15:03
Frjálsar hendur
Chekhov 2: Vinur í raun, Rógberinn, Dýrar kennslustundir
Frjálsar hendur

Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.

Í þessum þætti eru lesnar þrjár sögur eftir rússneska skáldsnillinginn Anton Chekhov en þær eiga allar sameiginlegt að vera með þeim allra fyrstu sem birtust á íslensku eftir höfundinn, eða á árunum 1929-1939 í Fálkanum, Sögum misserisriti og einu af allra fyrstu tölublöðum Vikunnar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,