12:40
Þetta helst
Sjónvarpsstöð aðeins fyrir fólkið í blokkinni
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Hamraborgarrásin var sjónvarpsstöð aðeins fyrir íbúa í stóru blokkinni í Hamraborg í Kópavogi. Rásin var starfrækt frá 1993 til aldamóta og sendi út úr dekkjageymslu í bílakjallara blokkarinnar. Stöðin var hugsuð til að efla samstöðu nágrannanna og styrkja rödd þeirra í harðri baráttu við Kópavogsbæ. Þóra Tómasdóttir ræðir við sjónvarpsstjórann Þóri Steingrímsson og listakonuna Berglindi Jónu Hlynsdóttur sem hefur heldur betur séð menningarverðmæti í Hamraborgarrásinni.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 17 mín.
e
Endurflutt.
,