin - Evening song.
Milosavljevic, Voja - Katanko kolo.
Trio Djurdjevic de Jabukovac - Todorca.
Nedelchev, Stoyan, Grigorov, Stoyan, Trifonov, Trifon, Krastev, Iliya, Trifonov, Trifon and Stanimaka, Trendafilova-Gioreva, Velichka, Dimitrov, Dimitar - Gleday me Ajshe.
Bulgarian Voices Angelite, The - Tri biulbiuia prjat = Three birds are singing.
Rivo Doza - Misa zanako = Misa my child.
Brothers and Sisters - Para zuwa ramara.
Daniel Dr., Kachamba - Anthuwa bodza.
Santtana, Lucas - La Biosphère.
Arocena, Daymé - Por ti.
Skáldsagan Silas Marner kom út í Englandi árið 1861. Hún vakti þegar mikla hrifningu lesenda og gagnrýnenda, en raunsæislegar samfélags- og persónulýsingar og mannleg hlýja hafa þótt einkenna söguna ofar öðru. Aðalpersónan, vefarinn Silas Marner, sest að í smábænum Raveloe eftir að hafa verið útskúfað úr trúarsamfélagi sínu. Hann treystir ekki mönnunum lengur, einangrar sig, og er fyrir vikið litinn hornauga af öðrum bæjarbúum. Eina gleði hans í þessum einmanalega heimi er að safna peningum og vinna. Þegar peningarnir hans hverfa með dularfullum hætti og lítil stúlka birtist fyrirvaralaust á heimili hans, umturnast hins vegar tilvera hans og hann áttar sig á því að þátttaka í mannlegu samfélagi, með öllum göllum þess og kostum, gefur lífi hans raunverulegt gildi.
Þegar Silas Marner kom út hafði höfundurinn, George Eliot, þegar gefið út þrjár bækur sem allar höfðu slegið í gegn. Þegar þarna var komið sögu var einnig orðið ljóst að George Eliot var höfundarnafn fertugrar konu að nafni Marian Evans, sem vakið hafði mikla hneykslun vegna sambanda við gifta karlmenn. Það varð þó ekki til að draga úr vinsældum bóka hennar og er George Eliot enn talin meðal fremstu skáldsagnahöfunda Englands.
Árið 2010 kom Silas Marner. Vefarinn í Raveloe loks út í íslenskri þýðingu Atla Magnússonar. Af því tilefni verður í tveimur þáttum fjallað um rithöfundinn George Eliot og þessa 150 ára gömlu sögu um það hvernig útskúfun og einangrun getur breyst í samkennd þegar fordómar ráða ekki lengur för. Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir. Lesari: Vigdís Másdóttir.
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Gestir þáttarins eru nemendur í grunnskóla og krakkafréttamenn. Þau Kamilla Inga, Jökull Ísfjörð og Heiðbjörg Anna ræða dagskrá Barnamenningarhátíðar, lestur, sjónvarpsþætti, leikhús, snjallsímabann og fleira.
Fréttir
Fréttir
Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ákvörðun Hvals hf., um að slá af hvalveiðar í sumar, þungt högg fyrir Vestlendinga og þjóðarbúið í heild .
Sigurður Gísli Björnsson fiskútflytjandi hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik. Málið er eitt það stærsta sinnar tegundar og þetta er einn þyngsti dómur sem fallið hefur skattsvikamáli hér á landi.
Kristrún Frostadóttir var endurkjörin formaður Samfylkingarinnar með tæplega 99 prósentum atkvæða á Landsfundi flokksins í Grafarvogi í dag.
Formaður Eflingar vonar að rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiði í ljós að félagið Virðing sé svokallað gervistéttarfélag sem hafi gert kjarasamning við sjálft sig.
Stefnt er á kolefnishlutlausan skipaflota á heimsvísu árið 2050. Skipafélög sem ná ekki settum markmiðum verða sektuð og þeim sem ná markmiðunum umbunað á móti.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Forstjóri Landsvirkjunar óttast að til verði ný kvótastétt ef áherslum verður breytt varðandi greiðslur fyrir vatnsréttindi vegna virkjanaframkvæmda og landsréttindi vegna fyrirhugaðra raforkuvera.
Sérstaða íslenskrar byggingarsögu er að stærstur hluti bygginga er frá tuttugustu öld segir Pétur H. Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri húsverndarsviðs á Minjastofnun Íslands. Til stendur að aflétta umsagnarskyldu vegna viðhalds og breytinga á húsum sem byggð voru á árunum 1924 til 40 til að létta álagi af stofnuninni.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Fjallað um söngvarann og gítarleikarann Þorvald Halldórsson og fyrstu árin sem hann söng og spilaði með Hljómsveit Ingimars Eydal. Þorvaldur varð landsfrægur þegar hann söng lagið Á sjó sem kom út á plötu fyrir jólin 1965 og fleiri lög fylgdu í kjölfarið. Önnur lög sem hljóma þættinum í flutningi Þorvaldar eru Komdu, Bara að hann hangi þurr, Hún er svo sæt, Ég er sjóari, Sjómannskveðja, Fjarlægjast fjöllin blá, Skárst mun sinni kellu að kúra hjá, Ég var átján ára, Í nótt. Sumarást, Ég tek hundinn og Mig dregur þrá.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Skáldsagan Silas Marner kom út í Englandi árið 1861. Hún vakti þegar mikla hrifningu lesenda og gagnrýnenda, en raunsæislegar samfélags- og persónulýsingar og mannleg hlýja hafa þótt einkenna söguna ofar öðru. Aðalpersónan, vefarinn Silas Marner, sest að í smábænum Raveloe eftir að hafa verið útskúfað úr trúarsamfélagi sínu. Hann treystir ekki mönnunum lengur, einangrar sig, og er fyrir vikið litinn hornauga af öðrum bæjarbúum. Eina gleði hans í þessum einmanalega heimi er að safna peningum og vinna. Þegar peningarnir hans hverfa með dularfullum hætti og lítil stúlka birtist fyrirvaralaust á heimili hans, umturnast hins vegar tilvera hans og hann áttar sig á því að þátttaka í mannlegu samfélagi, með öllum göllum þess og kostum, gefur lífi hans raunverulegt gildi.
Þegar Silas Marner kom út hafði höfundurinn, George Eliot, þegar gefið út þrjár bækur sem allar höfðu slegið í gegn. Þegar þarna var komið sögu var einnig orðið ljóst að George Eliot var höfundarnafn fertugrar konu að nafni Marian Evans, sem vakið hafði mikla hneykslun vegna sambanda við gifta karlmenn. Það varð þó ekki til að draga úr vinsældum bóka hennar og er George Eliot enn talin meðal fremstu skáldsagnahöfunda Englands.
Árið 2010 kom Silas Marner. Vefarinn í Raveloe loks út í íslenskri þýðingu Atla Magnússonar. Af því tilefni verður í tveimur þáttum fjallað um rithöfundinn George Eliot og þessa 150 ára gömlu sögu um það hvernig útskúfun og einangrun getur breyst í samkennd þegar fordómar ráða ekki lengur för. Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir. Lesari: Vigdís Másdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Í Samfélaginu í dag förum við á vakt á Flæðisdeild Landspítalans og köfum ofan í flæðið sem er forsenda þess að spítalinn virki - og hefur sjaldan verið þyngra en nú.
Hvað er að frétta af þessum títtnefnda fráflæðisvanda? Hvað gerir starfsfólkið þegar þetta mennska flæði er nánast stopp og hvað gerist þegar stíflurnar bresta?
Við fylgjumst sérstaklega með Kristinu Kötlu Swan og Þórdísi Friðsteinsdóttur, innlagnastjórum sem eru reyndir hjúkrunarfræðingar en líka eins konar lagerstjórar. Þær standa í ströngu allan daginn við að reyna að finna pláss fyrir veikt fólk - með misjöfnum árangri.
Frá þessum sjónarhóli fær spítalinn á sig svolítið verksmiðjukenndan blæ - en samt snýst þetta alltaf um fólk.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona. Síðan hún útskrifaðist sem leikkona hefur hún leikið fjölda hlutverka bæði á sviði og fyrir framan myndavélina og ávallt hefur hennar frammistaða vakið eftirtekt. En svo er það sýningin sem hún bjó til, Á rauðu ljósi, þar sem hún er ein á sviðinu í Þjóðleikhúskjallaranum og fjallar um eigin reynslu, af stressi, streitu og því að keyra sig í þrot. Þar fjallar hún á bráðfyndinn hátt um þessa erfiðu reynslu, en einnig af slíkri einlægni að það snertir virkilega við áhorfendum og nú er hún farin að flytja einnig erindi um þessa reynslu. Við fengum Kristínu auðvitað til að segja okkur aðeins frá því hvernig þessi sýning hefur sprungið út og svo fórum við auðvitað með henni aftur í tímann á æskuslóðirnar, í Skotlandi, Englandi og Hlíðunum og röktum okkur svo í gegnum lífið til dagsins í dag.
Sigurlaug Margrét var svo með okkur í matarspjallinu í beinni útsendingu frá suður Evrópu. Hún sagði okkur frá litlum sveitamörkuðum og frönskum kartöflum í þetta sinn.
Tónlist í þættinum í dag:
Vor í Vaglaskógi / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Jónas Jónasson, texti Kristján frá Djúpalæk)
Freedom / Wham (George Michael)
I Wanna Dance With Somebody / Whitney Houston (George Merrill & Shannon Rubicam)
UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Rætt um menningarvikuna sem er að líða og það sem er efst á baugi og framundan um helgina.
Gestir þáttarins eru nemendur í grunnskóla og krakkafréttamenn. Þau Kamilla Inga, Jökull Ísfjörð og Heiðbjörg Anna ræða dagskrá Barnamenningarhátíðar, lestur, sjónvarpsþætti, leikhús, snjallsímabann og fleira.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Skíðagöngukeppnin Fossavatnsgangan fer nú fram á Ísafirði og fagnar á sama tíma 90 ára afmæli. Kristbjörn Róbert Sigurjónsson, starfsmaður göngunnar, verður á línunni hjá okkur í upphafi þáttar.
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, velti því fyrir sér í Morgunblaðinu í gær hvort ráðherrar í ríkisstjórn Íslands séu staddir í raunheimum þegar þeir skoði frekari skattlagningu og gjaldtöku á ferðaþjónustuna. Við ætlum að ræða þau mál við Ingibjörgu Isaksen, þingflokksformann Framsóknar, og Ingvar Þóroddsson, þingmann Viðreisnar.
Vefsíðan AI 2027 hefur vakið nokkra athygli síðan hún fór í loftið á dögunum, en þar spá sérfræðingar í gervigreind hvernig hún muni breyta heiminum á næstu árum - og þar kemur meðal annars fram að á næstu tveimur árum leiði gervigreind til meiri breytinga á samfélaginu en iðnbyltingin gerði á sínum tíma. Við ræðum það sem þarna kemur fram við Hafstein Einarsson, dósent við Háskóla Íslands, og sérfræðing í gervigreind.
Við ætlum að fá að vita meira um sýningu hjá á Listasafni Íslands sem fjallar um málverkafalsanir og eftirlíkingar. Markmið sýningarinnar er að auka vitneskju almennings um málverkafalsanir. Við fáum til okkar sýningarstjórana Dagnýju Heiðdal og Ólaf Inga Jónsson forvörð.
Lóa Björk Björnsdóttir lestarstjóri á Rás 1 og Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður og aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fara yfir fréttir vikunnar með okkur.


Hjartagosar á Rás 2 eru vinir í raun á besta tíma dagsins.
Tónlist, dægurmál, menning og íþróttir.
Hjartagosar á Rás 2, fyrir þig frá klukkan 9 á föstudögum.
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson og Andri Freyr Viðarsson.
Það var heldur betur gestagangur þennan morguninn. Synir Rúna Júl mættu, töluðu um pabba sinn og spiluðu eitt af lögum hans, eða eins og Doddi sagði, J og B að taka GCD. Svo kom söngkonan Sjólaug Vera sem er barnabarn Villa Vill ásamt Kalla Olgeirs, saman tóku þau eitt af perlum Villa. Lagalisti fólksins gekk út á fegurð.
Lagalisti:
SÓLDÖGG - Friður.
Ragnhildur Gísladóttir - Fegurðardrottning.
RÚNAR JÚLÍUSSON OG UNUN - Hann Mun Aldrei Gleym'enni.
VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Dans gleðinnar.
Ngonda, Jalen - Just as Long as We?re Together.
Laufey - Silver Lining.
Young, Lola - Conceited.
FRÍÐA DÍS - Baristublús.
Parton, Dolly, Carpenter, Sabrina - Please Please Please.
Uppáhellingarnir - Vor í Reykjavík.
THE CURE - Friday I'm In Love.
PAUL SIMON - Mother And Child Reunion.
CMAT - Running/Planning.
Stereolab - Aerial Troubles.
Wet Leg - Catch These Fists.
Kiwanuka, Michael - The Rest Of Me.
Snorri Helgason - Ein alveg.
THE CLASH - London Calling.
BILLY IDOL - Dancing With Myself.
Árný Margrét - Greyhound Station.
GEORGE MICHAEL - Faith.
KIM LARSEN - DE SMUKKE UNGE MENNESKER.
ENSÍMI - Atari.
Ou est le swimming pool - Dance the way I feel.
Beck - Cellphones Dead.
Ace of Base - Beautiful life.
RÚNAR JÚLÍUSSON - Það Þarf Fólk Eins Og Þig.
GILDRAN - Vorkvöld í Reykjavík.
ROY ORBISON - Oh, Pretty Woman.
Louis Armstrong - What a wonderful world.
Marilyn Manson - The beautiful people.
SUEDE - Beautiful Ones.
Armstrong, Louis - A kiss to build a dream on.
Bjartmar Guðlaugsson - Sólstafir.
DR. HOOK - When You're In Love With A Beautiful Woman.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Samkeppniseftirlitið hefur hafið rannsókn á starfsemi stéttarfélagsins Virðingar. Félagið hefur verið sakað um að grafa undan kjarasamningum veitingafólks.
Íslensk fyrirtæki geta ekki gengist undir eitthvað sem í trássi við íslensk lög, segir utanríkisráðherra. Bandaríska sendiráðið ætlar að endurskoða samninga við fyrirtæki sem vinna eftir stefnu um fjölbreytni, jafnræði og inngildingu.
Tollastríð Bandaríkjanna og Kína stigmagnast. Stjórnvöld í Kína hafa svarað síðustu tollahækkunum Bandaríkjaforseta með því að boða hundrað tuttugu og fimm prósenta toll á bandarískar vörur.
Bandalagsríki Úkraínu heita meira en tuttugu milljörðum evra í ný framlög til hernaðarlegs stuðnings. Þetta var niðurstaða fundar fulltrúa fimmtíu ríkja í Brussel í morgun.
Kennari í Kvikmyndaskóla Íslands vill svör frá stjórnvöldum um framtíð skólans. Skólinn varð gjaldþrota í mars. Kennarar segjast ekki geta unnið launalaust lengur. Þeir séu að missa íbúðir sínar.
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta er komið á HM næsta vetur eftir sigur á Ísrael í umdeildum leikjum. Landsliðsþjálfari segir gagnrýni á íslenska liðið óréttmæta.
Matthías Már og Ólafur Páll spila alla helstu smeillina og öll hin lögin líka
Hárrétt blanda til að koma hlustendum inn í helgina.
Blazroca og Ágeir Trausti - Hvítir skór
Super Furry Animals - (Drawing) Rings around the world
Duran Duran - Reach out for the sunrise
Spacestation - Sheep island
Velvet Underound - Sunday morning
The Divine Comedy - Becoming more like Alfie
Lucy Dacus - Ankles
Bon Iver - Everything is peaceful love
Bryan Adams - Summer of '69
Jet Black Joe - Let´s start this together
GG Blús - Black Betty
Leadbelly - Black Betty
Ram Jam - Keep your hands on the wheel
Skítamórall - Farin
SKÍTAMÓRALL Í SDT. 12 1999
Skítamórall - Ég gef skit í allt (Brimklí - std. 12)
The Cult - Fire woman
Leon Bridges - Laredo
++++
Bubbi & Friðrik Dór - Til hvers þá að segja satt
Wilco - Jesus etc.
Junius Meyvant - Raining over fire
The Beatles - Let it be
Á ÉG AÐ HEND'ENNI BROT
The Beatles - ALl you need is love
THe Coral - 1000 Years
JÓNFRÍ PÓSTKORT
Jónfrí - 23
The Smashing Pumpkins - 1979
Úlfur Úlfur - 100.000
Árstíðir - Heyr himna smiður
VIÐTAL ÁRSTÍÐIR Á AKRANESI
Árstíðir - Með hallandi höfði
Oasis - Supersonic
++++
Grýlurnar - Tröllaþvaður
Þursaflokkurinn - Gegnum holt og hæðir
Billie Eilish - Lunch
Sabrina Carpenter - Taste
GCD - Mýrdalssandur
ÍSNÁLIN 1999 - RÚNAR JÚLÍUSSON
Bjartmar - Negril
Chappel Roan - The giver
Manic Street Preachers & Nina Person - Your love alone is not enough
Haukur Morthens - Rokk Kalypso í réttunum
INGI GARÐAR - ÓMKORT um 78 sn. plötur
Skapti Ólafsson - Geimferðin
Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigurður Þorri Gunnarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Síðdegisútvarpið 11.apríl
Nú stendur yfir Landsfundur Samfylkingarinnar á 25 ára afmæli flokksins. Við hringjum í þingsflokksformanni Guðmund Ara Sigurjónsson og fáum að heyra af því helsta sem þarna verður tekið fyrir en fundurinn er haldinn í húsakynnum True North í Grafarvogi.U
Líkt og undarfarna föstudaga hringjum við í íslending erlendis og að þessu sinni hringjum við til Tenerife og heyrum í Sigvalda Kaldalóns sem þar býr og starfar.
Föstudagsgesturinn að þessu sinni er leik – og söngkonan Katrín Halldóra en í kvöld stekkur hún inn í Ladda sýninguna í Borgarleikhúsinu og fer þar í hlutverk sem Vala Kristín Eiríksdóttir hefur leyst af hólmi undanfarið en Vala Kristín er á leið í barneignarfrí,
Breska hljómsveitin Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025, kom til Húsavíkur í dag til að taka upp sína eigin útgáfu af laginu Húsavík (My Hometown). Hróður Húsavíkur hefur borist víða og lengi eftir að Kvikmynd Wills Farell var tekin upp þar í bæ. Við hringjum í Örlyg Hnefil Örlygsson sem rekur Eurovision safnið á Húsavík.
Svo kynnum við okkur Söngkeppni framhaldsskólanna sem hún fer fram á morgun. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu hér á ruv. Kynnir í ár er Ágúst Þór Brynjarsson hann kemur til okkar í Síðdegisútvarpið.
Fréttir
Fréttir
Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir ákvörðun Hvals hf., um að slá af hvalveiðar í sumar, þungt högg fyrir Vestlendinga og þjóðarbúið í heild .
Sigurður Gísli Björnsson fiskútflytjandi hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir skattsvik. Málið er eitt það stærsta sinnar tegundar og þetta er einn þyngsti dómur sem fallið hefur skattsvikamáli hér á landi.
Kristrún Frostadóttir var endurkjörin formaður Samfylkingarinnar með tæplega 99 prósentum atkvæða á Landsfundi flokksins í Grafarvogi í dag.
Formaður Eflingar vonar að rannsókn Samkeppniseftirlitsins leiði í ljós að félagið Virðing sé svokallað gervistéttarfélag sem hafi gert kjarasamning við sjálft sig.
Stefnt er á kolefnishlutlausan skipaflota á heimsvísu árið 2050. Skipafélög sem ná ekki settum markmiðum verða sektuð og þeim sem ná markmiðunum umbunað á móti.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Forstjóri Landsvirkjunar óttast að til verði ný kvótastétt ef áherslum verður breytt varðandi greiðslur fyrir vatnsréttindi vegna virkjanaframkvæmda og landsréttindi vegna fyrirhugaðra raforkuvera.
Sérstaða íslenskrar byggingarsögu er að stærstur hluti bygginga er frá tuttugustu öld segir Pétur H. Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri húsverndarsviðs á Minjastofnun Íslands. Til stendur að aflétta umsagnarskyldu vegna viðhalds og breytinga á húsum sem byggð voru á árunum 1924 til 40 til að létta álagi af stofnuninni.

Sultan er 30 mínútna lagalisti settur saman fyrir þig í hverri viku. Hlustaðu á Sultuna í útvarpinu eða í spilaranum þegar þér hentar. Á föstudögum er sulta dagsins indie disco.

Fréttastofa RÚV.
Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.
Þema kvöldsins var fyrsta lag fyrstu plötu hljómsveitar eða tónlistarmanns. Sturla Óskarsson kom í heimsókn og fórum við báðir yfir okkar topp 10 lista auk heiðursgesta.
BOTNLEÐJA - Þið eruð frábær.
LED ZEPPELIN - Good Times Bad Times.
WEEZER - My Name Is Jonas.
Rass - Við erum Rass.
QUEENS OF THE STONE AGE - Regular John.
White Stripes - Jimmy the exploder.
R.E.M. - Radio free Europe.
KINGS OF LEON - Red Morning Light.
Nine Inch Nails - Head like a Hole.
EGO - Stórir strákar fá raflost.
KASABIAN - Club Foot.
Fontaines D.C. - Big.
ARCADE FIRE - Neighborhood #1 (Tunnels).
O'Connor, Sinead - Jackie.
ENSÍMI - Flotkví.
MGMT - Time To Pretend.
MC5 - Ramblin' Rose
SUEDE - So Young.
THE STOOGES - 1969.
Electric Six - Dance Commander.
Arctic Monkeys - The View from the Afternoon.
THE CLASH - Janie Jones.
Clash Hljómsveit - Clash city rockers.
Joy Division - Disorder.
New Order - Dreams Never End (2015 Remastered Version).
OASIS - Rock 'n' Roll Star.
Killing Joke - Requiem.
XX, The - Intro.
Rammstein - Wollt Ihr das Bett in Flammen sehen.
THE STONE ROSES - I Wanna Be Adored.
Ramones - Blitzkrieg Bop.
PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.
Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.
Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.
Party Zone á fleygiferð á föstudagskvöldi. Við byrjum á að spila fjölbreyttan skammt af glænýrri danstónlist úr ýmsum áttum, meðal annars funheitt óútgefið íslenskt.
Það verða tvær múmíur settar í loftið í þætti kvöldsins, topplögin á PZ listanum í apríl 2000 og 2005. Plötusnúður kvöldsins er Þorgerður Jóhanna sem hefur verið að spila út
um allan heim og gefa út flotta tónlist. Við fáum hana í DJ búrið í Efstaleiti til að taka gott DJ sett ásamt því að segja okkur aðeins hvað er um að vera hjá henni þessa dagana.
Allt eins og það á að vera í Party Zone þætti kvöldsins, geggjuð danstónlist og plötusnúðar með læti.