18:00
Kvöldfréttir útvarps
Bilun í Norðurái, Sundabraut, spilafíkn og embættismenn
Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Fréttir

Óvíst er hve langan tíma tekur að koma starfsemi í álverinu á Grundartanga í samt lag eftir bilun í rafbúnaði. Bilunin er áfall fyrir nærsamfélagið, segir bæjarstjóri Akraness.

Fullt er út úr dyrum á kynningarfundi Vegagerðarinnar um Sundabraut, í stærsta bíósalnum í Egilshöll. Skiptar skoðanir eru hjá Grafarvogsbúum um framkvæmdina.

Spilafíknarráðgjafi segir fá úrræði í boði fyrir spilafíkla. Bæði stjórnvöld og almenningur átti sig illa á umfangi og alvarleika vandans.

Lagt er til að dregið verði úr áhrifum ráðherra á skipun æðstu embættismanna. Í nýrri skýrslu segir að ráðherrar hafi hvergi jafnmikið um málið að segja og á Íslandi.

Ferðamenn og aðrir safngestir voru ánægðir að komast inn á Louvre-listasafnið í París í morgun. Safnið var opnað í dag í fyrsta sinn eftir ránið á sunnudag.

Umsjón: Erla María Markúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson

Tæknimaður: Markús Hjaltason

Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Er aðgengilegt til 22. október 2026.
Lengd: 10 mín.
,