13:00
Samfélagið
Afdrif fósturbarna, siðferði almannatengla og GLP-1 lyf
Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Umboðsmaður barna óskaði nýverið eftir því við forsætisráðherra að fram fari rannsókn á afdrifum barna sem hafa verið vistuð í meðferðarúrræðum á vegum ríkisins. Félag fósturforeldra vill að sambærileg rannsókn fari fram á afdrifum fósturbarna. Guðlaugur Kristmundsson, formaður félags fósturforeldra, ætlar að ræða við okkur um mikilvægi slíkrar rannsóknar fyrir framtíð málefna fósturbarna á Íslandi.

Almannatenglar byggja fyrst og fremst á eigin tilfinningu þegar kemur að siðferðislegum álitamálum í eigin störfum. Þetta er meðal niðurstaða í meistararitgerð Grettis Gautasonar, sem rannsakaði siðferðislegar áskoranir almannatengla í íslensku samfélagi.

Og í lok þáttar kemur Edda Olgudóttir, vísindamiðlari Samfélagsins, til okkar. Í dag ætlar hún að segja okkur frá nýrri, mögulegri, nýtingu á lyfinu Ozempic.

Umsjón Ástrós Signýjardóttir og Elsa María Guðlaugs Drífudóttir

Tónlist þáttarins:

ELÍN HALL - Komdu til baka

VILHJÁLMUR VILHJÁLMSSON - Lítill fugl

SIMON & GARFUNKEL - The Sounds Of Silence

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,