07:03
Morgunvaktin
Fæðuöryggi, leiklist á Ísafirði og tónlist
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Við töluðum um neyðarbirgðir af mat í þættinum í dag. Hvað þurfa stjórnvöld að gera og hvað ættum við sjálf að gera til þess að tryggja lífsafkomu okkar ef til einhvers konar neyðarástands kæmi? Þetta hafa þau Ólafur Ögmundarson og Ólöf Guðný Geirsdóttir vísindamenn frá Háskóla Íslands, rannsakað og ráðlagt stjórnvöldum. Þau komu til okkar.

Við heyrðum líka svolítið um sögu leiklistar á Ísafirði. Elfar Logi Hannesson leikhúsmaður hefur tekið hana saman. Sagan hefst um miðja nítjándu öld og allar götur síðan hefur leiklistin skipað stóran sess í bæjarlífinu á Ísafirði.

Síðasti gestur okkar var Óli H. Þórðarson. Hlustendur muna eflaust eftir Óla frá löngum tíma hans hjá Umferðarráði en í seinni tíð hefur hann fengist við að semja tónlist. Við forvitnuðumst um hvernig það kom til.

Tónlist:

Amanda Kauranne - Pyhä Jyrki / Saint Jyrki.

Jussi Björling - Aftonstämning.

Einar Ágúst Víðisson - Kertaljós á aðventu.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,