Níels og Napóleon

1. þáttur

Ferðalagið til Parísar hefst með viðkomu á Landsbókasafninu þar sem Níels kemst því hvað margar leitarniðurstöður koma upp þegar slegið er inn í leitina nafn mannsins sem allt hverfist um hér: Napóleon Bónaparte.

Í París kynnumst við heimamönnum, drekkum í okkur söguna og spyrjum okkur hvaða dýr Napóleon væri. Örninn táknaði yfirburði og styrkleika í hugum Rómverja og ljónið táknar víða vald og hetjudáð en sjálfur kaus Napóleon býflugu sem sitt einkennistákn. Við komumst því hvers vegna. Og loks förum við í Þjóðleikhúsið í Frakklandi, elsta starfandi leikhús í heimi, leikhúsið sótti Napóleon stíft en mætti svolítið seint.

Umsjón: Níels Thibaud Girerd

Handrit og hugmyndavinna: Níels Thibaud Girerd og Gunnar Smári Jóhannesson

Ritstjórn: Jóhannes Ólafsson

Frumflutt

26. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Níels og Napóleon

Níels og Napóleon

Annan desember voru 220 ár liðin frá krýningu Napoleons. Í þessum þáttum kynnumst við Napóleon í gegnum Níels Thibaud Girerd sem er hálfur Frakki og hálfur Íslendingur. Frá Ránargötu til Rue de la Victorie fylgjum við Níelsi sem álpast um öngstræti Parísar vopnaður diktafón og íklæddur rykfrakka, í leit svörum. Í gegnum sérkennilegar staðreyndir færir Níels okkur manninn á bak við krúnuna sem mótaði heimsbyggðina. Níels mætir keisaranum en mætir einnig sér sjálfum og fær svör við spurningum, sem gerir hálfan Frakka heilan.

,