22:07
Mannlegi þátturinn
Ráðstefna um offitu, matarveisla í Skagafirði og 100 ára afmæli á Laugum
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Stjórn félags fagfólks um offitu stendur fyrir ráðstefnu í Salnum í Kópavogi í næstu viku þar sem innlendir og erlendir sérfræðingar fjalla um nýjustu þekkingu á offitu, ýmsa vinkla tengda forvörnum og meðferð við offitu. Erla Gerður Sveinsdóttir, sérfræðilæknir við offitumeðferðir fullorðinna, kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá ráðstefnunni og þróuninni þegar kemur að þessu mikilvæga málefni.

Slow Food samtökin á Íslandi vilja sýna hvernig nærandi ferðaþjónusta getur stutt við og styrkt þá innviði sem er á hverju svæði og dregið fram sérstöðu þess og stutt við sjálfbæra atvinnuuppbyggingu um landið. Næstu helgi býður Skagafjörður til matarveislu í samstarfi við Slow Food á Íslandi og Crisscross matarferðir. Ferðin er hugsuð fyrir alla sem hafa áhuga á matarmenningu, staðbundnum hráefnum og persónulegri upplifun af landslagi og lífi í sveitinni. Þátttakendur fá að kynnast fjölbreyttri framleiðslu og fólkinu á bak við hana, bændum, frumkvöðlum og listafólki. Við heyrðum í Þórhildi Maríu Jónsdóttur verkefnastjóra hjá Farskólanum símenntunarmiðstöð Norðurlandi vestra í þættinum.

Framhaldsskólinn á Laugum fagnar 100 ára afmæli á laugardaginn, en skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal frá árinu 1925. Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari var á línunnu í dag og fræddi okkur um merkilega sögu skólans, starfsemina og afmælið í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Þú trumpar ekki ástina / Bogomil Font og greiningardeildin (Bragi Valdimar Skúlason)

Vi kommer aldrig til att dö / Bo Kaspers Orkester (Bo Kasper)

Fragile / Sting (Sting)

The Great Big Warehouse in the Sky / Pétur Ben (Pétur Ben)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,