Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, var fyrsti gestur þáttarins og ræddi um hópmálsókn hótela í Evrópu gegn bókunarfyrirtækinu Booking. 150 íslenskir gististaðir taka þátt í málsókninni, en krefja á fyrirtækið um skaðabætur fyrir markaðsmisnotkun.
Arthur Björgvin Bollason ræddi um þýsk málefni í Berlínarspjalli, og fór meðal annars yfir ýmiss konar tölfræði um Þjóðverja, ferðavenjur þeirra og menningu.
Í síðasta hluta þáttarins var rætt um sólmyrkvann sem verður eftir nákvæmlega ár, og um Hamborg í Fljótshlíð. Byggðakjarninn rís þar á næstunni og Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, tekur fyrstu skóflustunguna í dag.
Tónlist:
Steinar Albrigtsen - Till the morning comes.
Capri-Fischer - Vico Torriani.



Veðurstofa Íslands.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Ásta Þórisdóttir ólst upp á Ströndum og fór ung að prófa sig áfram með að nýta plöntur í nærumhverfinu í ýmis smyrsl. Seinna fór hún í hönnunarnám við Listaháskóla Íslands þar sem hún beindi sjónum sínum að óvinsælum plöntum og rannsakaði hötuðustu plöntu landsins, skógarkerfilinn, í þaula. Ásta er skólastjóri grunnskólans á Drangsnesi en á sér hliðarsjálf sem hún kallar Arfistann. Við ræddum í dag við hana um nýsköpun, skógarkerfilinn sem hún fékk á heilann og fleiri jurtir sem sumir kalla illgresi en eru til margs nýtilegar.
Páll Ásgeir Ásgeirsson, sérfræðingur Sumarmála í útivist og ferðum um landið, var hjá okkur í dag í síðasta sinn þetta sumarið með það sem við köllum Veganestið. Hann hefur verið að vinna sig sólarhringinn í kringum landið undanfarnar vikur og í dag var komið að Suðurlandinu. Við fengum sem sagt að heyra hvaða stöðum hann mælir með að staldra við á og skoða á ferðum okkar um Suðurlandið.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Stebbi og Lína / Ríó Tríó (Evert Taube, texti Jónas Friðrik Guðnason)
Grasið grænkar / Milljónamæringarnir (Karl Olgeirsson, texti Karl Olgeirsson og Sigtryggur Baldursson)
Léttur í lundu / Bítlavinafélagið (Karl Hermannsson)
Here Comes the Sun / The Beatles (George Harrison)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG ARNHILDUR HÁLFDÁNARDÓTTIR

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ríkisstjórnin kom saman á sínum fyrsta fundi eftir sumarleyfi í morgun. Alþjóða- og tollamál voru þar helst til umræðu. Utanríkisráðherra er hæfilega bjartsýn á að farsæl niðurstaða fáist fyrir Ísland í aðgerðum Evrópusambandsins gegn tollum Trumps.
Þúsundir hafa flúið heimili sín vegna gróðurelda á Spáni og einn er látinn. Barn lést úr hitaslagi á Ítalíu en þar og víðar í Suður-Evrópu er spáð methita í dag.
Um 150 íslensk hótel og gistiheimili eru á meðal þeirra tíu þúsund sem hafa skráð sig í evrópska hópmálsókn gegn bókunarrisanum Booking.com.
Sporvagnsslys í Osló í fyrra orsakaðist af magakveisu vagnstjórans. Hann keyrði inn í verslun í miðborginni.
Fyrsta skóflustungan fyrir nýjan þéttbýliskjarna í Fljótdalshreppi verður tekin í dag. 24 íbúðir eiga að rísa í fyrsta áfanga.
Bíræfinn handritaþjófur herjar enn á ný á íslenska rithöfunda. Hann siglir undir fölsku flaggi og reynir að komast yfir handrit óútgefinna bóka.
Tólfta ágúst tvöþúsund tuttugu og sex, eftir slétt ár, verður almyrkvi á sólu sýnilegur frá Íslandi. Búist er við að fjöldi fólks sæki landið heim - og undirbúningur er hafinn.
Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, er gengin til liðs við þýska liðið Freiburg. Og hér heima sitja Afturelding og ÍA á botni Bestu deildar karla í fótbolta eftir fjöruga leiki í gærkvöld.
Sextán mjólkurkýr í Borgarfirði drápust þegar verið var að hræra upp í mykju undir fjósinu.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Hitastig á landinu var í áratugi mælt með kvikasilfursmælum. Veðurstofan rak mannaðar veðurstöðvar víða um landið með slíkum mælum. Nú hefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur staðfestan grun um að á Veðurstofuhæðinni í Reykjavík sé kvikasilfursmengun í jörðu. Reiturinn er merktur hæsta áhættuflokki á korti Umhverfis- og orkustofnunar yfir mengaðan jarðveg.
Við heyrum forvitnilega frásögn af því sem gæti hafa valdið mengun á svæðinu. Umsjón: Þóra Tómasdóttir. Viðmælendur: Kristín Kröyer, Svava Steinarsdóttir, Árni Sigurðsson og Fífa Konráðsdóttir.
Íslensk jaðartónlist úr ýmsum áttum frá ýmsum hliðum. Umsjón: Árni Matthíasson
Helgi Pétursson féll snemma fyrir rokki og raftónlist og lék með ýmsum hljómsveitum á níunda áratug síðustu aldar. Til þess að ná því fram sem hann langaði í rafeindamúsík sökkti hann sér niður í forritun en smám saman tók forritunin yfir og tónlistin fór á hilluna um langa hríð. Hún hvarf þó aldrei alveg og fyrir ekki svo löngu tók Helgi upp þráðinn að nýju.
Lagalisti:
Óútgefið - Prelúdía og kórall
Óútgefið - Samningaumleitanir
Óútgefið - Partita II
Óútgefið - Trans I
Óútgefið - Organized wind
Everything fades - No way out
Everything fades - The experiment
Óútgefið - Blindfugl Svartflug
Umsjónarmaður spjallar um hvaðeina milli himins og jarðar, oft af sögulegu tagi, les forvitnilega texta úr ýmsum áttum, bæði íslenska og erlenda, og reynir af öllum mætti að hafa ofan af fyrir hlustendum þá klukkustund sem þátturinn stendur. Umsjón: Illugi Jökulsson.
Annar þáttur þar sem lesið er úr verkum Thors Vilhjálmssonar rithöfundar sem hefði orðið 100 ára um þessar mundir. Að þessum sinni er athyglinni beint að blaðaskrifum hans og lesið úr ferðafrásögnum hans frá Ítalíu á 7. áratugnum. Jafnframt kemur fram hve lunkinn og skemmtilegur blaðamaður hann var, ekki síst í fróðlegri samantekt um heimspekinginn Bruno sem hann fléttar inn í ferðasögu sína.
Í Tengivagninum er fjallað um það helsta sem er að gerast í menningu í sumar.
Meðlimir post-pönk hljómsveitarinnar BKPM segja frá sinni fyrstu hljómplötu, Bíddu ha? og ræða pönkið, hinsseginleikann og streymisveitur.
Við heimsækjum Skaftfell, myndlistarmiðstöð Seyðisfjarðar og LungA-skólann.
Synir Thors Vilhjálmssonar segja frá bókinni Og þaðan gengur sveinninn skáld sem gefin er út í tilefni af 100 ára afmæli höfundarins.
Maó Alheimsdóttir veltir fyrir sér hafinu bláa og Auður Emilsdóttir les ljóð sitt Orðsifjar, sem bar sigur úr býtum í ljóðasamkeppni Hinsegin daga.
Tónlist flutt í þætti:
Hayley Williams - Ego Death At A Bachelorette Party
The New Eves - Cow Song
Fréttir
Fréttir
Kona sem berst við krabbamein í vélinda fær ekki að fara í geislameðferð á morgun þar sem ekki er starfsfólk á geislameðferðardeild Landspítalans til að taka á móti henni.
Utanríkisráðherra telur ekki tímabært að tjá sig um undanþágur Vélfags frá viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við rússneskt fyrirtæki. Málið sé viðkvæmt.
Fimm hafa látist úr hungri á Gaza síðasta sólarhring. Á þriðja tug ríkja kalla eftir því að Ísraelsstjórn veiti alþjóðlegum hjálparstofnunum aðgang að Gaza að nýju.
Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina vera með þétta þingmálaskrá fyrir þingveturinn. Hún segir átök eðlilegan hluta stjórnmála en vonar að hægt verði að eiga uppbyggilegt samtal á Alþingi í vetur.
Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa verið dæmd til að endurgreiða 23 milljónir danskra króna fyrir að innheimta ólöglega þóknun fyrir giftingar.
Og næstu þrjá mánuði verður hægt að sjá Trektarbók, eitt fjögurra meginhandrita Snorra-Eddu - hér á landi, í fyrsta sinn í fjögurhundruð ár.
Umsjón: Ásta Hlín Magnúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Enginn strokulax sást í fyrra í myndavélateljurum sem Hafrannsóknastofnun hefur komið fyrir í þrettán ám. 30 strokulaxar sem veiddust voru greindir og hægt var að rekja til strokstaða með samanburði á arfgerðum strokulaxa og klakhænga. 42 blendingar greindust í 15 ám og eldri erfðablöndun fannst hjá seiðum í 23 ám. Flestir blendingarnir fundust í ám nærri eldissvæðum en þó voru dæmi um blendinga sem fundust í tvö til þrjúhundruð kílómetra fjarlægð frá eldinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt sem birtist í sumar um áhrif sjókvíaeldis á villta laxastofna 2024. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Guðna Guðbergsson, sviðsstjóra ferskvatns og eldisfisks á Hafrannsóknastofnun.
Fátt bendir til þess að ríki heims nái því markmiði sem þau skuldbundu sig til að reyna að ná þegar þau staðfestu Parísarsamkomulagið - nefnilega að hindra að loftslagið hlýni um meira en hálfa aðra gráðu umfram meðalhitann sem hér ríkti seinni hluta nítjándu aldar. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað heldur notkun kola og annars jarðefnaeldsneytis áfram að aukast og þar með losun gróðurhúsalofttegunda´. Á sama tíma virðist áhersla margra öflugustu iðnríkja heims á loftslagsmálin fara minnkandi í takt við ört vaxandi vígvæðingu. Undanfarin tvö ár hafa verið þau heitustu í sögu veðurmælinga og árið í ár er enn eitt árið sem við fáum fréttir af hitabylgjum á hitabylgjur ofan. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Halldór Björnsson, fagstjóra loftslagsmála á Veðurstofu Íslands.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir.
Fríða María fær til sín góðan gest í þennan fyrsta þátt af Krakkakastinu. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kemur í hljóðverið. Hver ætli sé uppáhalds tölvuleikurinn hans? Hver myndi leika hann í kvikmynd? Var hann óþekkur sem krakki? Hvað er það leiðinlegasta við það að vera forseti?
Svör við öllum þessum spurningum og mörgum fleiri í stórskemmtilegu spjalli Fríðu og forsetans.
Viðmælandi: Guðni Th. Jóhannesson
Umsjón: Fríða María Ásbergsdóttir

Veðurfregnir kl. 18:50.
1. þáttur af þrem um íslenska píanótónlist. Rætt er við Jón Þórarinsson tónskáld, Gísla Magnússon píanóleikara og Rögnvald Sigurjónsson píanóleikara. Leikin er píanótónlist eftir íslensk tónskáld í flutningi íslenskra hljóðfæraleikara (55,10 mín.)
Frumflutt 07.09.1991
Hljóðr. 19.06.1991

Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins
Tónlistarhljóðrit frá ýmsum tímum úr safni útvarpsins
Tónlistin í þættinum:
Enigma-tilbrigðin op. 36 eftir Edward Elgar. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur. Stjórnandi er Yan Pascal Tortelier. Hljóðritað á tónleikum í Eldborgarsal Hörpu árið 2017.
Úr útsæ rísa Íslands fjöll eftir Pál Ísólfsson við ljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Hamrahlíðarkórinn, Gradualekór Langholtskirkja, félagar úr Graduale Nobili, Söngsveitin Fílharmónía og Karlakórinn Fóstbræður syngja með Sinfóníuhljómsveit Íslands sem leikur. Stjórnandi er Daníel Bjarnason. Hljóðritað á tónleikunum Klassíkin okkar - Uppáhalds íslenskt í Eldborgarsal Hörpu árið 2018.
Hvert örstutt spor eftir Jón Nordal við ljóð Halldórs Laxness, útsetninguna gerði Hrafnkell Orri Egilsson. Þóra Einarsdóttir sópran syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi er Daníel Bjarnason. Hljóðritað á tónleikunum Klassíkin okkar - Uppáhalds íslenskt í Eldborgarsal Hörpu árið 2018.

Sagan er eftir Guðmund Gíslason Hagalín og gerist á síðari hluta nítjándu aldar í sveit við hafið. Umhverfið er greinilega Vestfirðir, þar fæddist höfundurinn og ólst upp og sótti sér efnivið í mörg ritverk á löngum ferli. Sagan um Márus fjallar um bóndann á Valshamri og viðureign hans við nágranna sína og meistara Jón, en Vídalínspostilla var mikill áhrifavaldur í lífi þessa fólks. Márus hneigist til að beita sveitunga sína hörðu vegna ágirndar, en Guðný kona hans sefar yfirgang bónda síns með tilstyrk meistara Jóns. - Þetta er ein af seinni sögum Guðmundar Hagalíns, kom út 1967, hún er 17 lestrar en hljóðritunin er frá 1970.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Ferðalög og útivist, fróðleikur og skemmtun, fólk og náttúra, fjöll og firnindi og sitthvað fleira. Sól og tónlist í Sumarmálum í allt sumar.
Ásta Þórisdóttir ólst upp á Ströndum og fór ung að prófa sig áfram með að nýta plöntur í nærumhverfinu í ýmis smyrsl. Seinna fór hún í hönnunarnám við Listaháskóla Íslands þar sem hún beindi sjónum sínum að óvinsælum plöntum og rannsakaði hötuðustu plöntu landsins, skógarkerfilinn, í þaula. Ásta er skólastjóri grunnskólans á Drangsnesi en á sér hliðarsjálf sem hún kallar Arfistann. Við ræddum í dag við hana um nýsköpun, skógarkerfilinn sem hún fékk á heilann og fleiri jurtir sem sumir kalla illgresi en eru til margs nýtilegar.
Páll Ásgeir Ásgeirsson, sérfræðingur Sumarmála í útivist og ferðum um landið, var hjá okkur í dag í síðasta sinn þetta sumarið með það sem við köllum Veganestið. Hann hefur verið að vinna sig sólarhringinn í kringum landið undanfarnar vikur og í dag var komið að Suðurlandinu. Við fengum sem sagt að heyra hvaða stöðum hann mælir með að staldra við á og skoða á ferðum okkar um Suðurlandið.
Fugl dagsins var svo auðvitað á sínum stað.
Tónlist í þættinum í dag:
Stebbi og Lína / Ríó Tríó (Evert Taube, texti Jónas Friðrik Guðnason)
Grasið grænkar / Milljónamæringarnir (Karl Olgeirsson, texti Karl Olgeirsson og Sigtryggur Baldursson)
Léttur í lundu / Bítlavinafélagið (Karl Hermannsson)
Here Comes the Sun / The Beatles (George Harrison)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG ARNHILDUR HÁLFDÁNARDÓTTIR

Tónlistarþættir Péturs Grétarssonar frá árinu 2011

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
Margir eru þessa dagana að mæta aftur til vinnu eftir sumarfrí. Unnur Ýr Konráðsdóttir, mannauðssérfræðingur, ræðir við mig í upphafi þáttar um eitt og annað sem því tengist.
Skipt verður um handrit á sýningunni Heimur í orðum í Eddu í dag. Eitt af nýju handritunum er hin merka Trektarbók Snorra-Eddu sem alla jafna er geymd í Hollandi. Haukur Þorgeirsson, rannsóknarprófessor á Árnastofnun, heldur erindi um bókina í dag en fyrst mætir hann í Morgunútvarpið.
Hitabylgja hefur geisað á Spáni og í Suður-Frakklandi undanfarna daga og hlýja loftið stefnir nú í áttina að Danmörku. Ég ræði við Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðing, um hitann og stöðuna hér heima.
Enski boltinn fer af stað í vikunni - nú á Sýn - og spennan orðin mikil. Guðmundur Benediktsson og Kristjana Arnarsdóttir eru meðal þeirra sem koma til með að hita upp fyrir leikina og greina þá. Þau kíkja til mín.
Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, verður gestur minn eftir fréttayfirlitið hálf níu þegar við ræðum skólaárið framundan, ytra mat á skólum, námsmat og fleira.
Í lok þáttar kemur Arnar Pétursson, hlaupari og hlaupaþjálfari, til mín en hann setti um helgina nýtt Íslandsmet í hundrað kílómetra hlaupi.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Það þarf alltaf að gera morgunverkin og Siggi Gunnars sá um það í dag.
09 til 10
ÁGÚST - Á leiðinni
BRUNALIÐIÐ - Ég er á leiðinni
KOOL AND THE GANG - Too Hot
ASIA - Heat of the Moment
BANANARAMA - Cruel Summer
JALEN NGONDA - Illusions
SOMBR - Undressed
INCUBUS - Drive
ANDRÉS VILHJÁLMSSON - Sumar rósir
BRÍET - Hann er ekki þú
LOVELYTHEBAND - Broken
TYLER CHILDERS - Nose on the Grindstone
TOM ODELL - Real Love
10 til 11
JEFF WHO? - Congratulations
DAYSLEEPER - Kumbh Mela
JUSTIN BIEBER - Daisies
CURTIS MAYFIELD - Pusherman
HIPSUMHAPS - Góðir hlutir gerast hææægt
LIONEL RICHIE - All Night Long (All Night)
THE BLACK KEYS - No Rain, No Flowers
MADONNA - Ray of Light
DEEP PURPLE - Perfect Strangers
PORTUGAL THE MAN - Silver Spoons
AVRIL LAVIGNE - My Happy Ending
WINGS - Arrow Through Me
11 til 12.20
LAUFEY - Lover Girl
BJÖRK - Afi
ÁSGEIR ÓSKARSSON OG KK - Lífsins stóra stykki
JAMIROQUAI - Canned Heat
BEE GEES - Stayin' Alive
FRANKIE VALLI - Grease
PÁLL ÓSKAR & BENNI HEMM HEMM - Valentínus
SMASH MOUTH - All Star
PULP - Tina
CLEAN BANDIT & JESS GLYNNE - Rather Be
BRIMBROT - Skutullinn
ROLE MODEL - Sally, When the Wine Runs Out
DANIIL & FRUMBURÐUR - Bráðna
ASHE, FINNEAS & THE FAVORS - The Hudson
HJÁLMAR - Manstu
ROYEL OTIS - Moody
MÅNESKIN - Beggin'
JÓHANNA GUÐRÚN - Hetjan

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Ríkisstjórnin kom saman á sínum fyrsta fundi eftir sumarleyfi í morgun. Alþjóða- og tollamál voru þar helst til umræðu. Utanríkisráðherra er hæfilega bjartsýn á að farsæl niðurstaða fáist fyrir Ísland í aðgerðum Evrópusambandsins gegn tollum Trumps.
Þúsundir hafa flúið heimili sín vegna gróðurelda á Spáni og einn er látinn. Barn lést úr hitaslagi á Ítalíu en þar og víðar í Suður-Evrópu er spáð methita í dag.
Um 150 íslensk hótel og gistiheimili eru á meðal þeirra tíu þúsund sem hafa skráð sig í evrópska hópmálsókn gegn bókunarrisanum Booking.com.
Sporvagnsslys í Osló í fyrra orsakaðist af magakveisu vagnstjórans. Hann keyrði inn í verslun í miðborginni.
Fyrsta skóflustungan fyrir nýjan þéttbýliskjarna í Fljótdalshreppi verður tekin í dag. 24 íbúðir eiga að rísa í fyrsta áfanga.
Bíræfinn handritaþjófur herjar enn á ný á íslenska rithöfunda. Hann siglir undir fölsku flaggi og reynir að komast yfir handrit óútgefinna bóka.
Tólfta ágúst tvöþúsund tuttugu og sex, eftir slétt ár, verður almyrkvi á sólu sýnilegur frá Íslandi. Búist er við að fjöldi fólks sæki landið heim - og undirbúningur er hafinn.
Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í fótbolta, er gengin til liðs við þýska liðið Freiburg. Og hér heima sitja Afturelding og ÍA á botni Bestu deildar karla í fótbolta eftir fjöruga leiki í gærkvöld.
Sextán mjólkurkýr í Borgarfirði drápust þegar verið var að hræra upp í mykju undir fjósinu.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Orri Freyr Rúnarsson
Þær Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Álar hafa gert sig heimakomna í litlum læk við Lund í Kópavogi og svamla þar um í mestu makindum. Við vildum forvitnast aðeins meira um þessar lífverur og heyrðum í Sigurði Má Einarssyni fiskifræðingi hjá Hafrannsóknastofnun.
Við heyrðum í Jóhanni Hlíðari Harðasyni fréttamanni frá Spáni á eftir og ræðum meðal annars hitabylgjuna sem þar herjar á íbúa og gróðurelda, en þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín.
Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS-heilkennis hefur margfaldast á undanförnum árum. Nú hafa Sjúkratryggingar Íslands ákveðið að hætta niðurgreiðslu á þessari þjónustu. Samtök POTS á Íslandi óttast um afdrif þeirra sem sótt hafa í þessa þjónustu og það gerir hjartalæknirinn Steinar Guðmundsson líka. En hvað er POTS, hvernig lýsir sjúkdómurinn sér og hvaða gagn gerir vökvagjöfin. Við ræddum málið við Hönnu Birnu Valdimarsdóttur formann POTS samtakanna.
Kvikmyndin Ástin sem eftir er verður frumsýnd hér á landi annað kvöld. Ástin var heimsfrumsýnd í Cannes í maí síðastliðnum og hlaut þar afar góðar viðtökur. Myndin sem lýst hefur verið sem"feelgood" skilnaðar dramakómedíu skartar frábærum leikurum og þar á meðal Sögu Garðarsdóttur sem kíkti í kaffi til okkar auk þess sem við slógum á þráðinn til Kristins Guðmundssonar stórvinar Síðdegisútvarpsins en hann leikur einnig í myndinni.
Nú er slétt ár í almyrkva á sólu sem sjáanlegur verður hér á landi miðvikudaginn 12. Ágúst 2026. Almyrkvaslóðin liggur yfir Vestfirði, Snæfellsnes, Höfuðborgarsvæðið og Reykjanesskaga, og er búist við miklum fjölda fólks til landsins til að berja þetta sjónarspil augum. Reikna má með mikilli umferð um vestanvert landið í kringum myrkvann, og viðbúið að gistirými og bílaleigubílar seljist upp að sögn Sævars Helga Bragasonar.
Ríflega 20 manna hópur leggur eftir helgi af stað hlaupandi frá Akureyri til Reykjavíkur yfir kjöl til styrktar krafti. En hver og einn leggur að baki heilt maraþon á dag eða sex maraþon á sex dögum. Hópurinn, sem kallar sig HHHC er að eigin sögn ekki bara hraðasti hlaupahópur landsins, heldur einnig sá fallegasti, enda slá þeir ekkert af lúkkinu og hlaupa leiðina alla í jakkafötum. Þeir Pétur Ívarsson og Jóhann Ottó Wathne kíktu til okkar.
Fréttir
Fréttir
Kona sem berst við krabbamein í vélinda fær ekki að fara í geislameðferð á morgun þar sem ekki er starfsfólk á geislameðferðardeild Landspítalans til að taka á móti henni.
Utanríkisráðherra telur ekki tímabært að tjá sig um undanþágur Vélfags frá viðskiptaþvingunum vegna tengsla þess við rússneskt fyrirtæki. Málið sé viðkvæmt.
Fimm hafa látist úr hungri á Gaza síðasta sólarhring. Á þriðja tug ríkja kalla eftir því að Ísraelsstjórn veiti alþjóðlegum hjálparstofnunum aðgang að Gaza að nýju.
Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina vera með þétta þingmálaskrá fyrir þingveturinn. Hún segir átök eðlilegan hluta stjórnmála en vonar að hægt verði að eiga uppbyggilegt samtal á Alþingi í vetur.
Borgaryfirvöld í Kaupmannahöfn hafa verið dæmd til að endurgreiða 23 milljónir danskra króna fyrir að innheimta ólöglega þóknun fyrir giftingar.
Og næstu þrjá mánuði verður hægt að sjá Trektarbók, eitt fjögurra meginhandrita Snorra-Eddu - hér á landi, í fyrsta sinn í fjögurhundruð ár.
Umsjón: Ásta Hlín Magnúsdóttir og Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Stjórn útsendingar: Annalísa Hermannsdóttir
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Enginn strokulax sást í fyrra í myndavélateljurum sem Hafrannsóknastofnun hefur komið fyrir í þrettán ám. 30 strokulaxar sem veiddust voru greindir og hægt var að rekja til strokstaða með samanburði á arfgerðum strokulaxa og klakhænga. 42 blendingar greindust í 15 ám og eldri erfðablöndun fannst hjá seiðum í 23 ám. Flestir blendingarnir fundust í ám nærri eldissvæðum en þó voru dæmi um blendinga sem fundust í tvö til þrjúhundruð kílómetra fjarlægð frá eldinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í samantekt sem birtist í sumar um áhrif sjókvíaeldis á villta laxastofna 2024. Anna Kristín Jónsdóttir ræðir við Guðna Guðbergsson, sviðsstjóra ferskvatns og eldisfisks á Hafrannsóknastofnun.
Fátt bendir til þess að ríki heims nái því markmiði sem þau skuldbundu sig til að reyna að ná þegar þau staðfestu Parísarsamkomulagið - nefnilega að hindra að loftslagið hlýni um meira en hálfa aðra gráðu umfram meðalhitann sem hér ríkti seinni hluta nítjándu aldar. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað heldur notkun kola og annars jarðefnaeldsneytis áfram að aukast og þar með losun gróðurhúsalofttegunda´. Á sama tíma virðist áhersla margra öflugustu iðnríkja heims á loftslagsmálin fara minnkandi í takt við ört vaxandi vígvæðingu. Undanfarin tvö ár hafa verið þau heitustu í sögu veðurmælinga og árið í ár er enn eitt árið sem við fáum fréttir af hitabylgjum á hitabylgjur ofan. Ævar Örn Jósepsson ræðir við Halldór Björnsson, fagstjóra loftslagsmála á Veðurstofu Íslands.
Umsjón: Ævar Örn Jósepsson
Tæknimaður: Kári Guðmundsson
Í Undiröldinni heyrir þú nýja íslenska tónlist úr ýmsum áttum sem gæti mögulega slegið í gegn á næstu vikum. Þetta gæti verið popp, raftónlist, rapp, kántrí, þungarokk eða djass - en eina sem er 100% hægt að lofa - er að lögin sem eru spiluð eru ný og íslensk .
Umsjón: Þorsteinn Hreggviðsson.
Lagalistinn
Laufey - Snow White
Bogomil Font - Gardínur og nagladekk
Of Monsters and Men - Ordinary Creature
TÁR - Fucking Run Like Hell
Sandrayati - Jawline
Daniil, Páll Óskar - Góður Dagur
Iðunn Einars - Getum við talað? (Ísidór Remix)
KG - Einu sinni vorum við ung

Fréttastofa RÚV.

Á Kvöldvaktinni heyrir þú nýjustu slagarana og útgáfurnar frá upprennandi og uppáhalds tónlistarfólki þínu í fjölbreyttum kokteil af tónlist, tungum, straumum og stefnum sem þykja endurspegla tíðaranda dagsins í dag. Umsjónarmenn: Þorsteinn Hreggviðsson og Rósa Birgitta Ísfeld.
Lagalistinn
Rokkland er músík-magasín í útvarpi! Þar er fjallað um tónlist líðandi stundar, sögur sagðar af hljómsveitum og tónlistarmönnum og spjallað við óþekkta sem heimsþekkta tónlistarmenn. Þátturinn er aldursforseti Rásar 2 og hefur verið í loftinu í áratugi.
Umsjónarmaður er Ólafur Páll Gunnarsson
Rokkland er 30 ára í ár – og af Því tilefni eru afmælistónleikar í HOFI 1. Nóvember.
En við erum líka að endurflytja vel valda þætti í sumar – af þessum 1379 sem eru búnir – og þátturinn í dag er frá 14. september 2014 og í aðalhlutverki er hljómsveitin U2 og platan Songs of innocence sem kom út þarna í septmeber 2014 með miklum látum í tengslum við kynningu Iphone 6 á blaðamannafundi í Cupertino í Kaliforníu. Þetta er platan sem Apple gaf öllum notendum I-tunes - og það voru ekki allir hrifnir af því.