19:00
Sinfóníukvöld - Á leið í tónleikasal
Sinfóníukvöld - Á leið í tónleikasal

Umfjöllun um tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem í kjölfar þáttarins hljóma í beinni útsendingu Rásar 1 úr Eldborg Hörpu.

Pétur Grétarsson fylgir hlustendum áleiðis í tónleikasal. Í þættinum er gripið niður í erindi Árna Kristjánssonar frá árinu 1968 um Wagner í Bayreuth. Einnig er rifjað upp brot úr fyrirlestri Igors Stravinsku frá árinu 1939 þar sem tónsmiðurinn veltir ma fyrir sér hvernig tónsmiðir velja og hafna við samningu verka sinna.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 27 mín.
,