18:00
Kvöldfréttir útvarps
Evrópa þarf að mennta fleiri hjúkrunarfræðinga og hafstraumakerfi við Ísland gæti hrunið
Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Fréttir

Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir að Evrópuríki eigi að verða sjálfbær um heilbrigðisstarfsfólk, því jafn mikil þörf sé í upprunaríkjum aðflutts starfsfólks.

Hafstraumakerfið við Ísland gæti hrunið og meðalhiti lækkað um tvær til þrjár gráður ef ekki verður dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda. Umhverfisráðherra segir brýnt að bregðast við sem fyrst.

Lögregla hefur vísað frá kæru endurskoðendaráðs á hendur ríkisendurskoðanda.

Enn er langt í að Vestfirðingar búi við eðlileg fjarskipti, að mati fulltrúa sveitarfélaga. Innviðaráðherra segir að tryggja eigi samband á stofnvegum en það náist ekki fyrir árslok 2026 eins og stefnt var að.

Júlía Navalnaja segir rannsóknir sýna að eitrað hafi verið fyrir eiginmanni hennar, stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní, sem lést í öryggisfangelsi í Síberíu í fyrra.

Er aðgengilegt til 17. september 2026.
Lengd: 10 mín.
,