Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Við fjölluðumr um óhróður og jafnvel hótanir sem ganga yfir stjórnmálamenn í Svíþjóð. Anna-Karin Hatt, nýkjörin formaður Miðflokksins hefur ákveðið að hætta; hún fékk nóg. Í framhaldinu hafa fleiri lýst sömu reynslu. Gunnhildur Lily Magnúsdóttir stjórnmálafræðingur í Svíþjóð fór yfir þetta með okkur.
Þórhildur Ólafsdóttir sagði frá lífinu í Úganda. Og meðal þess sem var á dagskrá í dag er hávaði í höfuðborginni Kampala. Hann er gríðarlegur; nánast óþolandi og hefur fólk reynt dómstólaleiðina til fá óraskaðan nætursvefn. En enn án árangurs.
Svo var fjallað um Lögin hans Villa Valla - Vilbergs Valdal Vilbergssonar, tónlistarmanns og rakara á Ísafirði. Villi Valli lést síðastliðið haust en nú er að koma út bók með lögunum hans; nótur og textar. Gylfi Ólafsson og Rúnar Vilbergsson komu til okkar.
Tónlist:
Henry Mancini - The Pink Panther theme.
Zaz - Si jamais j'oublie.
Rebekka Blöndal og Moses Hightower - Hvað þú vilt.
Les Go de Koteba - Tougna fo.
Villi Valli - Guðný og Hrefna.
Villi Valli - 9. febrúar.



Veðurstofa Íslands.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Stjórn félags fagfólks um offitu stendur fyrir ráðstefnu í Salnum í Kópavogi í næstu viku þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar fjalla um nýjustu þekkingu á offitu, ýmsa vinkla tengda forvörnum og meðferð við offitu. Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir við offitumeðferðir fullorðinna, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá ráðstefnunni og þróuninni þegar kemur að þessu mikilvæga málefni.
Slow Food samtökin á Íslandi vilja sýna hvernig nærandi ferðaþjónusta getur stutt við og styrkt þá innviði sem er á hverju svæði og dregið fram sérstöðu þess og stutt við sjálfbæra atvinnuuppbyggingu um landið. Næstu helgi býður Skagafjörður til matarveislu í samstarfi við Slow Food á Íslandi og Crisscross matarferðir. Ferðin er hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á matarmenningu, staðbundnum hráefnum og persónulegri upplifun af landslagi og lífi í sveitinni. Þátttakendur fá að kynnast fjölbreyttri framleiðslu og fólkinu á bak við hana, bændum, frumkvöðlum og listafólki. Við heyrðum í Þórhildi Maríu Jónsdóttur verkefnastjóra hjá Farskólanum símenntunarmiðstöð Norðurlandi vestra í þættinum.
Framhaldsskólinn á Laugum fagnar 100 ára afmæli á laugardaginn, en skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal frá árinu 1925. Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari var á línunnu í dag og fræddi okkur um merkilega sögu skólans, starfsemina og afmælið í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Þú trumpar ekki ástina / Bogomil Font og greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason)
Vi kommer aldrig til att dö / Bo Kaspers Orkester (Bo Kasper)
Fragile / Sting (Sting)
The Great Big Warehouse in the Sky / Pétur Ben (Pétur Ben)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Dánarfregnir.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Skagamenn eru uggandi yfir lokun annarrar kerlínu Norðuráls á Grundartanga. Framleiðslan dróst saman um tvo þriðju og óvíst er hvenær hún hefst á ný.
Starfsemi erlendra veðmálasíðna hér á landi er komin til að vera, segir dómsmálaráðherra. Hafa þurfi eftirlit með starfseminni og að hún skili tekjum í ríkissjóð.
Björgunarsveitir voru kallaðar út á Suðausturlandi í morgun. Norðanhríð er á Austurlandi og Fjarðarheiði er lokuð. Óvíst er hvort hún verður opnuð í dag.
Varaforseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra Ísraels eru sammála um að friðaráætlun Donalds Trumps geti stuðlað að stöðugleika í Mið-Austurlöndum. Þrýst á ísraelsk stjórnvöld að rýmka frekar fyrir neyðaraðstoð inn á Gaza.
Formaður félags flugumferðarstjóra er bjartsýnn á að hægt verði að aflýsa frekari verkfallsaðgerðum. Boðuð vinnustöðvun á morgun ylli mikilli röskun.
Sænsk stjórnvöld ætla að kynna vopnasendingar til Úkraínu á blaðamannafundi með forseta Úkraínu eftir hádegið.
Moskító-flugur teljast ekki hafa numið hér land nema þær lifi veturinn að mati sérfræðinga sem telja þær þó fullfærar um það.
Hvorki verða skíðamenn frá Rússlandi né Belarús á Ólympíuleikunum á Ítalíu í byrjun næsta árs því Alþjóðaskíðasambandið bannar þeim áfram þátttöku í alþjóðlegum keppnum.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, tók á vormánuðum við forstöðumannastarfi stuðningsheimilisins Blönduhlíðar í Mosfellsbæ. Heimilið hafði verið mikið í fréttum mánuðina á undan vegna umdeildra kosningaloforða og vandræðagangs við opnun þess.
Nú hefur heimilið verið starfandi í hálft ár og við spyrjum Birgi Örn um starfsemina, gagnið sem slíkt úrræði getur gert og áskoranir í meðferðarrúrræðum ungmenna. Umsjón: Þóra Tómasdóttir.
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Gagnagíslatökur, álagsárásir og svikapóstar eru meðal þeirra áskoranna sem netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, CERT-IS, þarf að eiga við í sínum störfum. Starfsmönnum þar hefur fjölgað úr tveimur í fjórtán á fimm árum, sem er til marks um aukið álag og áherslu á netöryggi hér á landi. Magni Sigurðsson, forstöðumaður CERT-IS, fræðir okkur um störf sveitarinnar í þættinum í dag.
Happy Hour kórinn hefur verið starfræktur í húsnæði Domus Vox í sex ár. Sigríður Soffía Hafliðadóttir, kórstjóri, segir markmiðið með kórnum að fá konur til að hittast og njóta þess að syngja saman. Við kíktum á kóræfingu í gærkvöldi og nutum þess að hlýða á fallegan söng.
Edda Olgudóttir kemur til okkar í sitt reglulega vísindaspjall. Í dag ætlar hún að segja okkur frá rannsóknum á þunglyndi. En þunglyndi er algeng geðröskun sem lýsir sér þannig að depurð eða leiði varir í lengri tíma.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir.
Tónlist þáttarins:
GDRN - Af og til
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Lagalisti:
Payton, Nicholas- St. James infirmary.
Freysteinn Gíslason - Vera.
Ásgeir Ásgeirsson Tónlistarm. - Floating in the Dead sea.
Bridgewater, Dee Dee - Song for my father.
Krall, Diana - They can't take that away from me.
Vienna Art Orchestra, Horn, Shirley - Someone to watch over me.
Smits, Koen, Vliet, Jeroen van, Gulli Gudmundsson - Panta.
Tómas Jónsson - Oddaflug.
Armstrong, Louis and his Savoy Ballroom Five - St. James infirmary.
Í þættinum er endurflutt framsöguerindi fjögurra manna sem upphaflega voru flutt í þættinum "Spurt og spjallað" í janúar 1961, sem Sigurður Magnússon stjórnaði. Þetta var einskonar málfundur um hvort leyfa ætti bruggun áfengs öls en Pétur Sigurðsson, alþingismaður, lagði fram frumvarp um málið veturinn 1960-61. Þeir sem komu fram í þættinum og ræddu málið voru:
Freymóður Jóhannsson, listmálari sem var andmælandi, Gunnar Dal, rithöfundur sem var andmælandi, Hinrik Guðmundsson, verkfræðingur sem var meðmælandi og Pétur Sigurðsson, alþingismaður sem var meðmælandi og flutningsmaður frumvarpsins.
Ennfremur er leikin ýmiskonar tónlist sem á einn eða annan hátt tengist efni þáttarins.
Umsjón hefur Jónatan Garðarsson.
(Áður á dagskrá 1998)
Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.
Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.
Þegar Sverrir Guðjónsson fékk ungur hlutverk í söngleik í Þjóðleikhúsinu sem krafðist þess að hann syngi á óvenju háu raddsviði fann hann að hann varð að elta þann tón. Í kjölfarið fór hann til Bretlands til að tileinka sér tæknina og er í dag eini menntaði kontratenórsöngvari landsins. Sverrir hóf ferilinn sem barnastjarna í hljómsveit föður síns og söng í danshljómsveitum, kórum, þjóðlagasveitum og leiksýningum, áður en hann lagði fyrir sig kontratenórsöng og sérhæfði sig bæði í gamalli tónlist og nýrri. Fyrir hans tilstilli hefur orðið til fjöldi nýrra tónverka, oftar en ekki samin sérstaklega fyrir Sverri og hans einstaka raddsvið. Sjálfur hefur hann líka átt við tónsmíðar og unnið tónlist með fjölbreyttri flóru listamanna um heim allan. Sverrir Guðjónsson er gestur svipmyndar í Víðsjá dagsins.
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Á morgun opnar myndlistarsýningin Tveir heimar í Iðu Zimsen. Þar verða sýnd verk sem Mouhamed hefur unnið að undanfarin 5 ár. Hann kemur frá Mauritaníu og hefur búið á Íslandi síðan 2010/11. Við ræðum við Mouhamed Lo og Láru Jónu Þorsteinsdóttur.
Brynja Hjálmsdóttir, sjónvarpsrýnir Lestarinnar, rýnir í nýja íslenska sjónvarpsþætti sem koma úr smiðju Birkis Blæs Ingólfssonar og Harðar Rúnarssonar.
Að lokum fáum við pistil frá Atla Bollasyni sem er með hugann við ferðamannastaðinn Taormina á Sikiley.
Fréttir
Fréttir
Óvíst er hve langan tíma tekur að koma starfsemi í álverinu á Grundartanga í samt lag eftir bilun í rafbúnaði. Bilunin er áfall fyrir nærsamfélagið, segir bæjarstjóri Akraness.
Fullt er út úr dyrum á kynningarfundi Vegagerðarinnar um Sundabraut, í stærsta bíósalnum í Egilshöll. Skiptar skoðanir eru hjá Grafarvogsbúum um framkvæmdina.
Spilafíknarráðgjafi segir fá úrræði í boði fyrir spilafíkla. Bæði stjórnvöld og almenningur átti sig illa á umfangi og alvarleika vandans.
Lagt er til að dregið verði úr áhrifum ráðherra á skipun æðstu embættismanna. Í nýrri skýrslu segir að ráðherrar hafi hvergi jafnmikið um málið að segja og á Íslandi.
Ferðamenn og aðrir safngestir voru ánægðir að komast inn á Louvre-listasafnið í París í morgun. Safnið var opnað í dag í fyrsta sinn eftir ránið á sunnudag.
Umsjón: Erla María Markúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að koma moskító-flugna til landsins yrði líklega ekki jafn óþægileg fyrir landsmenn og þegar lúsmýið nam hér land. Tegundin sé þekkt fyrir að stinga bæði menn og dýr, en sé ekki smitberi lífshættulegra sjúkdóma á norðurhveli jarðar. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræðir við Gísla
Ísland og Grænland eru nánir grannar en samstarf þeirra og samskipti hafa ekki alltaf verið mikil. Forsætisráðherra og formaður grænlensku landstjórnarinnar skrifuðu í gær undir yfirlýsingu um sameiginlega sýn á framtíð Norður-Atlantshafssvæðisins og að vinna ætti að sjálfbærri efnahagsþróun. Vísuðu þau til samstarfsyfirlýsingar frá 2022 sem ætti að fylgja eftir af auknum krafti.
Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Í Krakkaheimskviðum fjöllum við um fréttir af því sem gerist ekki á Íslandi, en tengist því samt stundum. Karitas kafar í heimsmálin ásamt góðum gestum og fjallar á einfaldan, skýran og skemmtilegan hátt um allt milli himins og jarðar.
Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir
Í þessum þætti Krakkaheimskviða fjallar Karitas um stöðuna á Gaza, vopnahlé og friðarviðræður. Fréttamaðurinn Oddur Þórðarson er gestur þáttarins og útskýrir atburði síðustu vikna.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.
Hljóðritun frá tónleikum í Isarphilharmonie-salnum í München, 3. okt. sl.
Í aðalhlutverkum:
Wozzeck: Christian Gerhaher.
María: Malin Byström.
Tambúr-majórinn: Eric Cutler.
Læknirinn: Brindley Sherratt.
Kór Bæverska útvarpsins og Barnakór Bæversku ríkisóperunnar syngja,
Sinfóníuhljómsveit Bæverska útvarpsins leikur;
Simon Rattle stjórnar
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Gagnagíslatökur, álagsárásir og svikapóstar eru meðal þeirra áskoranna sem netöryggissveit íslenskra stjórnvalda, CERT-IS, þarf að eiga við í sínum störfum. Starfsmönnum þar hefur fjölgað úr tveimur í fjórtán á fimm árum, sem er til marks um aukið álag og áherslu á netöryggi hér á landi. Magni Sigurðsson, forstöðumaður CERT-IS, fræðir okkur um störf sveitarinnar í þættinum í dag.
Happy Hour kórinn hefur verið starfræktur í húsnæði Domus Vox í sex ár. Sigríður Soffía Hafliðadóttir, kórstjóri, segir markmiðið með kórnum að fá konur til að hittast og njóta þess að syngja saman. Við kíktum á kóræfingu í gærkvöldi og nutum þess að hlýða á fallegan söng.
Edda Olgudóttir kemur til okkar í sitt reglulega vísindaspjall. Í dag ætlar hún að segja okkur frá rannsóknum á þunglyndi. En þunglyndi er algeng geðröskun sem lýsir sér þannig að depurð eða leiði varir í lengri tíma.
Umsjón: Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir.
Tónlist þáttarins:
GDRN - Af og til
Eyvindur P. Eiríksson les Bárðar sögu Snæfellsáss í hljóðritun frá 1992.
Bárðar saga er síðasta Íslendingasagan sem flutt verður á Rás 1 að sinni. - Þetta er landvættasaga eða trölla. Aðalhetjan Bárður er sonur Dumbs jötnakonungs í Hafsbotnum, en við hann er Dumbshaf kennt. Bárður flyst til Íslands og gerist hollvættur Snæfellinga, sem hann hefur raunar síðan verið í hugum manna. Seinni hluti sögunnar segir mest frá Gesti syni Bárðar. Þar er einnig sagt af Helgu Bárðardóttur og óvenjulegum örlögum hennar. Hún hrekst á ísjaka til Grænlands og verður þar frilla Miðfjarðar-Skeggja. Heim komin til Íslands verður Helga að skiljast frá honum og flakkar síðan um eirðarlaus. Bárðar sögu prýða ýmsar snjallar vísur. - Hún er fjórir lestrar.

Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Stjórn félags fagfólks um offitu stendur fyrir ráðstefnu í Salnum í Kópavogi í næstu viku þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar fjalla um nýjustu þekkingu á offitu, ýmsa vinkla tengda forvörnum og meðferð við offitu. Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir við offitumeðferðir fullorðinna, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá ráðstefnunni og þróuninni þegar kemur að þessu mikilvæga málefni.
Slow Food samtökin á Íslandi vilja sýna hvernig nærandi ferðaþjónusta getur stutt við og styrkt þá innviði sem er á hverju svæði og dregið fram sérstöðu þess og stutt við sjálfbæra atvinnuuppbyggingu um landið. Næstu helgi býður Skagafjörður til matarveislu í samstarfi við Slow Food á Íslandi og Crisscross matarferðir. Ferðin er hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á matarmenningu, staðbundnum hráefnum og persónulegri upplifun af landslagi og lífi í sveitinni. Þátttakendur fá að kynnast fjölbreyttri framleiðslu og fólkinu á bak við hana, bændum, frumkvöðlum og listafólki. Við heyrðum í Þórhildi Maríu Jónsdóttur verkefnastjóra hjá Farskólanum símenntunarmiðstöð Norðurlandi vestra í þættinum.
Framhaldsskólinn á Laugum fagnar 100 ára afmæli á laugardaginn, en skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal frá árinu 1925. Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari var á línunnu í dag og fræddi okkur um merkilega sögu skólans, starfsemina og afmælið í dag.
Tónlist í þættinum í dag:
Þú trumpar ekki ástina / Bogomil Font og greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason)
Vi kommer aldrig til att dö / Bo Kaspers Orkester (Bo Kasper)
Fragile / Sting (Sting)
The Great Big Warehouse in the Sky / Pétur Ben (Pétur Ben)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Popp og pólitík
Umsjón: Kristján Guðjónsson og Lóa Björk Björnsdóttir.
Á morgun opnar myndlistarsýningin Tveir heimar í Iðu Zimsen. Þar verða sýnd verk sem Mouhamed hefur unnið að undanfarin 5 ár. Hann kemur frá Mauritaníu og hefur búið á Íslandi síðan 2010/11. Við ræðum við Mouhamed Lo og Láru Jónu Þorsteinsdóttur.
Brynja Hjálmsdóttir, sjónvarpsrýnir Lestarinnar, rýnir í nýja íslenska sjónvarpsþætti sem koma úr smiðju Birkis Blæs Ingólfssonar og Harðar Rúnarssonar.
Að lokum fáum við pistil frá Atla Bollasyni sem er með hugann við ferðamannastaðinn Taormina á Sikiley.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, verður gestur okkar í upphafi þáttar þegar við ræðum gagnrýni á félagið og bleika daginn sem er í dag.
Við höfum töluvert rætt um stöðu íslenskunnar að undanförnu, en hvernig stendur vesturíslenskan í Norður-Ameríku? Helga Hilmisdóttir, sviðsstjóri hjá Árnastofnun, þekkir þau mál vel og ræðir við okkur um tunguna og söguna.
Við ætlum að halda áfram umræðu um tekjuskatt og leiðir til að létta undir með ungum fjölskyldum í ljósi frétta frá Póllandi þar sem tveggja barna foreldrar verða samkvæmt nýjum lögum undanþegnir tekjuskatti. Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, ræðir þessi mál við okkur.
Við heyrum reglulega minnst á upplýsingahernað Rússa þessi misserin, ekki síst í tengslum við pólitík vestrænna landa. Hvað erum við nákvæmlega að tala um? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir sökkti sér í málið í meistaranámi sínu og segir okkur hverju hún varð nær fyrir vikið.
Monika Hjálmtýsdóttir, formaður Félags fasteignasala, ræðir við okkur um sérstaka stöðu á fasteignamarkaði.
Niðurstöður nýjustu mælingar Maskínu sýna að fylgi stjórnmálaflokkanna er á talsverðri hreyfingu. Við tökum púlsinn á pólitíkinni með Ólafi Þ. Harðarsyni prófessor emeritus í stjórnmálafræði.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Maggi Eiríks fyrir utan gluggann þinn, Hin útgáfan í boði Lítið Eitt, nokkur bleik lög í tilefni dagsins, franskur geimköttur og Robert Plant Wool!
Lagalisti þáttarins:
Mannakorn - Fyrir utan gluggann þinn.
MR.MISTER - Broken wings.
Bubbi Morthens - Bleikir Þríhyrningar.
Aerosmith - Pink.
Salka Sól Eyfeld - Úr gulli gerð.
ROLLING STONES - Waiting on a Friend.
Máni Orrason - Pushing.
HIPSUMHAPS - Bleik ský.
THE FLAMING LIPS - Yoshimi Battles The Pink Robots.
Kristmundur Axel, GDRN - Blágræn.
WEEZER - Say it Aint So.
Young, Lola - d£aler.
sombr - 12 to 12.
BJÖRK - Venus As A Boy.
Sunny Day Real Estate - One.
St. Paul & The broken bones - Sushi and Coca-Cola.
PEARL JAM - Wishlist.
MUGISON - Kletturinn.
R.E.M. - The One I Love.
Crookes, Joy - Somebody To You.
BOB DYLAN - The Times They Are a-Changin'.
Lítið eitt - Tímarnir líða og breytast.
Snorri Helgason - Torfi á orfi.
Fatboy Slim - Praise you.
Á móti sól - Fyrstu laufin.
GUS GUS - Crossfade.
Possibillies - Handaband.
LED ZEPPELIN & SANDY DENNY - The Battle of Evermore.
Wolf Alice hljómsveit - Just Two Girls.
GEORGE HARRISON - Got My Mind Set On You.
Of Monsters and Men - Ordinary Creature.
ARLO PARKS - Hurt.
THE DOORS - Touch Me.
GUNS 'N ROSES - Think About You.
FLEETWOOD MAC - Gypsy.
Gossip - Heavy Cross.
Friðrik Dór Jónsson - Hugmyndir.
Ashcroft, Richard - Lovin' You.
Turnstile - SEEIN' STARS.
PSYCHEDELIC FURS - Pretty in Pink (80).

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Skagamenn eru uggandi yfir lokun annarrar kerlínu Norðuráls á Grundartanga. Framleiðslan dróst saman um tvo þriðju og óvíst er hvenær hún hefst á ný.
Starfsemi erlendra veðmálasíðna hér á landi er komin til að vera, segir dómsmálaráðherra. Hafa þurfi eftirlit með starfseminni og að hún skili tekjum í ríkissjóð.
Björgunarsveitir voru kallaðar út á Suðausturlandi í morgun. Norðanhríð er á Austurlandi og Fjarðarheiði er lokuð. Óvíst er hvort hún verður opnuð í dag.
Varaforseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra Ísraels eru sammála um að friðaráætlun Donalds Trumps geti stuðlað að stöðugleika í Mið-Austurlöndum. Þrýst á ísraelsk stjórnvöld að rýmka frekar fyrir neyðaraðstoð inn á Gaza.
Formaður félags flugumferðarstjóra er bjartsýnn á að hægt verði að aflýsa frekari verkfallsaðgerðum. Boðuð vinnustöðvun á morgun ylli mikilli röskun.
Sænsk stjórnvöld ætla að kynna vopnasendingar til Úkraínu á blaðamannafundi með forseta Úkraínu eftir hádegið.
Moskító-flugur teljast ekki hafa numið hér land nema þær lifi veturinn að mati sérfræðinga sem telja þær þó fullfærar um það.
Hvorki verða skíðamenn frá Rússlandi né Belarús á Ólympíuleikunum á Ítalíu í byrjun næsta árs því Alþjóðaskíðasambandið bannar þeim áfram þátttöku í alþjóðlegum keppnum.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson
Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Við ræddum netöryggi í þættinum. Þegar Halla forseti fór í opinbera ferð til Finnlands á dögunum voru ma. með í sendinefnd fulltrúar frá Netöryggisfrirtækinu Key Strike. Þar var áhersla lögð á dual-use tækni sem er tvíhliða tækni sem nýtist bæði til að vernda borgaraleg og hernaðarleg skotmörk í stríði. Við ætlum að forvitnast betur um dual – use tækni og netöryggi sem er risastór hluti af varnarviðbragði Norðurlandaþjóða og Evrópu almennt. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir frá Key Strike kom til okkar.
Fyrir nokkrum árum lagðist Ingunn Lára Kristjánsdóttir í mikla rannsóknarvinnu til að fræðast meira um þessa tegund mannskeppnunar, Skinkuna. En hver er staðan í dag? Ingunn kom í heimsókn.
Það styttist í stóra daginn á föstudag en þá verður þess minnst á 50 ár eru liðin frá stóra kvennaverkfallinu 1975. Undirbúningur fyrir stóra daginn er í fullum gangi og við heyrðum í Ingu Auðbjörgu sem er verkerfnastýra Kvennaverkfalls.
Líkt og kom fram í Kveiksþætti gærkvöldsins virðist svo vera að íslendingar eyði tugum milljarða í veðmál á erlendum og ólöglegum veðmálasíðum í ár Þetta er mat bandarísks fyrirtækis sem sérhæfir sig í veðmálamarkaðnum. Síðurnar hafa ekki leyfi til að starfa hér en hafa samt gert það árum saman án vandkvæða. En hvernig eru reglurnar í kringum þessi mál þegar kemur að íþróttahreyfingunni og hvernig er hægt að berjast gegn þessu ? Þeir Willum Þór Þórsson forseti ÍSÍ og Skúli Bragi Geirdal sviðsstjóri Netvís komu til okkar í dag.
Það stendur yfir fimleikaveisla á Ruv en HM í fimleikum ér í gangi. Dagur Kári Ólafsson var í dag fyrstur Íslendinga til að keppa í fjölþraut á heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum og við ræddum við Guðmund Brynjólfsson þjálfara og aðalmanninn hjá okkur á ruv sem lýsir keppninni í beinni.
Svava Arnardóttir, formaður Geðhjálpar, sat heimsþing raddheyrenda í Prag um miðjan október. Á þinginu var fólk sem heyrir raddir, sér sýnir eða hefur haft aðrar óhefðbundnar upplifanir, aðstandendur og fagfólk víða að úr heiminum, Svava kom til okkar og ræddi raddheyrendur.
Fréttir
Fréttir
Óvíst er hve langan tíma tekur að koma starfsemi í álverinu á Grundartanga í samt lag eftir bilun í rafbúnaði. Bilunin er áfall fyrir nærsamfélagið, segir bæjarstjóri Akraness.
Fullt er út úr dyrum á kynningarfundi Vegagerðarinnar um Sundabraut, í stærsta bíósalnum í Egilshöll. Skiptar skoðanir eru hjá Grafarvogsbúum um framkvæmdina.
Spilafíknarráðgjafi segir fá úrræði í boði fyrir spilafíkla. Bæði stjórnvöld og almenningur átti sig illa á umfangi og alvarleika vandans.
Lagt er til að dregið verði úr áhrifum ráðherra á skipun æðstu embættismanna. Í nýrri skýrslu segir að ráðherrar hafi hvergi jafnmikið um málið að segja og á Íslandi.
Ferðamenn og aðrir safngestir voru ánægðir að komast inn á Louvre-listasafnið í París í morgun. Safnið var opnað í dag í fyrsta sinn eftir ránið á sunnudag.
Umsjón: Erla María Markúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Markús Hjaltason
Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Gísli Már Gíslason, prófessor emeritus í vatnalíffræði, segir að koma moskító-flugna til landsins yrði líklega ekki jafn óþægileg fyrir landsmenn og þegar lúsmýið nam hér land. Tegundin sé þekkt fyrir að stinga bæði menn og dýr, en sé ekki smitberi lífshættulegra sjúkdóma á norðurhveli jarðar. Ólöf Rún Erlendsdóttir ræðir við Gísla
Ísland og Grænland eru nánir grannar en samstarf þeirra og samskipti hafa ekki alltaf verið mikil. Forsætisráðherra og formaður grænlensku landstjórnarinnar skrifuðu í gær undir yfirlýsingu um sameiginlega sýn á framtíð Norður-Atlantshafssvæðisins og að vinna ætti að sjálfbærri efnahagsþróun. Vísuðu þau til samstarfsyfirlýsingar frá 2022 sem ætti að fylgja eftir af auknum krafti.
Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur alþjóðastjórnmálafræðing.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Markús Hjaltason

Fréttastofa RÚV.
Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Of Monsters and Men - Tuna in a can.
THE PRETENDERS - Brass In Pocket.
Jordana, Almost Monday - Jupiter.
Magdalena Bay - Ashes to Ashes (triple j Like A Version).
Turnstile - SEEIN' STARS.
Mugison - Til lífins í ást.
ROLLING STONES - No Expectations.
Jeff Tweedy - Enough.
Geese - Au Pays du Cocaine.
FLEETWOOD MAC - The Chain.
Páll Óskar, Benni Hemm Hemm - Eitt af blómunum.
Tame Impala - My old Ways
Telepopmusik - Breathe.
Saint Pete - Superman.
GKR - Stælar.
Gugusar - Nær.
Honey Dijon, Chloe - The Nightlife.
100 gecs, Basement Jaxx - Wheres my head at
Artemas - Superstar
Máni Orrason - Pushing.
Haim, Bon Iver - Tie you down
JOHN GRANT - GMF
Ásgeir Trausti - Smoke.
Royel Otis - Who's your boyfriend.
Wet Leg - Mangetout
Hayley Williams - Parachute.
Fischerspooner - Emerge.
Water From Your Eyes - Playing Classics.
Earl Sweatshirt - TOURMALINE
Phantogram - Earthshaker
Daði Freyr Pétursson - Me and you.
Fcukers - I Like It Like That.
Digital Ísland - Eh plan?.
GUS GUS, NÝDÖNSK OG HJALTALÍN - Þriggja daga vakt.
Fred Again.., Amyl and the Sniffers - You're a Star
Stereophonics - Colours of October
Tracy Chapman - Smoke and Ashes
Big Thief - Los Angeles
Blondshell ft. Gigi Perez - Arms
Wednesday - Townies
Talking Heads - Heaven
Charlatans, the - Deeper and Deeper

Umsjón: Andrea Jónsdóttir.