Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.
Ásta Hlín er þekkt fyrir að vera frekar opin og málglöð og segir það hafa sína kosti og galla. Hún segir að í sínu starfi sem ljósmóðir þurfi hún að kynnst fólki hratt og vel.
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir fylgja hlustendum inn í daginn, skýra baksvið frétta og ræða við áhugavert fólk um Ísland og umheiminn.
Ekkert verður af Vatnsfjarðarvirkjun, ef nýleg ákvörðun umhverfisráðherra er endanleg. Friðlandinu verður ekki raskað. Við notuðum tækifærið og fórum í gönguferð um þetta umtalaða svæði í huganum. Leiðsögumaður var Elva Björg Einarsdóttir, Vatnsfirðingur, sem þekkir friðlandið vel.
Miðhlutað sneitt, sneiðhamar-rifað, gagn-hang-fjaðrað, tvísýlt í stúf.
Þetta eru nokkur þeirra eyrnamarka sem bændur reiða sig á til að þekkja kindurnar sínar. Markakerfið er hluti afréttakerfisins sem verið hefur við lýði svo að segja frá landnámi. Ólafur Dýrmundsson markavörður í Landnámi Ingólfs spjallaði við okkur um þetta.
Magnús Lyngdal kom til okkar í spjall um sígilda tónlist og viðfangsefni dagsins var enginn annar en sænski tenórsöngvarinn Jussi Björling. Hann er mikið uppáhald margra og auk þess að segja frá honum lékum við sérvalin tóndæmi frá farsælum ferli Jussi.
Tónlist:
Ellen Kristjánsdóttir, Grant, John - Veldu stjörnu.
B.G. og Ingibjörg - Þín innsta þrá.


Í þættinum eru atburðir og málefni líðandi stundar skoðaðir í ljósi sögunnar. Umsjón: Vera Illugadóttir.
Í þættinum er fjallað um það þegar þýska vikuritið Stern tilkynnti árið 1983 að dagbækur Adolfs Hitlers frá árum hans sem leiðtogi Þýskalands hefðu fundist.

Veðurstofa Íslands.

Útvarpsfréttir.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Hún hefur auðvitað leikið fjölda hlutverka á sviði og fyrir framan myndavélar og nú síðast leikur hún aðalhlutverkið, jarðskjálftafræðinginn Önnu í kvikmyndinni Eldarnir, sem byggð er á bók Sigríðar Hagalín Björnsdóttur. Við spurðum hana út í myndina og hlutverkið og fórum með henni aftur í tímann á æskuslóðirnar og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag.
Svo var matarspjallið með Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur á sínum stað. Við ræddum í dag um hvað stendur uppúr hjá okkur matarlega séð eftir sumarið. Sigurlaug talaði um crepe suzette, Gunnar gaf upp dásamlega uppskrift fyrir kjúklingabringur og Guðrún nefndi steikt brokkolini.
Tónlist í þættinum í dag:
Litla stúlkan við hliðið / Ellý Vilhjálms (Freymóður Jóhannsson, 12.september)
Snögglega Baldur / Edda Heiðrún Bachman og Leifur Hauksson (Alan Menken, Howard Ashman, íslenskur texti Megas)
I Threw It All Away - Take 1 / Bob Dylan (Bob Dylan)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Utanríkisráðherra segir það mat helstu samstarfsríkja Íslands að Rússar ráðist innan fárra ára gegn ríki Atlantshafsbandalagsins. Fjórtán lykiláherslur í mótun nýrrar öryggis- og varnarstefnu Íslands voru kynntar í dag.
Danir ætla að styrkja loftvarnir sínar með kaupum á eldflaugavarnarbúnaði. Kerfin kosta jarfvirði 1.100 milljarða íslenskra króna.
Forstjóri Play kannast ekki við að flugi til Parísar hafi verið aflýst vegna óformlegra verkfallsaðgerða flugmanna.
Endurheimt votlendis verður í forgangi hjá ríkisstjórninni næstu ár. Ráðherra loftlagsmála kynnti aðgerðir og markmið í loftlagsmálum í morgun.
Lax sem ber greinileg merki eldis, var fangaður í Blöndu í morgun. Formaður veiðifélagsins segir erfitt að koma við vörnum því áin sé vatnsmikil.
Atkvæðagreiðsla um verkfall í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði hefst á mánudag.
Undanúrslitaleikir á Evrópumóti karla í körfubolta verða spilaðir í dag. Finnar mæta Þjóðverjumj og Grikkir Tyrkjum.
Daglegur fréttaskýringaþáttur þar sem stór og lítil fréttamál eru matreidd á einfaldan hátt.
Íslensk bandaríska dragdrottningin Heklína fannst látin við dularfullar aðstæður í London fyrir tveimur árum. Heklína var ein af áhrifamestu dragdrottningum Bandaríkjanna.
Hún átti líka sterkar rætur á Íslandi.Í þessum þriðja þætti um dularfullt dauðsfall hennar fáum við að heyra hvers vegna vinir hennar óttast að eitthvað saknæmt gæti hafa komið fyrir hana.
Viðmælendur: Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Páll Óskar Hjálmtýsson og Joshua Granell (Peaches Christ). Umsjón: Þóra Tómasdóttir
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Árið 2024 umbreytti hönnunarfyrirtækið FÓLK Reykjavík 14,5 tonnum af iðnaðar- og neytendaúrgangi í verðmætar hönnunarvörur. Blómavasar, veggljós, bakkar og púðar voru búin til úr afgangssteini-, gleri og textíl sem annars hefði farið til spillis, endað í landfyllingu eða verið brennt með tilheyrandi umhverfiskostnaði. Við ræðum við Rögnu Söru Jónsdóttur, stofnanda og framkvæmdastjóra Fólk Reykjavík.
Ný skordýr eru stöðugt að skjóta upp kollinum hér á landi. Samfélagið hefur áður heimsótt skordýrafræðingana Brynju Hrafnkelsdóttur og Matthías Alfreðsson á Mógilsá - þar sem þau leggja gildrur og rannsaka landnám nýrra skordýra. Birkitré víða um land eru til dæmis í betra ástandi núna vegna landnáms sníkjuvespu sem er óvinur birkiþélunnar sem hefur leikið birkið grátt síðustu ár. Þau Matthías og Brynja hafa svo undanfarið ár fylgst með landnámi barkarbjöllutegundar, sem þau töldu saklausa í fyrstu - en annað hefur nú komið á daginn. Við heyrum allt það nýjasta úr heimi skordýranna.
Djúpfalsanir eru ein af dökku hliðum gervigreindar. Með aðstoð tækninnar er hægt að falsa myndir og myndbönd á afar sannfærandi hátt. Stærstur hluti djúpfalsana er klám og helstu fórnarlömb djúpfalsana eru konur, ekki bara frægar konur heldur hver sem er sem á mynd af sér á netinu. Eyrún Magnúsdóttir, blaðamaður og gervigreindarfréttaritari Samfélagsins, kemur til okkar á eftir og ræðir um gervigreind og kvenfyrirlitningu sem birtist í djúpfölsunum.
Tónlist í þættinum:
DOLLY PARTON - Coat Of Many Colours.
PRINS PÓLÓ - París Norðursins.
Við heyrum aftur sögurnar sem sagðar voru í þáttaröðinni Sögum af landi, sem var á dagskrá Rásar 1 frá árinu 2015-2023. Þar var flakkað um landið, rætt við fólk sem hafði sögur að segja, kynntir voru áhugaverðir staðir og fréttamál líðandi stundar skoðuð - oft með nýjum augum. Efni í þættina unnu frétta- og dagskrárgerðarfólk RÚV um allt land.
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Þáttur frá 20. febrúar 2016: Í þættinum er fjallað um útgefendur en víða um land er að finna fólk sem hefur þessa innri þrá að pakka saman hugverki í útgáfuhæft form. Í þættinum er rætt við Helga Jónsson, eiganda bókaútgáfunnar Tinds á Akureyri, við hittum Sigríði Láru Sigurjónsdóttur, forleggjara á Egilsstöðum og heimsækjum Halldór Warén eiganda og stofnanda Waren Music á Fljótsdalshéraði.
Umsjón með þættinum 2016: Jón Knútur Ásmundsson og Ágúst Ólafsson.
Um endurlitið annaðist Gígja Hólmgeirsdóttir
Vínil plata úr safninu dregin fram og spiluð í heild.
Vínill vikunnar er að þessu sinni platan I Put a Spell on You með Ninu Simone. Platan kom út árið 1965 hjá Philips Records. Lögin á plötunni eru eftir ýmsa höfunda og þar heyrast til dæmis frægar túlkanir Ninu Simone á lögunum I put a spell on you, Ne me quittes pas og Feeling good.
Hlið 1:
1. I Put a Spell on You
2. Tomorrow Is My Turn
3. Ne me quitte pas
4. Marriage Is for Old Folks
5. July Tree
6. Gimme Some
Hlið 2:
7. Feeling Good
8. One September Day
9. Blues on Purpose
10. Beautiful Land
11. You've Got to Learn
12. Take Care of Business
Umsjón: Gígja Hólmgeirsdóttir
Fréttir
Fréttir
Ungur karlmaður hefur verið handtekinn, grunaður um morðið á hægrisinnaða áhrifavaldinum Charlie Kirk. Maðurinn viðurkenndi verknaðinn fyrir föður sínum.
Utanríkisráðherra segir óhjákvæmilegt að Ísland dragist inn í átök í Evrópu. Skýrsla samráðshóps um stefnu í öryggis- og varnarmálum var kynnt í dag.
Grundvallaratriði er að ekki séu teknar einhliða ákvarðanir varðandi réttindi fólks á vinnumarkaði, án þess að samráð sé haft við samtök launafólks, segir formaður BSRB um breytingar sem ríkisstjórnin áformar á starfsmannalögum.
Stjórnmálafræðingur segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur stíga fast til jarðar í breytingum innan Sjálfstæðisflokksins. Ekki sé óvenjulegt að nýjum formönnum fylgi breytingar, þó þær séu mismiklar.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þverpólitískur samráðshópur kynnti í dag skýrslu um inntak og áherslur Íslands í varnar- og öryggismálum, málaflokki sem hefur fengið aukið vægi í allri umræðu, ekki síst eftir innrás Rússa í Úkraínu.
Að skýrslunni stóðu þingmenn allra flokka nema Miðflokksins og skýrsluhöfundar voru sammála um að töluverð vinna væri framundan til að tryggja öryggi og varnir Íslands. Utanríkisráðherra sagði, þegar hún ávarpaði pallborðsumræður um skýrsluna í morgun, að það væri mat nokkurra samstarfsríkja Íslands að Rússar myndu ráðast gegn ríki Atlantshafsbandalagsins innan fárra ára og það væri einfeldni að halda að slíkt myndi ekki gerast.
Starfsmanni héraðssaksóknara var veitt réttarstaða sakbornings eftir að Jón Óttar Ólafsson, lykilmaður í PPP-málinu svokallaða, lét að því liggja í skýrslutöku í sumar að starfsmaðurinn hefði haft aðgang að gögnum hans og samstarfsmanns í gegnum fjaraðild. Starfsmaðurinn vísaði þessu á bug í skýrslutöku og sagði frásögn Jóns Óttars ekki ganga upp; hvorki í tíma né tæknilega.
Þetta kemur fram í gögnum sem Spegillinn hefur undir höndum.

Veðurfregnir kl. 18:50.
Dægurflugur og söngvar frá ýmsum tímum.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.
Leikin eru lög með þremur breskum hljómsveitum sem eiga það sameiginlegt að meðlimirnir völdu frekar sérkennileg hljómsveitarnöfn. Fyrst hljóma lögin Wishing (If I Had A Photograph), Favourite Shirts (Boy Meets Girl), Love Plus One og Fantastic Day með Haircut One Hundred. Þessu næst eru lögin Too Shye, Ooh To Be Aah og Big Apple með Kajagoogoo og að síðustu lögin Pictures On My Wall, Rescue og A Promise með Echo And The Bunnymen.
Umsjón: Jónatan Garðarsson.

Haraldur Ingi Haraldsson fjallar fornmenn og galdur, særingar , seið og forlagaleit í þáttum frá vetrinum 1984-1985
Haraldur Ingi Haraldsson fjallar fornmenn og galdur, særingar , seið og forlagaleit í þáttum frá vetrinum 1984-1985
Þátturinn fjallar um að finna þjóð með galdrastöfum, koma í veg fyrir kvenmannsleysi og fleiri galdrastafi. Þröstur Ásmundsson les úr Sæmundareddu í upphafi og við lok þáttarins.
Frumflutt 3. febrúar 1985
Umsjón: Haraldur Ingi Haraldsson
Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.
Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.
Netfang: samfelagid@ruv.is
Árið 2024 umbreytti hönnunarfyrirtækið FÓLK Reykjavík 14,5 tonnum af iðnaðar- og neytendaúrgangi í verðmætar hönnunarvörur. Blómavasar, veggljós, bakkar og púðar voru búin til úr afgangssteini-, gleri og textíl sem annars hefði farið til spillis, endað í landfyllingu eða verið brennt með tilheyrandi umhverfiskostnaði. Við ræðum við Rögnu Söru Jónsdóttur, stofnanda og framkvæmdastjóra Fólk Reykjavík.
Ný skordýr eru stöðugt að skjóta upp kollinum hér á landi. Samfélagið hefur áður heimsótt skordýrafræðingana Brynju Hrafnkelsdóttur og Matthías Alfreðsson á Mógilsá - þar sem þau leggja gildrur og rannsaka landnám nýrra skordýra. Birkitré víða um land eru til dæmis í betra ástandi núna vegna landnáms sníkjuvespu sem er óvinur birkiþélunnar sem hefur leikið birkið grátt síðustu ár. Þau Matthías og Brynja hafa svo undanfarið ár fylgst með landnámi barkarbjöllutegundar, sem þau töldu saklausa í fyrstu - en annað hefur nú komið á daginn. Við heyrum allt það nýjasta úr heimi skordýranna.
Djúpfalsanir eru ein af dökku hliðum gervigreindar. Með aðstoð tækninnar er hægt að falsa myndir og myndbönd á afar sannfærandi hátt. Stærstur hluti djúpfalsana er klám og helstu fórnarlömb djúpfalsana eru konur, ekki bara frægar konur heldur hver sem er sem á mynd af sér á netinu. Eyrún Magnúsdóttir, blaðamaður og gervigreindarfréttaritari Samfélagsins, kemur til okkar á eftir og ræðir um gervigreind og kvenfyrirlitningu sem birtist í djúpfölsunum.
Tónlist í þættinum:
DOLLY PARTON - Coat Of Many Colours.
PRINS PÓLÓ - París Norðursins.

Hin hvítu segl eftir Jóhannes Helga.
Heimildaskáldsaga byggð á sjóferðaminningum Andrésar P. Matthíassonar.
Kristinn Reyr les.


Veðurfregnir kl. 22:05.
Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.
netfang: mannlegi@ruv.is
Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn var leikkonan Vigdís Hrefna Pálsdóttir. Hún hefur auðvitað leikið fjölda hlutverka á sviði og fyrir framan myndavélar og nú síðast leikur hún aðalhlutverkið, jarðskjálftafræðinginn Önnu í kvikmyndinni Eldarnir, sem byggð er á bók Sigríðar Hagalín Björnsdóttur. Við spurðum hana út í myndina og hlutverkið og fórum með henni aftur í tímann á æskuslóðirnar og svo á handahlaupum í gegnum lífið til dagsins í dag.
Svo var matarspjallið með Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur á sínum stað. Við ræddum í dag um hvað stendur uppúr hjá okkur matarlega séð eftir sumarið. Sigurlaug talaði um crepe suzette, Gunnar gaf upp dásamlega uppskrift fyrir kjúklingabringur og Guðrún nefndi steikt brokkolini.
Tónlist í þættinum í dag:
Litla stúlkan við hliðið / Ellý Vilhjálms (Freymóður Jóhannsson, 12.september)
Snögglega Baldur / Edda Heiðrún Bachman og Leifur Hauksson (Alan Menken, Howard Ashman, íslenskur texti Megas)
I Threw It All Away - Take 1 / Bob Dylan (Bob Dylan)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Halla Gunnarsdóttir ferðast umhverfis jörðina og fræðir hlustendur um líf og störf fólks í fjarlægum eða nálægum löndum. Hver þáttur er helgaður einu landi og Halla kynnir tónlist frá landinu og fær til sín viðmælendur sem þekkja til lands og þjóðar.
(2007)
Georgía hefur ratað mikið í fréttirnar að undanförnu. Í þættinum verður rætt við Irmu Machavariani um uppruna hennar og lífið á Íslandi og við Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur um ástandið á svæðinu í kringum Kákasusfjöllin og ferð hennar þangað. Þá rifjum við upp sögu eiginmanns Irmu, Grigors Machavariani heitins, sem lærði íslensku upp á eigin spýtur án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins.

Útvarpsfréttir.
Morgunútvarpið vekur hlustendur með glóðvolgum fréttum og snarpri umfjöllun um samfélagsmál. Umsjón: Hafdís Helga Helgadóttir og Ingvar Þór Björnsson.
NASA tilkynnti í vikunni um að fundist hafi skýrari merki en nokkru sinni um að einhvern tímann hafi verið líf á mars. Sævar Helgi Bragason fer í saumana á málinu fyrir okkur.
Leikið er til úrslita á EM í körfubolta um helgina. Benedikt Guðmundsson kíkir til okkar og ræðir mótið og helgina framundan.
Morðið á Charlie Kirk, bandarískum áhrifavaldi á hægri væng bandarískra stjórnmála, hefur vakið sterk viðbrögð síðastliðinn sólarhring. Voðaverkið því miður aðeins eitt af fleiri voðaverkum tengdum heift og skautun í Bandaríkjunum. Er þetta heift sem markvisst er ýtt undir hjá fólki og ýtir gjörningurinn undir enn frekari heift? Hulda Þórisdóttir prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands kemur til okkar.
Guðmundur Gunnarsson, framkvæmdastjóri þingflokks Viðreisnar, og Tómas Þór Þórðarson, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, gera upp vikuna í lok þáttar.


Létt spjall og lögin við vinnuna.
Takk fyrir að vera með, ást og hlýja!
Lagalistinn 2025-09-12
SSSÓL - Síðan Hittumst Við Aftur.
BLINK 182 - I miss you.
Snorri Helgason - Torfi á orfi.
TEARS FOR FEARS - Change.
Black Keys, The - No Rain, No Flowers.
ELECTRIC LIGHT ORCHESTRA - Shine a little love.
Á móti sól - Fyrstu laufin.
SNOW PATROL - Chasing Cars.
RÍÓ - Á Pöbbinn.
BOB MARLEY AND THE WAILERS - Get Up Stand Up.
Moloko - Sing It Back (Can 7 Supermarket Mix Edit).
Warren, Alex - Eternity.
Elín Hall - Wolf Boy.
SMOKEY ROBINSON & THE MIRACLES - The Tears Of A Clown.
Ronson, Mark, RAYE söngkona - Suzanne.
Salka Sól Eyfeld - Úr gulli gerð.
PHIL COLLINS - Sussudio.
RADIOHEAD - Just.
Lady GaGa - Bad Romance.
Dr. Gunni - Allar sætu stelpurnar.
JESUS JONES - Right here, right now.
LL COOL J - Mama Said Knock You Out.
Wolf Alice hljómsveit - The Sofa.
EARTH WIND & FIRE - September.
St. Paul & The broken bones - Sushi and Coca-Cola.
SÓLDÖGG - Breyti Um Lit.
CLIMIE FISHER - Love changes (everything).
ENSÍMI - Atari.
DAVID BOWIE - Changes.
PRESIDENTS OF THE UNITED STATES OF AMERICA - Peaches.
EGO - Breyttir tímar (úr myndinni Rokk í Reykjavík).
SAM COOK - A Change Is Gonna Come.
John Lennon - (Just like) starting over.
Green Day - Wake Me Up When September Ends.
BJÖRGVIN HALLDÓRSSON - Bráðum kemur betri tíð.
THE BUGGLES - Video killed the radio star.
BLACK SABBATH - Changes.
KEANE - Everybody's Changing.
BOB DYLAN - The Times They Are a-Changin'.
ERIC CLAPTON - Change The World.
SÁLIN HANS JÓNS MÍNS - Ekkert Breytir Því.
SCORPIONS - Wind of change.
CELESTE - I Can See The Change.

Útvarpsfréttir.

Útvarpsfréttir.
Útvarpsfréttir.
Utanríkisráðherra segir það mat helstu samstarfsríkja Íslands að Rússar ráðist innan fárra ára gegn ríki Atlantshafsbandalagsins. Fjórtán lykiláherslur í mótun nýrrar öryggis- og varnarstefnu Íslands voru kynntar í dag.
Danir ætla að styrkja loftvarnir sínar með kaupum á eldflaugavarnarbúnaði. Kerfin kosta jarfvirði 1.100 milljarða íslenskra króna.
Forstjóri Play kannast ekki við að flugi til Parísar hafi verið aflýst vegna óformlegra verkfallsaðgerða flugmanna.
Endurheimt votlendis verður í forgangi hjá ríkisstjórninni næstu ár. Ráðherra loftlagsmála kynnti aðgerðir og markmið í loftlagsmálum í morgun.
Lax sem ber greinileg merki eldis, var fangaður í Blöndu í morgun. Formaður veiðifélagsins segir erfitt að koma við vörnum því áin sé vatnsmikil.
Atkvæðagreiðsla um verkfall í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði hefst á mánudag.
Undanúrslitaleikir á Evrópumóti karla í körfubolta verða spilaðir í dag. Finnar mæta Þjóðverjumj og Grikkir Tyrkjum.

Poppland er vinur í raun og land án landamæra. Poppland er einn elsti og dáðasti tónlistarþáttur landsins. Umsjón: Margrét Erla Maack og Sigurður Þorri Gunnarsson
Þær Guðrún Dís Emilsdóttir og Hrafnhildur Halldórsdóttir halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu. Þær fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni segir meirihlutann beita gamalkunnum brellum í umfjöllun um stöðu leikskólamála. Ríflega þúsund börn bíði eftir að komast að en ekki 400. Hildur Björnsdóttir var á línunni.
Föstudagsgestirnir eru ekki af verri endanum en það eru þeir Sólmundur Hólm og Halldór Gylfason. Nú í september eru að hefja göngus sína á SÝN+ þættirnir Brjánn sem Sóli skrifar handritið af og Dóri leikur aðahlutverkið í. Þeir settust niður með okkur með kaffibolla.
Í gær ræddum við við Guðmund Inga Þóroddsson formann Afstöðu um málefni jaðarsettra hópa. Þar barst í tal kaffistofan Samhjálp en fyrirhugað er að rífa húsnæðið í Borgartúni sem kaffistofan er staðsett í. Við fengum til okkar Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur framvkæmdastjóra Samhjálpar
Snævar Ívarsson framkvæmdastjóri Lesblindra nýlega tvær greinar á Visi.is þar sem hann skrifar um málefni lesblindra. Snævar segir vitund um lesblindu hafa aukist á Íslandi undanfarna áratugi og það sé að hluta til vegna starfs félagsins og einnig vegna aukinar fræðslu innan skólakerfisins. En hvar þarf að gera betur og hvernig ? Snævar kom til okkar í Síðdegisútvarpið í dag.
Áætlað er að þeir tæplega 2400 erlendu farþegar sem komu með flugi Easy Jet til Akureyrar hafi eytt um 493 milljónum króna hér á landi. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar skýrslu um flug Easy Jet á milli Akureyrar og London veturinn 2023-2024. Skýrslan var unnin af Jóni Þorvaldi Heiðarssyni fyrir Flugþróunarsjóð og við heyrðum í honum í Síðdegisútvarpinu. Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor við Háskólann á Akureyri var á línunni.
Við heyrðum í Helgu Karlsdóttir formanni kynjakatta um sýningu sem fyrirhuguð er í Garðheimum um helgina.
Fréttir
Fréttir
Ungur karlmaður hefur verið handtekinn, grunaður um morðið á hægrisinnaða áhrifavaldinum Charlie Kirk. Maðurinn viðurkenndi verknaðinn fyrir föður sínum.
Utanríkisráðherra segir óhjákvæmilegt að Ísland dragist inn í átök í Evrópu. Skýrsla samráðshóps um stefnu í öryggis- og varnarmálum var kynnt í dag.
Grundvallaratriði er að ekki séu teknar einhliða ákvarðanir varðandi réttindi fólks á vinnumarkaði, án þess að samráð sé haft við samtök launafólks, segir formaður BSRB um breytingar sem ríkisstjórnin áformar á starfsmannalögum.
Stjórnmálafræðingur segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur stíga fast til jarðar í breytingum innan Sjálfstæðisflokksins. Ekki sé óvenjulegt að nýjum formönnum fylgi breytingar, þó þær séu mismiklar.
Fréttir og fréttaskýringar í útvarpi, þar sem kafað er dýpra í málin, þau sett í stærra samhengi og skýringa leitað.
Þverpólitískur samráðshópur kynnti í dag skýrslu um inntak og áherslur Íslands í varnar- og öryggismálum, málaflokki sem hefur fengið aukið vægi í allri umræðu, ekki síst eftir innrás Rússa í Úkraínu.
Að skýrslunni stóðu þingmenn allra flokka nema Miðflokksins og skýrsluhöfundar voru sammála um að töluverð vinna væri framundan til að tryggja öryggi og varnir Íslands. Utanríkisráðherra sagði, þegar hún ávarpaði pallborðsumræður um skýrsluna í morgun, að það væri mat nokkurra samstarfsríkja Íslands að Rússar myndu ráðast gegn ríki Atlantshafsbandalagsins innan fárra ára og það væri einfeldni að halda að slíkt myndi ekki gerast.
Starfsmanni héraðssaksóknara var veitt réttarstaða sakbornings eftir að Jón Óttar Ólafsson, lykilmaður í PPP-málinu svokallaða, lét að því liggja í skýrslutöku í sumar að starfsmaðurinn hefði haft aðgang að gögnum hans og samstarfsmanns í gegnum fjaraðild. Starfsmaðurinn vísaði þessu á bug í skýrslutöku og sagði frásögn Jóns Óttars ekki ganga upp; hvorki í tíma né tæknilega.
Þetta kemur fram í gögnum sem Spegillinn hefur undir höndum.

Fréttastofa RÚV.

Kletturinn sér um að koma þér í gírinn á föstudagskvöldum. Rokk er rauði þráðurinn í gegnum þáttinn í eins teygjanlegum skilningi og mögulegt er. Rokk, indie rokk, indie popp, dans-pönk, nýbylgja, alt-rokk, síðpönk og country verður á boðstólum í hrærigraut af stemmingu og straumum.
Umsjón: Karl Sölvi Sigurðsson.


Blönduð tónlist frá því í kringum aldamótin.