22:12
Mannlegi þátturinn
Mottumars, músíkmeðferð og Sex í sveit í Árnesi
Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: mannlegi@ruv.is

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Við erum að nálgast miðjan Mottumars, slagorð þessa árlega átaks Krabbameinsfélagsins, gegn krabbameinum hjá körlum, þetta árið er: Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Þar er vakin athygli á óheilbrigðum og heilbrigðum lífsvenjum sem við getum haft. Guðni Gíslason, ritstjóri Fjarðarfrétta, kom til okkar í dag og deildi sögu sinni, en hann greindist með blöðruhálskrabbamein nánast fyrir tilviljun fyrir rúmu ári. Með Guðna kom Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.

Í Hafnarfirði hefur börnum og ungmennum með margvíslegan vanda staðið til boða að fara í músíkmeðferð hjá Ingu Björk Ingadóttur músíkmeðferðarfræðingi. En hvað er músíkmeðferð? Inga segir að hver og einn hafi sinn eigin grunntón, takt, flæði og hraða og þegar unnið sé markvisst með tónlistina sé hún ótrúlega öflug. Meðferðin hentar vel þeim sem eigi erfitt með hefðbundna tjáningu og henti einmitt þar sem samtalsmeðferð geri það ekki. Við ræddum við Ingu Björk í þættinum og sungum með henni lag, sem hún hafði sérstaklega samið texta fyrir okkur og þáttinn.

Leikdeild Ungmennafélags Gnúpverja sýnir um þessar mundir í Árnesi gleðileikinn Sex í sveit í leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur. Fyrstu sýningum hefur verið mjög vel tekið enda fjörmikil sýning og hlutverkin eru auðvitað í höndum fólks úr sveitinni, fólk sem leggur á sig að æfa hvert einasta kvöld í margar vikur eftir fullan vinnudag. Oddrún Ýr Sigurðardóttir er ein þeirra sem leikur í sýningunni, hún er líka garðyrkjubóndi í Garðyrkjustöðinni í Hrunamannahreppi, þroskaþjálfi og reiðkennari. Við heyrðum í Oddrúnu í dag.

Tónlist í þættinum í dag:

Við viljum lifa / Ríó Tríó (L. Alberto, texti Helgi Pétursson)

Lífið er lotterí / Þrjú á palli (höf lags ókunnur, texti Jónas Árnason)

Í ró / Inga Björk Ingadóttir (Inga Björk Ingadóttir)

Leikur að vonum / Mánar (Ólafur Þórarinsson, texti Jónas Friðrik Guðnason)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 50 mín.
e
Endurflutt.
,