18:00
Kvöldfréttir útvarps
Mansal eykst, rússneskir blaðamenn dæmdir og vindorkuver á Fljótsdal kallar á jöfnunarorku
Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Fréttir

Brotahópar sem stunda mansal sækja hingað í auknum mæli og börn eru á meðal fórnarlamba.

Fjórir rússneskir blaðamenn voru í dag dæmdir í rúmlega fimm ára fangelsi fyrir samstarf við stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny.

Skipulagsstofnun bendir Fjarðarorku á að lítið framboð sé á jöfnunarorku og ætli fyrirtækið að reisa vindorkuver í Fljótsdal þurfi að gera grein fyrir hvaðan jöfnunarorkan eigi að koma.

Akureyringar undirbúa gerð samfélagssáttmála um skjátíma og samfélagsmiðlanotkun barna.

Mikill meirihluti landsmanna er andsnúinn því að hér verði stofnaður her.

Er aðgengilegt til 15. apríl 2026.
Lengd: 10 mín.
,