Svipmynd af mannlífi einn sumardag á Sumartónleikum í Skálholti, nánar tiltekið laugardaginn 23.07.2005. Þeir sem koma fram í þættinum eru: Signý Pálsdóttir, menningarstjóri, Gunnar A. Kristinsson, tónskáld ; Elín Edda Árnadóttir, leikmynda- og búningahöfundur og matráðskona ; Sigurður Halldórsson, sellóleikari og listrænn stjórnandi ; Þorsteinn Gylfason, heimspekingur ; Berglind M. Tómasdóttir, framkvæmdastjóri ; Halla Steinunn Stefánsdóttir, fiðluleikari og fyrirlesari ; Þórdís Heiða Kristjánsdóttir og Hildur Guðný Þórhallsdóttir, leiðbeinendur í tónlistarsmiðju og Sverris Guðjónsson, söngvari.
Í þættinum eru fluttar upptökur af þremur tónverkum dagsins á tónleikum dagsins: Symphoniae sacrae nr. 2 og nr. 18. Flytjendur Bachsveitin og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran og Ágúst Ólafsson, barítón, eftir heinrich Schutz. Einnig: Arian Lascia ch'io pianga úr Rinaldo eftir G.F. Handel. Flytjendur: Bachsveitin og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir.

Útvarpsfréttir.

Veðurstofa Íslands.

„Hverra manna ert þú?“ er algeng spurning hér á landi þegar maður hittir einhvern í fyrsta sinn. En hvað ef við spyrjum aðra manneskju þessarar spurningar og svarið leiðir út fyrir landsteinana? Í þáttaröðinni Hverra manna segja bæði innfæddir Íslendingar og innflytjendur frá ömmum og öfum sínum af erlendum uppruna; ömmur og afar sem ólu þau upp, gáfu þeim innsýn inn í fortíðina eða hjálpuðu þeim að skilja sjálfa sig.
Umsjón: Jelena Ćirić
Ritstjórn: Jóhannes Ólafsson
Myndirnar sem prýða kynningarefni eru af Salah el Din Hafez Awad og Afaf (Fifi) Abdel Lazim Lotfy.
Rithöfundurinn Maó Alheimsdóttir segir frá langömmu sinni Bronisława, sem var verndari hennar á erfiðu æskuheimili.
Viðmælandi: Maó Alheimsdóttir
Tónlist:
Nick Drake – Horn
Adrianne Lenker – Mostly Chimes
Giulio Caccini - Ave Maria í flutningi Barnakórs Varmárskóla
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir þáttarins eru Vilborg Ása Guðjónsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingkona Samfylkingarinnar og Þórólfur Matthíasson hagfræðingur.
Farið var um víðan völl af innlendum og erlendum vettvangi í þætti dagsins. Rætt var um Þorlákshafnarmálið, verðbólgu og húsnæðismarkaðinn. veiðigjaldamálið, innviðauppbyggingu, skipun Loga Einarssonar og á syni Ölmu Möller yfir opinbera nefnd, ásælni Donalds Trumps í Grænland, stríðið í Úkraníu og harmleikinn á Gaza.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Tæknimaður: Þráinn Steinsson
Útvarpsfréttir.
Ólafur Adolfsson verður næsti þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta var ákveðið á fundi í Valhöll sem er nýlokið.
Bandaríkjastjórn hefur fellt vegabréfsáritun forseta Palestínu úr gildi, skömmu fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Þar stendur til að Frakkar viðurkenni sjálfstæði Palestínu.
Aðalhagfræðingur Arion banka segir rök fyrir vaxtalækkun. Hagkerfið dróst saman á síðasta ársfjórðungi.
Umsagnir um fyrirhugaða móttöku- og geymslustöð Carbfix í Ölfusi bera með sér að íbúar hafa töluverðar áhyggjur af framkvæmdinni.
Drengurinn sem týndist í Ölfusborgum austur af Hveragerði í gær fannst heill á húfi á fjórða tímanum í nótt.
Elísabet önnur Englandsdrottning var á móti Brexit, að því er fram kemur í nýrri bók, sem byggð er á heimildarmönnum úr konungshöllinni.
Sveitastjórn Fjallabyggðar skoðar að skila rekstri hjúkrunarheimilis á Ólafsfirði aftur til ríkisins vegna langvarandi hallareksturs.
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta spilar núna annan leik sinn á Evrópumótinu í Katowice í Póllandi. Mótherjar dagsins eru Belgar.
Fréttaskýringaþáttur sem fjallar á ítarlegan og lifandi hátt um heimsmálin, um allt það sem ekki gerist á Íslandi.
Umsjón: Birta Björnsdóttir og Bjarni Pétur Jónsson.
Við fjöllum um bjargvætti í Sumarheimskviðum í dag en þetta er síðasti þáttur sumarsins. Í næstu viku hefjast Heimskviður að nýju. Og í síðasta þættinum ætlum við að fjalla um þá sem gera sitt besta til að gagnast góðum málefnum, það er annars vegar að bjarga flækingshundum í Taílandi og hins vegar írska tungumálinu.
Hip-hop tríóið Kneekap frá Norður-Írlandi rappar bara á írsku og helsta markmiðið er að gera írskuna aðgengilegri fyrir ungt fólk. Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir fjallaði um Kneekap í lok mars, og hvað gerir sveitina og írska tungumálið svona sérstakt.
Svo fjallar Ólöf Ragnarsdóttir um írskan athafnamann sem ákvað að helga líf sitt því að bjarga flækingshundum í Taílandi? Og af hverju hefur starf hans vakið athygli víða um heim?
Í Kúrs gerast nemendur við Háskóla Íslands dagskrárgerðarmenn; segja sögur, kafa í fræðin og spyrja spurninga. Leiðbeinendur: Þorgerður E. Sigurðardóttir og Anna Marsibil Clausen.
Fyrirmyndir eru mikilvægur þáttur í mótun manneskjunar. Menning á stóran þátt í að gefa okkur fyrirmyndir til þess að spegla okkur í, en hvað með þá sem eru jaðar settir innan hennar. Elísabet Skagfjörð er eini skráði kynsegin leikarinn á síðu FÍL. Í þættinum velti ég upp spurninguni hvernig á hán sem sér ekki sjálft sig endurspeglað í menninguni að finna sér fyrirmyndir og hvernig er tilfinningin að þurfa mögulega að vera sú fyrirmynd fyrir önnur sem eru í sömu stöðu?
Umsjón: Aron Martin Ásgerðarson.
Flóttafólki hefur fjölgað mikið í heiminum og líka á Íslandi. Ekkert bendir til annars en að því eigi eftir fjölga enn frekar á næstu árum. Hverjir eiga rétt á því að fá ásjá á Íslandi og hverjir ekki? Rætt er við fólk sem starfar með umsækjendum um alþjóðlega vernd, fræðimenn og fólk sem hefur flúið til Íslands.
Þáttaröðin Ásjá var framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Flóttafólki fjölgar í heiminum og líka á Íslandi. Gripið hefur verið til margvíslegra aðgerða til að sinna fólki sem best og margir lagt hönd á plóg. Í þættinum er fjallað um þjónustu sem umsækjendum um alþjóðlega vernd stendur til boða af hálfu hins opinbera og hjá Rauða krossinum. Viðmælendur: Atli Viðar Thorstensen, Inga Sveinsdóttir, Íris Halla Guðmundsdóttir, Magnús Þorkell Bernharðsson, Nína Helgadóttir, Rannveig Einarsdóttir og Zahra Mesbah.
Þáttaröðin Ásjá var framleidd af Rás 1.
Umsjón og dagskrárgerð: Guðrún Hálfdánardóttir.
Tæknimaður: Lydía Grétarsdóttir.
Tónlist frá ýmsum tímum úr ólíkum héruðum Djasslandsins. Íslenskt og erlent í bland.
Tónlist frá útsendingarlogg 2024-05-08
Leadbelly - Fort worth and Dallas blues.
Mikael Máni Ásmundsson - Innermost.
Sunna Gunnlaugsdóttir - Sound of summer.
Aldana, Melissa - I know you know.
Lester Young - Teddy Wilson Quartet - All of me.
Bley, Carla, Jeffers, Jack, Valente, Gary, Goodrick, Michael, Haden, Charlie, Freeman, Sharon, Pepper, Jim, Slagle, Steve, Cherry, Don, Mantler, Michael, Motian, Paul, Redman, Dewey - Too late.
Armstrong, Louis and his Orchestra - If we never meet again.
Samúel Jón Samúelsson Big Band - Afróbít (with Tony Allen).
Thor Wolf - Jam funk.
Bivens, Cliff, James, Elmore, Campbell, Dave, Wilkins, Joe, Williamson, Sonny Boy, O'Dell, Frock - Eyesight to the blind.
James, Elmore - Goodbye baby.

Harpa Jósefsdóttir Amin segir frá ferðalagi um Nýja Sjáland.

Veðurfregnir kl. 18:50.

Dánarfregnir.

Sveiflutónlist og söngdansar að hætti hússins.
Söngkonan og píanóleikarinn Blossom Dearie flytur lögin Tea For Two, Manhattan, Surrey With Fringe On The Top, Little Jazz Bird, Someone To Watch Over Me og The Party's Over. Roy Hargrove og hljómsveit flytja lögin Ballad For The Children, The Mountains, Una Mas, Afrodisia, Dream Traveller og Mambo For Roy. Kenny Drew og Niels-Henning Örsted Pedersen leika lögin All Blues, You Don't Know What Love Is, There's No Greater Love og Trubbel.

Þáttur um íslenskt mál og önnur mál.
Umsjón: Anna Sigríður Þráinsdóttir og Guðrún Línberg Guðjónsdóttir.

Í Sagnaslóð er víða leitað fanga. Sagt er frá mönnum og málefnum fyrri tíma. Umsjónarmenn: Birgir Sveinbjörnsson og Jón Ormar Ormsson
Í Sagnaslóð verður haldið áfram umfjöllun um síldarævintýri Íslendinga. Fjallað er m.a. um Hvalfjarðarsíldina, Rauða torgið og
árið 1968 þegar síldin hvarf. Þá er sagt frá fljótandi síldarplani, flutningaskipinu Elísabet Hentzer sem feðgarnir Hreiðar Valtýsson og Valtýr Þorsteinsson tóku á leigu til að fylgja síldarflotanum norður í höf og salta síld um borð. Að því tilefni fylgir hluti af viðtali við Hreiðar Valtýsson útgerðarmann og Svövu Aradóttur síldarstúlku úr þættinum Lífið við höfnina frá árinu 1987, en þau voru um borð í Elísabet Hentzer.


Veðurfregnir kl. 22:05.

Í Litlu flugunni er leikin gamaldags tónlist frá öldinni sem leið: dægurlög, harmóníkutónlist, djass og danslög, með flytjendum á borð við Tónakvartettinn frá Húsavík, danshljómsveit Victors Sylvester, Caterinu Valente og Hauk Morthens.
Gömlu góðu hljómplöturnar eru í heiðri hafðar, bæði litlar og stórar, að ógleymdum segulböndum úr safni útvarpsins en í segulbandasafninu leynast margar ófáanlegar hljóðritanir með íslenskum tónlistarmönnum.
Umsjón: Lana Kolbrún Eddudóttir.
Þuríður Sigurðardóttir, Pálmi Gunnarsson og Vilhjálmur Vilhjálmsson.
Farið yfir helstu fréttir vikunnar í spjalli við fólkið í fréttunum og fréttaskýrendur.
Gestir þáttarins eru Vilborg Ása Guðjónsdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur, Ása Berglind Hjálmarsdóttir þingkona Samfylkingarinnar og Þórólfur Matthíasson hagfræðingur.
Farið var um víðan völl af innlendum og erlendum vettvangi í þætti dagsins. Rætt var um Þorlákshafnarmálið, verðbólgu og húsnæðismarkaðinn. veiðigjaldamálið, innviðauppbyggingu, skipun Loga Einarssonar og á syni Ölmu Möller yfir opinbera nefnd, ásælni Donalds Trumps í Grænland, stríðið í Úkraníu og harmleikinn á Gaza.
Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson
Tæknimaður: Þráinn Steinsson

Útvarpsfréttir.

Tónlist af ýmsu tagi.
Felix Bergsson fer fram og til baka í tíma og rúmi með hlustendum Rásar 2. Hann skoðar gjarnan það sem gerðist á deginum á árum áður, fylgist með því sem efst er á baugi í menningarlífinu og fær svo góða gesti í Fimmuna. Þeir segja af fimm atriðum sem hafa haft djúp áhrif á líf þeirra.
Geo Silica hefur vakið mikla athygli fyrir nýja aðferð við að vinna kísil úr heitu vatni og nýta í fæðubótarefni. Framkvæmdastjórinn og annar aðaleigandi, Fida Abu Libdeh, kemur í fimmu í Fram og til baka en hún hefur mjög forvitnilega sögu að segja. Fida talar um fimm staði sem hafa haft áhrif á líf hennar og þar koma Gunnuhver og Jerúsalem við sögu.

Útvarpsfréttir.
Gísli Marteinn Baldursson og Sandra Barilli leiða hlustendur inn í laugardaginn, taka stöðuna á fólki og fréttum, spila góða tónlist og fá til sín vel valda gesti í skemmtilegt spjall.
Sandra Barilli sér um Morgunkaffið þennan laugardag og fær Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur leikkonu í heimsókn.
Lög spiluð í þættinum:
Friðrik Dór Jónsson - Hugmyndir.
Chappell Roan - The Subway.
Smash Mouth - All Star.
Páll Óskar og Unun - Ástin dugir.
Ray Lamontagne - Step Into Your Power.
Jón Jónsson - Tímavél.
Mugison og Blúskompaníið - Ég trúi á þig.
Bubbi Morthens - Aldrei Fór Ég Suður.
Bríet - Wreck Me.
Úlfur Úlfur - Sumarið.
Snorri Helgason - Gleymdu mér.
Hallbjörg Bjarnadóttir - Björt mey og hrein.
Nina Simone - Here Comes The Sun.
Aron Can, Alaska1867 og Þormóður Eiríksson - Ljósin kvikna.
Kaleo - Bloodline.
JóiPé og Króli, Ussel - 7 Símtöl.
Útvarpsfréttir.
Ólafur Adolfsson verður næsti þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta var ákveðið á fundi í Valhöll sem er nýlokið.
Bandaríkjastjórn hefur fellt vegabréfsáritun forseta Palestínu úr gildi, skömmu fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. Þar stendur til að Frakkar viðurkenni sjálfstæði Palestínu.
Aðalhagfræðingur Arion banka segir rök fyrir vaxtalækkun. Hagkerfið dróst saman á síðasta ársfjórðungi.
Umsagnir um fyrirhugaða móttöku- og geymslustöð Carbfix í Ölfusi bera með sér að íbúar hafa töluverðar áhyggjur af framkvæmdinni.
Drengurinn sem týndist í Ölfusborgum austur af Hveragerði í gær fannst heill á húfi á fjórða tímanum í nótt.
Elísabet önnur Englandsdrottning var á móti Brexit, að því er fram kemur í nýrri bók, sem byggð er á heimildarmönnum úr konungshöllinni.
Sveitastjórn Fjallabyggðar skoðar að skila rekstri hjúkrunarheimilis á Ólafsfirði aftur til ríkisins vegna langvarandi hallareksturs.
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta spilar núna annan leik sinn á Evrópumótinu í Katowice í Póllandi. Mótherjar dagsins eru Belgar.
Helgarútgáfan slær taktinn með þjóðinni á laugardögum. Steiney setur puttann á púlsinn, skrunar yfir allt það skemmtilega sem er á sveimi í menningu og mannlífi hverju sinni og velur taktvissa tónlist við hæfi.
Erfiðasta vika ársins er yfirstaðin, þ.e. skólarnir eru byrjaðir og við neyðumst til að koma okkur í rútínu. Frosti Örn Gnarr frá íslenska skipulagsappinu Heima mætti í stúdíóið og sagði frá því hvernig appið hjálpar til við skipulag heimilisins og platar í raun börn til að vilja gera heimilisverk.
Frásagnartónleikar um Amy Winehouse eru á dagskrá Bæjarbíós á miðvikudaginn. Það er leik og söngkonan Gunella Hólmarsdóttir sem stendur að baki tónleikunum þar sem einnig er farið yfir stormasamt lífshlaup Amy Winehouse.
Jazzhátíð í Reykjavík er í fullum gangi en þau Rebekka Blöndal og Andrés Þór Gunnlaugsson kíktu í stúdíóið. Þau sögðu okkur frá hátíðinni og fluttu lag eftir Billie Holiday.
Akureyrarvaka er um helgina og var Þorvaldur Bjarni á línunni. Hann var í þann mund að stíga á svið í jakkafötunum til að kynna menningarárið sem framundan er. Hann mun svo rífa sig úr jakkafötunum og klæða sig í rokkgallann til að stíga á svið með Todmobile í kvöld í Gilinu.
Daði Freyr var gestastjórnandi síðasta klukkutíma þáttarins. Þau Steiney ræddu meðal annars Fruity loops, Eurovision, körfubolta og rútur.
Tónlist
ELVAR - Miklu Betri Einn
ROLE MODEL - Sally, When The Wine Runs Out
PRINS PÓLÓ - Hakk Og Spaghettí
JONAS BROTHERS - Sucker
Á MÓTI SÓL - Okkur Liður Samt Vel
MARK RONSON, AMY WINEHOUSE - Valerie
AMY WINEHOUSE - You Know I'm No Good
JOHNNY NASH - I Can See Clearly Now
ANNA RICHTER - Allt Varð Svo Hljótt
THE LOVIN' SPOONFUL - Summer In The City
ALICIA KEYS - Try Sleeping With A Broken Heart
THE HOUSEMARTINS - Happy Hour
LAUFEY - Silver Lining
OF MONSTERS AND MEN - Wild Roses
GILDRAN - Staðfastur Stúdent
UNA TORFADÓTTIR - Fyrrverandi
ZACH BRYAN - Streets Of London
STUÐLABANDIÐ - Við Eldana
REBEKKA BLÖNDAL - Lítið Ljóð
THE BLACK KEYS - No Rain, No Flowers
DOECHII - Anxiety
PAUL MCCARTNEY - Hope Of Deliverance
TODMOBILE - Brúðkaupslagið
TODMOBILE - Ég Heyri Raddir
DAÐI FREYR PÉTURSSON - Me And You
DAÐI FREYR PÉTURSSON - Hvað Með Það?
FRIÐRIK DÓR JÓNSSON, MOSES HIGHTOWER - Bekkjarmót og Jarðarfarir
HUNTRX - Golden
DAÐI FREYR PÉTURSSON - Whole Again
MONTAIGNE - Don't Break Me
BLUSHER - Racer
ELÍN HALL - Wolf Boy
EVERYTHING EVERYTHING - Teletype
DAÐI FREYR PÉTURSSON - I Don't Wanna Talk

Rapparinn og plötusnúðurinn Ragga Holm á Rás 2 alla laugardaga með tónlistarþáttinn Smell. Frábær upphitun fyrir kvöldið!

Fréttir

Farið yfir vinsælustu lög Rásar 2 þessa vikuna.
Umsjón: Hulda G. Geirsdóttir.
Samantekt lista: Sigurður Þorri Gunnarsson.

Fréttastofa RÚV.

Stuð, stemning og suðræn sveifla á Rás 2, öll laugardagskvöld í sumar.
Doddi sér til þess að hitinn fari aldrei undir 20 gráður með sumarlegum tónum.

Heiða Eiríks og Ingi Þór stjórna Næturvaktinni til skiptis. Þau spjalla við landann og spilar tónlist úr öllum áttum á laugardagskvöldum. Ljúfir tónar, brjálað rokk og óskalög úr öllum landshornum.
