14:03
Á tónsviðinu
Jólalög eftir Peter Warlock og Elizabeth Poston

Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.

Í þættinum verða flutt jólalög eftir bresku tónskáldin Peter Warlock og Elizabeth Poston. Warlock fæddist 1894 og Poston 1905. Þau voru góðir vinir og áttu það sameiginlegt að semja mörg jólalög. Frægasta jólalag Warlocks er "Bethlehem Down", sem hann samdi árið 1927, en Poston er einkum þekkt fyrir jólalagið "Jesus Christ the Apple Tree", sem hún samdi árið 1960. Þessi lög verða sungin í þættinum og einnig minna þekkt jólalög eftir tónskáldin.

Er aðgengilegt til 18. mars 2026.
Lengd: 53 mín.
,