11:03
Mannlegi þátturinn
Hinrik Örn og hátíðarmaturinn og tilfinningalífið í aðdraganda jóla með Valdimari

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Við helltum okkur í sælkera- og hátíðarmatarspjall í dag með sérfræðingi. Hinrik Örn Lárusson er einn færasti matreiðslumaður landsins. Hann er nánast alinn upp í atvinnueldhúsi, en fjölskylda hans rak Hótel Heklu og hann tók sínar fyrstu kokkavaktir sem nemi 15 ára á Hótel Sögu. Hann hefur keppt fyrir hönd Íslands var matreiðslumaður ársins á íslandi 2024 og vann evrópukeppnina 2025. Í dag rekur hann með félögum sínum Sælkerabúðina, Lux veitingar og nýja veitingastaðinn Brasa í Turninum á Smáratorgi. Við ræddum við Hinrik um hátíðarmatinn, hvernig á að hantera hinar ýmsu tegundir kjöts, sósurnar og bara ýmislegt sem viðkemur hátíðarmatnum.

Svo voru það mannlegu samskiptin með Valdimari Þór Svavarssyni ráðgjafa. Í dag ræddi hann við okkur um tilfinningalífið í aðdraganda jóla. Jólin eiga auðvitað að vera tími ljóss og friðar og er það vonandi hjá sem flestum. En það er ekki fram hjá því litið að þau geta líka reynst öðrum erfið, af ýmsum ástæðum. Valdimar Þór fór með okkur yfir þetta í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Jólin með þér / Ragnheiður Gröndal (Ragnheiður Gröndal)

Himnasending / Eivör Pálsdóttir og Stefán Hilmarsson (Odd Norstoga, texti Kristján Hreinsson)

Aðfangadagskvöld / Helga Möller (Gunnar Þórðarson, texti Þorsteinn Eggertsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
,