09:05
Líf með list
Líf með list II
Líf með list

Tveir þættir um Laufeyju Helgadóttur listfræðing í París.

Í þáttunum er rætt við Laufeyju um hlutverk listfræðingins í menningarlífinu sem og í ferðamennsku en Laufey hefur starfað sem leiðsögumaður bæði hér heima og í París um árabil.

Í síðari þætti Líf með list, um Laufeyju Helgadóttur listfræðing í París, er rætt við Laufeyju um einstakar sýningar sem hún stjórnaði um og eftir síðustu aldamót.

Efni þáttanna var tekið upp í vor þegar dagskrárgerðarkonan Jórunn Sigurðardóttir fygldist með uppsetningu síðustu listsýningarinnar í sýningarsalnum Appart 323 á heimili Laufeyjar og eiginmanns hennar, Bernards Ropa, á 25. hæð í háhýsi í 19. hverfi Parísar. Auk þeirra hjóna koma fram í þættinum textíllistakonan Helga Pálína Brynjólfsdóttir og aðstoðarkonur hennar Margrét Jónsdóttir leirlistakona og Svanborg Matthíasdóttir myndlistarkona.

Svolítil tónlist líka í þessum þætti:

Sous le ciel de Paris með Parisi taeva all; Le droit a la paresse með Georges Moustaki; Hljóðrás við verk Rúríar, Fossar í voða (Endangered Waters), tekið af netinu; Hljóðrás úr verki Gabríelu Friðriksdóttur við verkið Tetralógía – north.

Þá heyrast fáeinir gítartónar úr prívatupptöku, Sólveig Genevois leikur.

Zao de Sagazan La sympohonie des éclairs.

Aðgengilegt til: Rennur ekki út.
Lengd: 49 mín.
,