07:03
Morgunvaktin
Bresk mál, samgöngur á Austurlandi og ný orðabók
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Við beindum kastljósinu að Bretlandi í Heimsglugganum; stjórnmálunum þar og Andrési prins. Anna Lilja Þórisdóttir fréttamaður var gestur, en hún hefur lengi fylgst með bresku konungsfjölskyldunni; í blíðu og stríðu.

Fjarðarheiðinni var lokað í gær, veturinn er skollinn á fyrir austan. Von er á nýrri samgönguáætlun en ekki er öruggt að göng um heiðina séu áfram í forgangi. Jónína Brynjólfsdóttir, formaður heimastjórnar Seyðisfjarðar og forseti sveitarstjórnar Múlaþings, ræddi um samgöngumál og atvinnumál.

Svo var fjallað um nýja orðabók. Íslensk-Enska, hún kemur út í dag - eða opnar - hún er á vefnum; heimavöllur orðabókanna hefur færst þangað. Þetta er heilmikið rit, með 56 þúsund uppflettiorðum og 33 þúsund notkunardæmum. Björn Halldórsson og Max Naylor ritstýrðu henni og þeir sögðu frá.

Tónlist frá útsendingarlogg 2025-10-23

Orri Harðarson - Kveðja.

Bítlarnir - Something.

ADHD Hljómsveit - Ása.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,