Súrinn

3. þáttur: Baskasúrinn

Leitin elstu súrdeigsmóður Íslands tekur óvænta stefnu einn morguninn þegar Ragnheiður Maísól er fara með dóttur sína í leikskólann. Frá leikskólanum berst leitin vestur á Strandir, þaðan austur á Seyðisfjörð, því næst til Baskalands og loks suður til Reykjavíkur þar sem í ljós kemur háöldruð súrdeigsmóðir leynist í ísskáp einum þar í borg. Og þetta er engin venjuleg súrdeigsmóðir heldur súrdeigsmóðir sem veltir upp stórum spurningum, m.a. um líffræðilegan fjölbreytileika og sjálft hagkerfið.

Í þættinum er rætt við Gunnar Þorra Pétursson, Mörtu Guðrúnu Jóhannesdóttur, Eddu Kristínu Sigurjónsdóttur og Sigríði Þorgeirsdóttur.

Lesarar eru Björn Þór Sigbjörnsson, Gígja Hólmgeirsdóttir, Kristján Guðjónsson og Jóhannes Ólafsson.

Umsjón og dagskrárgerð: Ragnheiður Maísól Sturludóttir.

Framleiðsla og samsetning: Gígja Hólmgeirsdóttir

Frumflutt

24. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Súrinn

Súrinn

Í þúsundir ára hefur mannfólkið bakað ilmandi súrdeigsbrauð í samstarfi við örverur súrdeigsins. En súrdeigsbakstur á Íslandi nær þó varla svo langt aftur? Hver ætli elsti súr á Íslandi og hvar er hann finna? Ragnheiður Maísól Sturludóttir leggur af stað í rannsóknarleiðangur til þess komast uppruna súrdeigsins á Íslandi. Við nánari skoðun á þessari litlu deigklessu vakna stórar spurningar um mannfólkið og tengsl okkar við heiminn.

Þættir

,