16:05
Víðsjá
Söngfjelagið, Dugguvogur 42 og myndlistarrýni Rögnu Sigurðardóttur
Víðsjá

Þáttur fyrir áhugafólk um listir og menningu. Ljósi varpað á það sem efst er á baugi hverju sinni, menningin nær og fjær skoðuð frá ólíkum sjónarhornum og skapandi miðlar settir undir smásjána.

Umsjón: Halla Harðardóttir og Melkorka Ólafsdóttir.

Við hefjum þáttinn á því að líta út úr húsi með Henný Hafsteinsdóttur minjaverði, til að ræða Dugguvog 42, hús sem Gunnar Guðmundsson byggði fyrir G.G. hf. Húsið er hluti af listasögu borgarinnar því Gunnar fór í samstarf við enga aðra en Gerði Helgadóttur sem útfærði vegglistaverk á Dugguvog 42, innblásin af vélum og bílavarahlutum.

Hilmar Örn Agnarsson, kórstjóri Söngfjelagsins, lítur við í hljóðstofu, ásamt kórfélaga og höfundi nokkurra jólalaga sem samin hafa verið sérstaklega fyrir kórinn, Hjörleifi Hjartarsyni. Tilefnið er síðstu jólatónleikar Söngfjelagsins sem Hilmar Örn stjórnar, en hann stjórnaði á tímabili 10 kórum og á að baki sérlega farsælan feril sem organisti og kórstjori.

Ragna Sigurðardóttir, myndlistarrýnir Víðsjár, fjallar í dag um tvær yfirstandandi sýningar, sýningu Eggerts Péturssonar í Hafnarborg sem ber nafnið Roði og málverkasýningu Huldu Vilhjálmsdóttur í Laboutique.is á Mýrargötu í Reykjavík.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 55 mín.
,