18:10
Spegillinn
Óhjákvæmilegt að Ísland dragist inn í átök og PPP-málið
Spegillinn

Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.

Þverpólitískur samráðshópur kynnti í dag skýrslu um inntak og áherslur Íslands í varnar- og öryggismálum, málaflokki sem hefur fengið aukið vægi í allri umræðu, ekki síst eftir innrás Rússa í Úkraínu.

Að skýrslunni stóðu þingmenn allra flokka nema Miðflokksins og skýrsluhöfundar voru sammála um að töluverð vinna væri framundan til að tryggja öryggi og varnir Íslands. Utanríkisráðherra sagði, þegar hún ávarpaði pallborðsumræður um skýrsluna í morgun, að það væri mat nokkurra samstarfsríkja Íslands að Rússar myndu ráðast gegn ríki Atlantshafsbandalagsins innan fárra ára og það væri einfeldni að halda að slíkt myndi ekki gerast.

Starfsmanni héraðssaksóknara var veitt réttarstaða sakbornings eftir að Jón Óttar Ólafsson, lykilmaður í PPP-málinu svokallaða, lét að því liggja í skýrslutöku í sumar að starfsmaðurinn hefði haft aðgang að gögnum hans og samstarfsmanns í gegnum fjaraðild. Starfsmaðurinn vísaði þessu á bug í skýrslutöku og sagði frásögn Jóns Óttars ekki ganga upp; hvorki í tíma né tæknilega.

Þetta kemur fram í gögnum sem Spegillinn hefur undir höndum.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 20 mín.
,