12:42
Þetta helst
Gagnrýnin úttekt KPMG um RIFF
Þetta helst

Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.

Fjölmargar ábendingar eru settar fram um starfsemi og rekstur kvikmyndahátíðarinnar RIFF í úttekt sem KPMG vann fyrir ráðuneyti menningarmála. Samtals setur KPMG fram 22 ábendingar sem ráðuneytið flokkar sem alvarlegar. Bæði er um að ræða ábendingar og umfjöllun sem snýst um rekstur og peninga og eins stjórnun og starfsmannamál kvikmyndahátíðarinnar.

Framkvæmdastjóri og eigandi RIFF er Hrönn Marinósdóttir. Hátíðin hefur verið haldin í Reykjavík á hverju hausti síðastliðin 20 og er alltaf fjallað talsvert um hana í fjölmiðlum. Hrönn gagnrýnir úttekt og vinnubrögð KPMG í svörum til ráðuneytisins.

Rætt er við Lilju Alfreðsdóttur, varaformann Framsóknarflokksins og fyrrverandi menningar- og viðskiptaráðherra, sem óskaði eftir því að úttektin yrði unnin í fyrra.

Umsjón: Ingi Freyr Vilhjálmsson

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 15 mín.
,