07:03
Morgunútvarpið
17. sept -Ómannvæn tækni, olíuleit, Sönnu-lausir Sósíalistar o.fl..
Morgunútvarpið

Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.

Á meðan við festum okkur í hatrömmum átökum hægri-vinstri stjórnmála, safnar ný stétt valdhafa hljóðlega að sér fordæmalausum völdum. Þetta skrifar Halldóra Mogensen stofnmeðlimur Samtaka um mannvæna tækni. Við fáum hana í fyrsta bolla.

Þingmenn ræddu í gærkvöldi um þingsályktunartillögu þingmanna Miðflokksins um leit að olíu og gasi. Við ræðum tillöguna og mál sem henni tengjast við Bergþór Ólason, þingflokksformann Miðflokksins, og Dag B. Eggertsson, þingmann Samfylkingarinnar.

Hlutabréfaverð Íslandsbanka hefur ekki verið hærra frá útboði ríkisins í maí. Við ræðum við Snorra Jakobsson, hagfræðing hjá Jakobsson Capital, um Íslandsbanka og stöðuna á hlutabréfamarkaði nú í upphafi hausts.

Hópur þeirra þjóða sem hyggjast sniðganga Eurovision fái Ísraelar að taka þátt hefur stækkað síðustu daga. Við ræðum málið við Höllu Ingvarsdóttur hjá FÁSES.

Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins Íslands skoraði í gær á Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, oddvita flokksins í Reykjavík, að segja sig úr flokknum eftir viðtal við RÚV. Við ræðum stöðu oddvitans og flokksins við Sæþór Benjamín Randalsson, formann framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, í lok þáttar.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 52 mín.
,