02:35
Líf með list
Líf með list I
Líf með list

Tveir þættir um Laufeyju Helgadóttur listfræðing í París.

Í þáttunum er rætt við Laufeyju um hlutverk listfræðingins í menningarlífinu sem og í ferðamennsku en Laufey hefur starfað sem leiðsögumaður bæði hér heima og í París um árabil.

Sá fyrri af tveimur þáttum um Laufeyju Helgadóttur listfræðing í París.

Í þættinum segir frá leið Laufeyjar frá Dalvík til Parísar þar sem hún lærði listfræði og hóf síðan virka þátttöku í íslensku myndlistarlífi.

Efni þáttanna var tekið upp í vor þegar dagskrárgerðarkonan Jórunn Sigurðardóttir fygldist með uppsetningu síðustu listsýningarinnar í sýningarsalnum Appart 323 að heimili Laufeyjar og eiginmanns hennar, Bernards Ropa, á 25. hæð í háhýsi í 19. hverfi Parísar. Auk þeirra hjóna koma fram í þættinum textíllistakonan Helga Pálína Brynjólfsdóttir og aðstoðarkonur hennar Margrét Jónsdóttir leirlistakona og Svanborg Matthíasdóttir myndlistarkona.

Nokkuð er af tónlist í þessum þætti

Mona Heftre: Tantout rouge Tantout bleu

Francoise Hardy: Le premier bonheur du jour og Il n´ya pas dámour heureux

Tónlist úr kvikmyndinni Les Parapluies de Cherbourg, lagið Departe

Guðmundur Andri Thorsson: Og Dillidó

Edith Piaff: Sous le Ciel de Paris

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 52 mín.
e
Endurflutt.
,