07:03
Morgunútvarpið
29. okt. -Mýs á Skjaldfönn, færð, veður og fleira
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi, verður á línunni í upphafi þáttar en hann hefur bent á að músagangur hafi aukist verulega að undanförnu. Hann hefur fært til veiðibókar nokkuð á fimmta hundrað stykki í haust.

Árni Friðleifsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar, ræðir færðina og stöðu mála í morgunsárið.

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, ræðir mikla snjókomu á suðvesturhorninu en einnig fellibylinn Malissu sem gekk yfir eyjuna Jamaíku í gærkvöldi. Melissa er ölfugasti bylur sem gengið hefur þar yfir síðan mælingar hófust fyrir nærri 200 árum.

Höldum áfram um færðina. Við heyrum í Steinari Karli Hlífarssyni sviðsstjóra akstursviðs strætó.

Hvernig heldur fólk sér sjóðheitu í ískulda? Dóra Júlía Agnarsdóttir færir okkur í allan sannleikann um snjótískuna.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,