PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

Party Zone listinn mars 2024

Mál málanna í þessum þætti er glænýr PartyZone listi topp 30.

Sem fyrr fáum við plötusnúðana til gramsa í plötukössunum sínum og segja okkur hvaða lög eru trylla á dansgólfunum þessa dagana. Þáttastjórnendur grúska sömuleiðis í helstu kreðsum danstónlistarinnar.

Útkoman er funheitur PartyZone listi með öllu því þéttasta sem hefur verið koma út í danstónlistinni síðustu vikur. Múmía kvöldsins er síðan klassík frá árinu 1991, en það fannst nýverið upptaka af árslista Partyzone sem útvarpað var á framhaldsskólastöðinni Útrás í janúar 1992.

Þessi týndi árslisti var settur í hlaðvarp þáttarins um daginn og hefur vakið mikla lukku.

Frumflutt

21. mars 2024

Aðgengilegt til

21. mars 2025
PartyZone:  Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone: Dansþáttur þjóðarinnar

PartyZone - Dansþáttur þjóðarinnar frá 1990 - Við grúskum í og spilum alla heitustu danstónlistina í dag í bland við dansbombur fortíðar í dagskrárliðnum múmía kvölsins.

Sem fyrr eru plötusnúðar þungamiðja þáttarins og munu helstu plötusnúðarnir koma í heimsókn og taka DJ sett. Mánaðarlega kynnum við Topp 30 PartyZone listann valinn af plötusnúðunum. Við segjum fréttir af íslensku danssenunni og gefum íslenskri danstónlist sérstakan sess í þessari endurkomu PZ í línulega dagskrá á Rás 2.

Umsjón: Helgi Már Bjarnason og Kristján Helgi Stefánsson.

Þættir

,