07:03
Morgunútvarpið
Tryggingabrask, ekkert friðarsamkomulag, Latibær o.fl..
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál.

Kveikur gærkvöldsins fór yfir það hvernig íslensk vátryggingamiðlun var staðin að því að fara á svig við lög árið 2020 við sölu á tryggingum slóvakíska fyrirtækisins Novis sem síðar var svipt starfsleyfi. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands sem hefur kallað eftir því að starfsemi erlendra tryggingafélaga hér á landi verði stöðvuð. Hann leit við.

Rússneskir og bandarískir erindrekar komust ekki að málamiðlun í viðræðum þeirra um mögulegt friðarsamkomulag fyrir stríðið í Úkraínu sem haldnar voru í Kreml fram á nótt. Zelensky hafði sagt þetta besta tækifærið til að koma á friði. Jón Ólafsson prófessor fór yfir stöðuna með okkur.

Magnús Scheving kom í Morgunútvarpið og ræddi við okkur framtíð Latabæjar og íslensk börn en heilsa þeirra mætti vera betri samkvæmt nýrri skýrslu.

Útgjöld ríkisins hækkuðu um 19 milljarða króna í meðförum fjárlaganefndar á milli fyrstu og annarrar umræðu. Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í gær. Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokks og Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir þingmaður Miðflokks mættu til okkar í lok þáttar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,