18:00
Kvöldfréttir útvarps
Trump og Zelensky, kjör kennara, staða ríkissaksóknara, heimildarmynd um Grænland tekin af dagskrá, heilsugæslan sektuð og traust til stofnana
Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Fréttir

Forsetar Bandaríkjanna og Úkraínu vanda hvor öðrum ekki kveðjurnar. Trump kallar Zelensky einræðisherra, sem á móti segir Trump lifa í rússneskri upplýsingaóreiðu.

Leikskólakennarar í tveimur sveitarfélögum til viðbótar hafa samþykkt verkfallsboðun. Samninganefndir kennara, ríkis og sveitarfélaga sitja á fundi til að reyna að afstýra næstu verkföllum sem eiga að hefjast á föstudag.

Enn eru nokkrar vikur í að lausn fáist í deilu ríkissaksóknara og vararíkissaksóknara. Ákvörðun fyrri ráðherra torveldar málið.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins þarf að greiða fimm milljóna króna stjórnvaldssekt vegna þess að hún veitti einkareknum heilsugæslustöðvum og fleirum aðgang að sjúkraskrárkerfi sínu.

Og traust almennings í garð þjóðkirkjunnar hefur aukist en embætti forseta nýtur minna trausts en áður.

Umsjón: Ævar Örn Jósepsson og Brynjólfur Þór Guðmundsson

Tæknimaður: Mark Eldred

Stjórn útsendingar: Margrét Júlía Ingimarsdóttir

Er aðgengilegt til 19. febrúar 2026.
Lengd: 10 mín.
,