16:05
Síðdegisútvarpið
Fréttaljósmyndir,skilnaður Lily Allen og staðan á álftinni
Síðdegisútvarpið

Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Íslenska kvennalandsliðið mætir því norður írska í seinni leik liðanna um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar á Þróttarvelli núna kl 5, Ísland er með 2-0 forystu í einvíginu eftir sigur úti á Norður-Írlandi fyrir helgi.

Eins og margir vita þá átti leikurinn að fara fram á Laugardalsvelli í gær en vegna vallarskilirða og ófærðar var leiknum frestað. Helga Margrét Höskuldsdóttir var á línunni frá Þróttarvelli.

Á mánudaginn heyrðum við í Eggerti Val Guðmundssyni oddvita Rangárþings ytra sem vill að gripið verði til aðgerða til að stemma stigu við alfriðaðri álft því hún valdi miklum skaða meðal annars á kornökrum. Ólafur Einarsson fuglafræðingur og kennari veit manna best um álftir, hefur rannsakað og skoðað þennan tignarlega fugl í áraraðir við heyrðum í honum í þættinum.

Fortíð og framtíð takast á í glænýrri útfærslu Kolfinnu Nikulásdóttur á frægasta leikriti heims. Hamlet, leikrit leikritanna, verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu á föstudaginn. Við fengum til okkar í kaffisopa þau Villa Neto og Berglind Öldu Ástþórsdóttur en þau fara með hlutverk í sýningunni.

Við höfum öll heyrt talað um skilnaðar plötur, þar sem annar aðilinn lætur hinn heyra það á heilli plötu. Oft er talað um að plata Alanis Morrisette, Jagged little pill sé ein allsherjar löngutöng á fyrirverndi eiginmann hennar.

Tónlistarkonan Lily Allen var að gefa út nýja plötu, West end girlog og lætur hún Jagged little pill líta út eins og barna plata við hliðina á henni.

Platan er samin og tekin upp á aðeins 10 dögum og er rauntíma frásögn af áfalli hennar, sorg, rugli og reiði,

þar sem fjögurra ára hjónaband hennar og leikarans David Harbour, sem er kannski þekktastur úr Stranger Things þáttunum á Netflix, leið undir lok.

Gagnrýnendur hafa hrósað plötunni og kallað hana „stuðandi“ á sama tíma og þeir lofa hæfileika Allens fyrir flottum laglínum og frumlegum útsetningum.

Ingunn Lára Kristjánsdóttir, fréttamaður kom til okkar og fór í stóra plötumálið.

Við fórum út í heim og heyrðum í Atla Steini Guðmundssyni og spurðum hann fregna frá Noregi en á sunnudaginn þurfti lögreglan í Osló að rýma nokkrar blokkir og nemendagarða í grennd við Carl Berners-torg vegna jarðfalls og skriðuhættu. Meira um það og fleira frá hinum norðurlöndunum.

Spegill þjóðar - Gunnar V. Andrésson er einn af okkar áhrifamestu fréttaljósmyndurum en hann hefur myndað sögu lands og þjóðar í hálfa öld. Nú er komin út bók sem hefur að geyma á annað hundrað minnistæðustu mynda Gunnars og Sigmundur Ernir Rúnarsson skráir söguna á bak við hverja og einustu þeirra. Þeir kíktu á okkur í Síðdegisútvarpið í dag.

Felix Bergsson er staddur í Mumbai á Indlandi og við heyrðum í honum.

Besta lag breta átti stór afmæli í gær. Lesendur og sérfræðingar The Guardian völdu besta breska topplag sögunnar fyrir 10 árum. Niðurstaðan úr þeirri könnun eða kosningu var fyrsta lagið frá dúói sem átti heldur betur eftir að gera fína hluti hjá tjallanum næstu áratugina en það byrjaði ekki svo vel, fyrsta útgáfan náði bara í sæti númer 133. Við heyrðum lagið í þættinum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,