07:03
Morgunvaktin
Friðlandið í Vatnsfirði, markakerfið og Jussi Björling
Morgunvaktin

Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.

Ekkert verður af Vatnsfjarðarvirkjun, ef nýleg ákvörðun umhverfisráðherra er endanleg. Friðlandinu verður ekki raskað. Við notuðum tækifærið og fórum í gönguferð um þetta umtalaða svæði í huganum. Leiðsögumaður var Elva Björg Einarsdóttir, Vatnsfirðingur, sem þekkir friðlandið vel.

Miðhlutað sneitt, sneiðhamar-rifað, gagn-hang-fjaðrað, tvísýlt í stúf.

Þetta eru nokkur þeirra eyrnamarka sem bændur reiða sig á til að þekkja kindurnar sínar. Markakerfið er hluti afréttakerfisins sem verið hefur við lýði svo að segja frá landnámi. Ólafur Dýrmundsson markavörður í Landnámi Ingólfs spjallaði við okkur um þetta.

Magnús Lyngdal kom til okkar í spjall um sígilda tónlist og viðfangsefni dagsins var enginn annar en sænski tenórsöngvarinn Jussi Björling. Hann er mikið uppáhald margra og auk þess að segja frá honum lékum við sérvalin tóndæmi frá farsælum ferli Jussi.

Tónlist:

Ellen Kristjánsdóttir, Grant, John - Veldu stjörnu.

B.G. og Ingibjörg - Þín innsta þrá.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 1 klst. 55 mín.
,