18:00
Kvöldfréttir útvarps
Einn handtekinn í viðbót og Halla kosin formaður VR
Kvöldfréttir útvarps

Fréttir

Fréttir

Einn var handtekinn í dag í tengslum við rannsókna lögreglu á manndrápsmáli í vikunni. Alls hafa níu verið handteknir vegna rannsóknarinnar; fimm verið sleppt en þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Björgunarsveitar fundu í morgun ferðamann sem ekkert hafði spurst til síðan á laugardag. Hann hafði gengið úr Seyðisfirði í Loðmundarfjörð varla með nokkurn skapaðan hlut og át jurtir til að seðja sárasta hungrið.

Rússlandsforseti segist samþykkur vopnahléi á milli Rússlands og Úkraínu með ákveðnum skilyrðum. Samkomulag um vopnahlé þurfi að leiða af sér varanlegan frið. Það yrðu vonbrigði fyrir heimsbyggðina alla ef Rússar samþykkja ekki vopnahléstillögu að mati Bandaríkjaforseta.

Halla Gunnarsdóttir er nýr formaður VR, fjölmennasta stéttarfélagi landsins. Hún hlaut nærri helming atkvæða.

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag Landsnet og íslenska ríkið af kröfu nokkurra landeigenda vegna eignarnáms í tengslum við lagningu Suðurnesjalínu tvö.

Er aðgengilegt til 13. mars 2026.
Lengd: 10 mín.
,