18:10
Spegillinn
Viðskipti ríkislögreglustjóra við Intru ráðgjöf og forsetakosningarnar í Argentínu
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Spegillinn hefur síðustu daga fjallað um umfangsmikil viðskipti ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið Intru ráðgjöf. Þau hafa verið gagnrýnd og dómsmálaráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í gær að áferð málsins væri ekki góð. Hún ítrekaði þau skilaboð eftir fund sinn með ríkislögreglustjóra í dag. En hvað segir ríkislögreglustjóri? Freyr Gígja Gunnarsson ræddi ítarlega við Sigríði Björk Guðjónsdóttur.

Niðurstöður forestakosninga í Argentínu um helgina þar sem flokkur forsetans, hægri pópúlistans Javiers Milei, Frelsið fremst fékk 40% atkvæða, komu mörgum greinendanum á óvart að sögn Hólmfríðar Garðarsdóttur prófessors í spænsku. Hún er í Buenos Aires og Anna Kristín Jónsdóttir talaði við hana um úrslit kosninganna. Kosið var um hluta þingmanna og bætti Frelsið fremst verulega við sig, en er þó ekki stærstur flokka á þingi. Hólmfríður telur að óttinn við að Bandaríkjastjórn myndi hætta við björgunarpakka, sem Donald Trump forseti Bandaríkjanna var búinn að lofa, gæti hafa haft mikil áhrif.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,