Úr safni Ríkisútvarpsins. Svipmyndir af listafólki úr þáttaröð sem var á dagskrá árið 1992
Í þættinum er rætt við Svein Björnsson listmálara og rannsóknarlögreglumann í Hafnarfirði (52,46 mín.)
Frumflutt 05.02.1992
Sveinn var fæddur 19. febrúar árið 1925

Veðurstofa Íslands.
Ritstjórn Landans fór af stað með upptökutæki í hönd og forvitnaðist um alls konar sögur, staði, menn og málefni, eins og þeim einum er lagið.
Dagskrárgerð: Gísli Einarsson, Þórdís Claessen, Hafsteinn Vilhelmsson, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir. Framleiðsla: Gígja Hólmgeirsdóttir
Elsa María fræðist um endurbætur á Laxabakka við Sog og Amanda forvitnast um hvernig gosdrykkurinn Mix varð til og rifjar upp iðnað og framleiðslu á Akureyri um 1960.
Viðmælendur: Hannes Lárusson og Baldvin Valdimarsson.
Umsjón: Elsa María Guðlaugs Drífudóttir og Amanda Guðrún Bjarnadóttir
Útvarpsfréttir.
Hátíðarhöld gengu tiltölulega vandræðalítið fyrir sig í gær þrátt fyrir slæmt veður víða um land. Aðgerðastjórn var virkjuð í Vestmannaeyjum og Þjóðhátíðargestum boðið að færa sig inn í Herjólfshöll til að skýla sér frá veðrinu.
Bæði Rússar og Úkraínumenn gerðu drónaárásir í nótt. Þrír eru sagðir hafa fallið í árásum Úkraínumanna, sem stjórnvöld í Kyiv segja að hafi beinst að verksmiðjum þar sem drónar eru framleiddir.
Öryggismiðstöðin og Sigmenn hafa samtals fengið hátt í milljarð greiddan frá ríkinu fyrir öryggisgæslu í Grindavík. Þar af hefur Öryggismiðstöðin fengið yfir sjö hundruð milljónir fyrir eftirlit og að sinna lokunarpóstum.
Fjármagnskostnaður er mjög hár á Íslandi að mati formanns Neytendasamtakanna. Fagna megi góðu gengi bankanna en það komi beint úr vösum viðskiptavina.
Landsdómur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem stal bíl við flugturn Keflvíkurflugvallar. Maðurinn ók yfir flugbrautir í notkun og reyndi að komast inn í kyrrstæða flugvél.
Samgönguyfirvöld í Helsinki þakka hraðatakmörkunum og stífu eftirliti fyrir að ekkert dauðsfall hefur orðið í umferðinni þar síðustu tólf mánuði.
Fjórir geimfarar eru þessa stundina að koma inn í alþjóðlegu geimstöðina, ISS, sem verið hefur á sporbaug um jörðu í meira en aldarfjórðung. Hópurinn lagði af stað í gær með eldflaug sem skotið var frá Kanaveral-höfða í Flórída.
Þjóðverjar drekka minni bjór en áður, því þjóðin er að eldast og smekkur fólks að breytast. Sala á bjór hefur ekki verið minni síðan mælingar á neyslu hófust fyrir rúmum þrjátíu árum.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Við fjöllum um áhrif loftslagsbreytinga í þættinum í dag og förum víða, förum í kælifrí á norðlægar slóðir og förum til Ástralíu og Suðurskautslandsins. Við byrjum í kuldanum á Suðurskautslandinu en leiðangursmenn þar komust í heimsfréttirnar í vor þegar maður sem þar er í rúmlega árslöngum leiðangri var sakaður um gróft ofbeldi og líflátshótanir gegn félögum sínum í leiðangrinum. Hann var sagður hafa ráðist á félaga sinn og líka sakaður um kynferðisofbeldi. Og það sem flækti svo þessa stöðu var að það þurfti að leysa úr þessu á staðnum. Það er mjög kostnaðarsamt og erfitt í framkvæmd að flytja einhvern þaðan og því urðu leiðangursmenn að greiða úr þessu sjálfir. Þeir eru enn í rannsóknarstöðinni sem heitir Sanae IV og verða fram í desember.
Í lok þáttarins förum við svo í kælifrí, sem kallast coolcation upp á ensku, og er ein af tískubylgjunum í ferðamennskunni. Í hitabylgjum síðustu sumur í Suður-Evrópu hefur það færst í aukana að íbúar þar velji sér milt eða jafnvel kalt loftslag á norðlægum slóðum til að fara í frí.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Serbneskkanadískíslenski tónlistarmaðurinn Jelena Ćirić lærði að syngja áður en hún lærði að tala og hefur sungið að segja síðan. Henni finnst þó best að haga málum svo að tónlistin se hluti af lífi hennar, frekar en lífið allt, enda svo gaman að grúska í mörgu.

Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Íslenskur skiptinemi í Hollandi eignaðist eltihrelli þegar hún flutti í stóra blokk í Hollandi. Jafnóðum og hún tókst á við það sagði hún frá reynslu sinni í formi „storytime” á TikTok og fékk ótrúleg viðbrögð. Hvað er þessi sögustund og hvaða áhrif hefur þetta frásagnarform á sögumanninn?
Umsjón: Snæþór Bjarki Jónsson.

Ævar Kjartansson í menningarfylgd Birnu Þórðardóttur

Útvarpsfréttir.

Um argentínska skáldið og bókavörðinn Jorges Luis Borges. Umsjón: Berglind Gunnarsdóttir. (Frá 2001)
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-04-03
Johnson, Robert - Cross road blues (take 1).
Ingibjörg Elsa Turchi - Tímabundið.
Kristjana Stefánsdóttir - Bye, bye blackbird.
Botschinsky, Allan, Zetterlund, Monica - Love for sale.
Sunna Gunnlaugsdóttir - Sound of summer.
Henriksen, Arve, Fraanje, Harmen - Melancholia.
Williams, Leroy, Thielemans, Toots, Erskine, Peter, Thomas, Bobby, Hancock, Herbie, Molineaux, Othello, Pastorius, Jaco - Liberty city.
Green, Freddie, Young, Snooky, Foster, Frank, Cohen, Sonny, Coker, Henry, Grey, Al, Count Basie and his Orchestra, Payne, Sonny, Mitchell, Billy, Basie, Count, Fowlkes, Charlie, Newman, Joe, Jones, Eddie, Jones, Thad, Powell, Benny, Wess, Frank, Royal, Marshall, Williams, Joe - Trav'lin' light.
Mintzer, Bob, Stórsveit Reykjavíkur, Jóel Pálsson - Spirit of Iceland.
Sigurður Flosason, Legardh, Cathrine - Min stilhed og min storm.
Bivens, Cliff, Campbell, Dave, James, Elmore, Wilkins, Joe, Williamson, Sonny Boy, O'Dell, Frock - Eyesight to the blind.
James, Elmore - Goodbye baby.

Fréttir
Kristján Sigurjónsson segir frá fjarlægum slóðum
Kristján Sigurjónsson segir frá fjarlægum slóðum
Frá 26. maí 2001.
Umsjón: Kristján Sigurjónsson
Fjallað um írskumælandi Íra, tungumál þeirra og menningu.
1. Baldur Ragnarsson málfræðingur sagði frá sögu írskunnar: 7.00 mín
2. Rætt við Jón Hermannsson kvikmyndaframleiðanda sem bjó í Galway á Írlandi 1995-1997 og kynntist þar írskumælandi fólki: 13.00 mín

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Kristjana Stefánsdóttir syngur lögin Hvar er tunglið?, Flest er afstætt, Hlíðin mín fríða, Ó blessuð vertu sumarsól, Hinn elskulegi garðyrkjumaður og Skilnaður. Tómas R. Einarsson og félagar hans flytja lögin Landfall, Þú ert, Vorregn í Njarðvík, Títómas og Ef það sé jazz. Þorgrímur Jónsson og hljómsveit hans leika lögin Mountain View, From Above, In Berlin, Constant Movement og Humble. ASA tríóið slær botninn með lögunum Newssong og It's Alright.
Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Þáttur um íslensku og önnur mál. Umsjón: Guðrún Línberg Guðjónsdóttir og Kristján Friðbjörn Sigurðsson.
Þáttur um íslensku og önnur mál.
Umsjón: Bjarni Benedikt Björnsson og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.
Í þætti dagsins verður rætt um söfnun og gildi íslenskra þjóðlaga og sérstakt tónfall þeirra og samspil við tungumálið, umfjöllunarefni, óvenjulegar tóntegundir og hinn forna tvísöng.

Í Sagnaslóð er víða leitað fanga. Sagt er frá mönnum og málefnum fyrri tíma. Umsjónarmenn: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson
Í Sagnaslóð er sagt frá Helga Eyjólfssyni byggingameistara sem fæddist 1906 og lést 1905. Meðal þess sem Helgi afrekaði um ævina var að reisa þrjár síldarverksmiðjur, í Ingólfsfirði, Djúpuvík og á Hjalteyri (1937)en sú verksmiðja var reist á undraskömmum tíma og var stærsta verksmiðja sinnar tegundar í Evrópu þá.
Lesið er úr bókinni Íslenskir athafnamenn eftir Þorstein Matthíasson þar sem Helgi segir frá. Í tilefni dagsins er tónlistin eftir Tólfta september. Lesari: Bryndís Þórhallsdóttir. Umsjón: Birgir Sveinbjörnsson


Veðurfregnir kl. 22:05.

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Litla flugan dregur fram hljómplötur og upptökur með íslenskum flytjendum, þar á meðal eru Hreinn Pálsson, Guðmundur Jónsson, Haukur Morthens, Ragnar Bjarnason og Karl Einarsson flytur eftirhermur.

Útvarpsfréttir.

Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
gestur Felix í fimmunni var Mikael Emil Kaaber leikari en hann hefur vakið mikla athygli í sjónvarpi og kvikmyndum en stígur nú á svið í haust í aðalhlutverki í söngleiknum Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu. Mikael talaði um fimm staði sem hafa mótað líf hans og við hófum leik á Fylkisvellinum og höfðum viðkomu í málaraskúrnum hjá ömmu hans og afa í Kópavoginum.
Í fyrri hluta þáttarins spilaði Felix lög sem tengjast deginum
Gísli Marteinn Baldursson og Sandra Barilli leiða hlustendur inn í laugardaginn, taka stöðuna á fólki og fréttum, spila góða tónlist og fá til sín vel valda gesti í skemmtilegt spjall.
Gísli Marteinn og Sandra Barilli stýra Morgunkaffinu þennan laugardaginn. Þau fara yfir viðburði helgarinnar og hringja í vel valda gesti út um allt land.
Rætt var við Önnu Bergljótu Thorarensen í Leikhópnum Lottu á Akureyri, Sigtrygg Baldursson trommara í Purrki Pillnikk sem spilar á Innipúkanum og Brynju Bjarna sem var stödd í Vestmannaeyjum.
Lög í þættinum:
BJARTAR SVEIFLUR - Þú Fullkomnar Mig.
MANNAKORN - Aldrei of seint.
STUÐMENN - Hringur og Bítlagæslumennirnir.
JUSTIN BIEBER - Daisies.
BAGGALÚTUR - Saman við á ný.
BRÍET - Wreck Me.
GRÝLURNAR - Valur og jarðaberjamaukið hans.
SPRENGJUHÖLLIN - Keyrum yfir Ísland.
ÞÚ OG ÉG - Í útilegu.
ELVAR - Miklu betri einn.
TILBURY - Tenderloin.
LAURA BRANIGAN - Gloria.
FM BELFAST - Underwear.
HAM - Voulez vous.
ÞÓRUNN ANTONÍA - Too late.
GUS GUS, NÝDÖNSK OG HJALTALÍN - Þriggja daga vakt.
Útvarpsfréttir.
Hátíðarhöld gengu tiltölulega vandræðalítið fyrir sig í gær þrátt fyrir slæmt veður víða um land. Aðgerðastjórn var virkjuð í Vestmannaeyjum og Þjóðhátíðargestum boðið að færa sig inn í Herjólfshöll til að skýla sér frá veðrinu.
Bæði Rússar og Úkraínumenn gerðu drónaárásir í nótt. Þrír eru sagðir hafa fallið í árásum Úkraínumanna, sem stjórnvöld í Kyiv segja að hafi beinst að verksmiðjum þar sem drónar eru framleiddir.
Öryggismiðstöðin og Sigmenn hafa samtals fengið hátt í milljarð greiddan frá ríkinu fyrir öryggisgæslu í Grindavík. Þar af hefur Öryggismiðstöðin fengið yfir sjö hundruð milljónir fyrir eftirlit og að sinna lokunarpóstum.
Fjármagnskostnaður er mjög hár á Íslandi að mati formanns Neytendasamtakanna. Fagna megi góðu gengi bankanna en það komi beint úr vösum viðskiptavina.
Landsdómur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem stal bíl við flugturn Keflvíkurflugvallar. Maðurinn ók yfir flugbrautir í notkun og reyndi að komast inn í kyrrstæða flugvél.
Samgönguyfirvöld í Helsinki þakka hraðatakmörkunum og stífu eftirliti fyrir að ekkert dauðsfall hefur orðið í umferðinni þar síðustu tólf mánuði.
Fjórir geimfarar eru þessa stundina að koma inn í alþjóðlegu geimstöðina, ISS, sem verið hefur á sporbaug um jörðu í meira en aldarfjórðung. Hópurinn lagði af stað í gær með eldflaug sem skotið var frá Kanaveral-höfða í Flórída.
Þjóðverjar drekka minni bjór en áður, því þjóðin er að eldast og smekkur fólks að breytast. Sala á bjór hefur ekki verið minni síðan mælingar á neyslu hófust fyrir rúmum þrjátíu árum.

Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Steiney setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi hverju sinni og velur taktvissa tónlist við hæfi.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.

Viktoría Blöndal veltir fyrir sér upphafi og endalokum tónlistarhátíðarinnar Uxa sem haldin var á Kirkjubæjarklaustri fyrir 30 árum.

Útvarpsfréttir.

Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!

Útvarpsfréttir.

Fréttir
Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er stærsta tónlistarhátíð landsins. En það eru kannski ekki allir sem líta á hana sem slíka. Í þessum þáttum er fjallað um áhrif hátíðarinnar á íslenska tónlist og um þessa vinsælu hátíð sem tónlistarhátíð.
Viðtölin voru tekin upp árið 2024 þegar hátíðin varð 150 ára.
Umsjón: Vignir Egill Vigfússon.
Viðtöl við tónlistarfólk sem kom fram á laugardagskvöldinu á Þjóðhátíð 2024 auk þess að ræða við heimafólk og aðra um hátíðina.
Fram koma m.a.
- Una Torfa
- Jakob Frímann
- Magni Ásgeirsson
- Helgi Björnsson
- Auðunn Blöndal
- Bjarni Ólafur Guðmundsson
- Jökull Júliússon
- Einar Bárðarson
- Gísli Elíasson
- Svava Kristín Gretardóttir
- Bjarni Ólafur Guðmundsson

Fréttastofa RÚV.

Stuð, stemning og suðræn sveifla á Rás 2, öll laugardagskvöld í sumar.
Doddi sér til þess að hitinn fari aldrei undir 20 gráður með sumarlegum tónum.

Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.