18:10
Spegillinn
Vandi kísilvers PCC á Bakka og umræðan um ungmenni og skólamál
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Forstjóri PCC á Bakka segist ekki sjá betur en að versta sviðsmynd varðandi framtíð kísilverksmiðjunnar sé að raungerast. Hann býst ekki við að hægt verði að hefja rekstur aftur fyrr en í fyrsta lagi í lok sumars 2026. Um 20 manns verða við störf á Bakka í vetur.

Mikið er rætt um skólamál og ungmenni í fjölmiðlum. Sú umræða er oftar en ekki undir neikvæðum formerkjum en hvað finnst krökkum sem eru að ljúka grunnskóla um hana? Verða þeir varir við ofbeldi í skólum, eru þeir öruggir þar? Símanum er oft kennt um ýmislegt sem miður fer og hafa reyndar verið bannaðir í mörgum skólum. Sakna nemendur þeirra og hvað um einkunnagjöfina?

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,